„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 20:03 Viktor Bout, situr á þingi í Rússlandi en hann stundaði á árum áður umfangsmikla vopnasölu um heiminn allan. Getty/Boris Alekseev Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Bout átt í viðræðum við erindreka frá Hútum um kaup á vopnum frá Rússlandi. Bout, sem er 57 ára gamall, seldi í áratugi vopn frá árum Sovétríkjanna til ríkisstjórna og einræðisherra í Afríku, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Ferill hans er sagður hafa verið kveikjan að handriti myndarinnar Lord of War, með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Hann var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Eins og áður segir var honum svo sleppt úr fangelsi í fangaskiptum árið 2022. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Síðan honum var sleppt úr fangelsi hefur Bout gengið til liðs við hægri stjórnmálaflokk í Rússlandi og vann hann þingsæti árið 2023. Þegar erindrekar frá Hútum ferðuðust til Moskvu í ágúst, til að ræða kaup á vopnum fyrir um tíu milljónir dala hittu þeir Bout, samkvæmt WSJ, og hefur hann komið að viðræðunum en ekki liggur fyrir hvort það sé fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi eða eingöngu með samþykki þeirra. Í frétt WSJ segir óljóst hvort viðræður Bout við Húta tengist viðleitni hópsins til að fá háþróaðar stýriflaugar frá Rússum. Ekkert bendi til þess að slíkar flaugar hafi verið sendar til Jemen. Þess í stað eru Hútar sagðir vilja kaupa AK-74 riffla og skotfæri, auk eldflauga sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og flugvélum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Í viðtali við TASS, rússneska fréttaveitu í eigu ríkisins, segir Bout vera WSJ vera „smellubeitu“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, slær á svipaða strengi. Eins og bent er á í grein WSJ segir Bout ekkert um það hvort hann sé aftur farinn að starfa við vopnasölu. Steve Zissou, lögmaður Bout í Bandaríkjunum, neitaði að segja hvort skjólstæðingur sinn hefði hitt Húta. „Viktor Bout hefur ekki komið að flutningaiðnaðinum í rúm tuttugu ár. En ef ríkisstjórn Rússlands hefur heimilað honum að koma að vopnasendingum til andstæðinga Bandaríkjanna, væri það ekkert öðruvísi en það að yfirvöld Bandaríkjanna sendi vopn og gereyðingarvopn til andstæðinga Rússlands eins og þeir hafa gert í Úkraínu.“ Rússland Jemen Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Samkvæmt heimildum Wall Street Journal hefur Bout átt í viðræðum við erindreka frá Hútum um kaup á vopnum frá Rússlandi. Bout, sem er 57 ára gamall, seldi í áratugi vopn frá árum Sovétríkjanna til ríkisstjórna og einræðisherra í Afríku, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Ferill hans er sagður hafa verið kveikjan að handriti myndarinnar Lord of War, með Nicolas Cage í aðalhlutverki. Hann var handtekinn í Taílandi árið 2008 og dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum árið 2012, meðal annars fyrir umfangsmikla vopnasölu og brot gegn refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Eins og áður segir var honum svo sleppt úr fangelsi í fangaskiptum árið 2022. Sjá einnig: Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Síðan honum var sleppt úr fangelsi hefur Bout gengið til liðs við hægri stjórnmálaflokk í Rússlandi og vann hann þingsæti árið 2023. Þegar erindrekar frá Hútum ferðuðust til Moskvu í ágúst, til að ræða kaup á vopnum fyrir um tíu milljónir dala hittu þeir Bout, samkvæmt WSJ, og hefur hann komið að viðræðunum en ekki liggur fyrir hvort það sé fyrir hönd yfirvalda í Rússlandi eða eingöngu með samþykki þeirra. Í frétt WSJ segir óljóst hvort viðræður Bout við Húta tengist viðleitni hópsins til að fá háþróaðar stýriflaugar frá Rússum. Ekkert bendi til þess að slíkar flaugar hafi verið sendar til Jemen. Þess í stað eru Hútar sagðir vilja kaupa AK-74 riffla og skotfæri, auk eldflauga sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og flugvélum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Í viðtali við TASS, rússneska fréttaveitu í eigu ríkisins, segir Bout vera WSJ vera „smellubeitu“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, slær á svipaða strengi. Eins og bent er á í grein WSJ segir Bout ekkert um það hvort hann sé aftur farinn að starfa við vopnasölu. Steve Zissou, lögmaður Bout í Bandaríkjunum, neitaði að segja hvort skjólstæðingur sinn hefði hitt Húta. „Viktor Bout hefur ekki komið að flutningaiðnaðinum í rúm tuttugu ár. En ef ríkisstjórn Rússlands hefur heimilað honum að koma að vopnasendingum til andstæðinga Bandaríkjanna, væri það ekkert öðruvísi en það að yfirvöld Bandaríkjanna sendi vopn og gereyðingarvopn til andstæðinga Rússlands eins og þeir hafa gert í Úkraínu.“
Rússland Jemen Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira