Koma siglandi og sótt á hestvagni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2024 06:01 Ríkisheimsókn forsetahjónanna til Danmerkur hefst í dag. Vísir/RAX Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. Almenningur er boðin velkominn að tollabryggjunni, Toldboden, til að fylgjast með komu forsetahjónanna. Saman fara þau síðan með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Þá næst halda forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús, en þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Friðrik X hefur verið konungur Danmerkur síðan í janúar.AP/Martin Meissner Að loknu hádegissamsæti í Jónshúsi fer forsetinn í heimsókn í danska þingið, Folketinget, í Kristjánsborg þar sem þingforseti tekur á móti henni. Þá munu forsetahjónin ásamt konungshjónunum skoða handritasafn Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn en þar verða einnig menningarmálaráðherrar Íslands og Danmerkur, Lilja Alfreðsdóttir og Christina Egelund, sem munu undirrita sameiginlega viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkjanna um varðveislu og notkun handritasafnsins í báðum löndum. Í kvöld bjóða Friðrik konungur og Mary drottning síðan til hátíðarkvöldverðar í Kristjánsborgarhöll, forsetahjónunum til heiðurs. Á meðan heimsókninni stendur mun Halla meðal annars einnig heimsækja Copenhagen Business School og endurvinnslustöðina við Amager Bakke, funda með varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur auk þess að taka þátt í fundum og hringborðsumræðum með öðrum ráðherrum og fulltrúum úr íslensku og dönsku viðskiptalífi. Forseti Íslands Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Utanríkismál Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Almenningur er boðin velkominn að tollabryggjunni, Toldboden, til að fylgjast með komu forsetahjónanna. Saman fara þau síðan með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Þá næst halda forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús, en þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Friðrik X hefur verið konungur Danmerkur síðan í janúar.AP/Martin Meissner Að loknu hádegissamsæti í Jónshúsi fer forsetinn í heimsókn í danska þingið, Folketinget, í Kristjánsborg þar sem þingforseti tekur á móti henni. Þá munu forsetahjónin ásamt konungshjónunum skoða handritasafn Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn en þar verða einnig menningarmálaráðherrar Íslands og Danmerkur, Lilja Alfreðsdóttir og Christina Egelund, sem munu undirrita sameiginlega viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkjanna um varðveislu og notkun handritasafnsins í báðum löndum. Í kvöld bjóða Friðrik konungur og Mary drottning síðan til hátíðarkvöldverðar í Kristjánsborgarhöll, forsetahjónunum til heiðurs. Á meðan heimsókninni stendur mun Halla meðal annars einnig heimsækja Copenhagen Business School og endurvinnslustöðina við Amager Bakke, funda með varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur auk þess að taka þátt í fundum og hringborðsumræðum með öðrum ráðherrum og fulltrúum úr íslensku og dönsku viðskiptalífi.
Forseti Íslands Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Utanríkismál Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira