Aukið aðgengi að faglegri þjónustu – Styðjum Afstöðu! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 8. október 2024 10:00 Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Afstaða býr yfir öflugu teymi fagfólks í sjálfboðavinnu og jafningja sem leggur áherslu á að fangavist hafi tilgang. Þegar 19 dagar eru eftir af söfnuninni er ljóst að hún hefur ekki gengið sem skyldi. Það er miður og mögulegt að bakslag hafi orðið eftir markvissa vinnu félagsins undanfarin ár við að minnka fordóma gagnvart málaflokknum. Víst er að margar neikvæðar fréttir hafa verið sagðar af fangelsismálum á undanförnum misserum og fókusinn sjaldnast á mikilvægi endurhæfingar í fangelsum til þess að fækka glæpum og tryggja þannig öruggara samfélag. Mikilvægara er nú en nokkru sinni fyrr að standa saman og tryggja að Afstaða nái markmiði sínu í söfnuninni. Hvað er Afstaða? Afstaða er mannúðar og mannréttindafélag sem gætir hagsmuna fanga á íslandi og miðar að því að veita föngum breiða faglega þjónustu, ráðgjöf og félagslegan stuðning á jafningjagrundvelli. Teymi Afstöðu samanstendur af reynslumiklu fagfólki og jafningjum sem leggja áherslu á að fangavist hafi tilgang. Markmið okkar er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum þeirra upp á nauðsynlega þjónustu í erfiðum aðstæðum, ásamt því að fækka glæpum, endurkomum í fangelsin, spara pening hjá lögreglu, dómstólum og fangelsum og það sem skiptir mestu máli að fækka brotaþolum. Þá vinnur félagið markvisst að því að fækka fordómum í samfélaginu gagnvart þessum hóp og að fækka þeim sem eru á varanlegum fjárstuðningi hjá ríki og sveitarfélögum. Skilaboð söfnunarinnar Söfnunin er hugsuð til þess að fangar fái betri og breiðari aðgang að faglegri þjónustu, hvort sem það er í formi einkatíma hjá fagfólki og jafningjum eða fái styrk til að leita sér sjálfir eftir þeirri þjónustu. Þetta skiptir máli til að byggja upp traust og hjálpa föngum að þróa nauðsynlega hæfni til að komast aftur inn í samfélagið. Hvers vegna er mikilvægt að styðja Afstöðu? Bætt lýðheilsa: Með því að styrkja Afstöðu stuðlar þú að bættri lýðheilsu í samfélaginu. Fólk sem er í fangelsi þarf að fá aðstoð við að takast á við geðrænar áskoranir og vímuefnaneyslu. Það skilar sér einnig í bættri lýðheilsu fyrir almenning. Færri glæpir: Þegar fangar fá aðstoð við endurhæfingu minnkar hættan á að þeir fari aftur í glæpastarfsemi, sem skiptir sköpum fyrir öryggi samfélagsins. Aukið réttlæti: Aðstoðum þá sem hafa verið útskúfaðir úr samfélaginu. Öll hjálp skiptir máli í því að skapa réttlæti og mannúð því það er samfélagslega hagkvæmt og leiðir til endurtekninga afbrota hjá sama einstaklingi og fækkar brotaþolum um leið. Hvernig getum við hjálpað? Til þess að auka sýnileika söfnunarinnar hvetjum við öll til að deila og miðla verkefninu. Samfélagsmiðlar: Að deila söfnuninni á samfélagsmiðlum, notaðu myndefni sem sýnir áhrif þess að stuðla að aðgengi að faglegri þjónustu, ekki nota myndir af rimlum eða turnum. Samstarf: Ræddu við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú þekkir til um möguleika á samstarfi og stuðningi. Persónulegar Sögur: Deildu sögum þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Afstöðu og hvernig það hefur breytt lífi þeirra. Við vitum að þær eru margar. Að lokum Við höfum öll hlutverk í því að styðja við réttlátara og betra samfélag. Með því að styðja Afstöðu stuðlar þú að bættri framtíð, færri glæpum og réttlæti í samfélaginu. Gerum okkar besta til að tryggja að söfnunin gangi betur – hjálp okkar getur gert gæfumun! Nú er rétti tíminn til að láta rödd okkar heyrast og gera breytingu fyrir þá sem þurfa á því að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Afstaða býr yfir öflugu teymi fagfólks í sjálfboðavinnu og jafningja sem leggur áherslu á að fangavist hafi tilgang. Þegar 19 dagar eru eftir af söfnuninni er ljóst að hún hefur ekki gengið sem skyldi. Það er miður og mögulegt að bakslag hafi orðið eftir markvissa vinnu félagsins undanfarin ár við að minnka fordóma gagnvart málaflokknum. Víst er að margar neikvæðar fréttir hafa verið sagðar af fangelsismálum á undanförnum misserum og fókusinn sjaldnast á mikilvægi endurhæfingar í fangelsum til þess að fækka glæpum og tryggja þannig öruggara samfélag. Mikilvægara er nú en nokkru sinni fyrr að standa saman og tryggja að Afstaða nái markmiði sínu í söfnuninni. Hvað er Afstaða? Afstaða er mannúðar og mannréttindafélag sem gætir hagsmuna fanga á íslandi og miðar að því að veita föngum breiða faglega þjónustu, ráðgjöf og félagslegan stuðning á jafningjagrundvelli. Teymi Afstöðu samanstendur af reynslumiklu fagfólki og jafningjum sem leggja áherslu á að fangavist hafi tilgang. Markmið okkar er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum þeirra upp á nauðsynlega þjónustu í erfiðum aðstæðum, ásamt því að fækka glæpum, endurkomum í fangelsin, spara pening hjá lögreglu, dómstólum og fangelsum og það sem skiptir mestu máli að fækka brotaþolum. Þá vinnur félagið markvisst að því að fækka fordómum í samfélaginu gagnvart þessum hóp og að fækka þeim sem eru á varanlegum fjárstuðningi hjá ríki og sveitarfélögum. Skilaboð söfnunarinnar Söfnunin er hugsuð til þess að fangar fái betri og breiðari aðgang að faglegri þjónustu, hvort sem það er í formi einkatíma hjá fagfólki og jafningjum eða fái styrk til að leita sér sjálfir eftir þeirri þjónustu. Þetta skiptir máli til að byggja upp traust og hjálpa föngum að þróa nauðsynlega hæfni til að komast aftur inn í samfélagið. Hvers vegna er mikilvægt að styðja Afstöðu? Bætt lýðheilsa: Með því að styrkja Afstöðu stuðlar þú að bættri lýðheilsu í samfélaginu. Fólk sem er í fangelsi þarf að fá aðstoð við að takast á við geðrænar áskoranir og vímuefnaneyslu. Það skilar sér einnig í bættri lýðheilsu fyrir almenning. Færri glæpir: Þegar fangar fá aðstoð við endurhæfingu minnkar hættan á að þeir fari aftur í glæpastarfsemi, sem skiptir sköpum fyrir öryggi samfélagsins. Aukið réttlæti: Aðstoðum þá sem hafa verið útskúfaðir úr samfélaginu. Öll hjálp skiptir máli í því að skapa réttlæti og mannúð því það er samfélagslega hagkvæmt og leiðir til endurtekninga afbrota hjá sama einstaklingi og fækkar brotaþolum um leið. Hvernig getum við hjálpað? Til þess að auka sýnileika söfnunarinnar hvetjum við öll til að deila og miðla verkefninu. Samfélagsmiðlar: Að deila söfnuninni á samfélagsmiðlum, notaðu myndefni sem sýnir áhrif þess að stuðla að aðgengi að faglegri þjónustu, ekki nota myndir af rimlum eða turnum. Samstarf: Ræddu við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú þekkir til um möguleika á samstarfi og stuðningi. Persónulegar Sögur: Deildu sögum þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Afstöðu og hvernig það hefur breytt lífi þeirra. Við vitum að þær eru margar. Að lokum Við höfum öll hlutverk í því að styðja við réttlátara og betra samfélag. Með því að styðja Afstöðu stuðlar þú að bættri framtíð, færri glæpum og réttlæti í samfélaginu. Gerum okkar besta til að tryggja að söfnunin gangi betur – hjálp okkar getur gert gæfumun! Nú er rétti tíminn til að láta rödd okkar heyrast og gera breytingu fyrir þá sem þurfa á því að halda.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun