Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir skrifa 8. október 2024 14:30 Ísland var hástökkvari í Evrópu þegar að kom að aukningu á kvenleikstjórum sem leikstýrðu kvikmyndum frá árunum 2018 til 2022 (sjá mynd 1). Hlutfall kvenleikstjóra fór úr rúmum 13% í rúm 35% leikstjóra á Íslandi samkvæmt rannsókn the European Audiovisual Observatory, sjá hér. Á sama tíma var aukning á kvenkyns klippurum, framleiðendum og kvikmyndatökukonum en erlendar rannsóknir hafa sýnt að með aukningu kvenleikstjóra aukast líkur á að konur séu ráðnar í önnur störf í framleiðslunni. Þessi aukning átti sér stað þegar framlög til Kvikmyndasjóðs Íslands náðu ákveðnu hámarki (sjá mynd 2) og við viljum meina að tengsl séu þarna á milli, þar sem aukið framlag gefur rými fyrir nýliðun í faginu. Það gefur auga leið að til þess að fjölga konum úr 13% í 35% þarf að eiga sér stað mikil nýliðun kvenna. Með auknum framlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands myndaðist rými fyrir nýliðun og rými fyrir konur til að segja sínar sögur. Nú stendur til að skera Kvikmyndasjóð Íslands um a.m.k. fjórðung og má því leiða líkur að því að Ísland taki tvö skref aftur á bak í átt að jöfnuði í faginu. Okkur vantaði ekki nema tæp 15% til að ná í jafnt hlutfall kven- og karlleikstjóra , fyrst allra Evrópuþjóða. Árið 2024 er gert ráð fyrir að 82,7% allra kvikmynda á heimsvísu verði leikstýrt af körlum. Ísland er þjóð sem leggur mikla áherslu á jafnréttissjónarmið og hefur lengi verið fremst þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viljum við ekki sporna við þessari kynjuðu heimsmynd? Til þess þarf pláss og fjármagn fyrir nýliðun kvenna og kvára. Á þessu ári fengu aðeins tvær kvikmyndir framleiðslustyrk en ekki fjórar til sex eins og venjan er. Örfáar konur á Íslandi hafa afrekað að leikstýra fleiri en einni kvikmynd í fullri lengd og mjög lítil nýliðun hefur orðið þar. Þegar kemur að umsókn um fjármögnun frá Kvikmyndasjóði verður því erfitt fyrir konur og kynsegin fólk að keppa við margverðlaunaða karlleikstjóra sem eru með fjölda kvikmynda á ferilskránni, þegar að sjóðurinn ætlar aðeins að fjármagna tvær kvikmyndir á ári. Hér er líklegt að þegar niðurskurður verður þá eru konur, sem margar enn bera mesta ábyrgð á heimilunum, líklegastar til að hrökklast frá starfi. Afleiðingarnar eru alvarlegar ekki bara fyrir inngildingu almennt og fjölbreytileika í faginu heldur einnig í birtingamynd kynjanna á þessum öflugasta miðli samtímans auk afleiðingana sem þetta hefur á sjónarhorn okkar sameiginlega sagnarheims og áhrif þess á menningararfleið okkar. WIFT, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, lýsir því yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði þessum og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum. Ekki er um að ræða smávægilegan niðurskurð og hann gæti bitnað óhóflega á kvenkyns og kynsegin kvikmyndagerðarfólki. Virðingarfyllst, Höfundar eru í stjórn Wift á Íslandi. Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Hafdís Kristín Lárusdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, María Lea Ævarsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Sol Berruezo Pichon-Rivière. Sólrún Freyja Sen, Vera Wonder Sölvadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ísland var hástökkvari í Evrópu þegar að kom að aukningu á kvenleikstjórum sem leikstýrðu kvikmyndum frá árunum 2018 til 2022 (sjá mynd 1). Hlutfall kvenleikstjóra fór úr rúmum 13% í rúm 35% leikstjóra á Íslandi samkvæmt rannsókn the European Audiovisual Observatory, sjá hér. Á sama tíma var aukning á kvenkyns klippurum, framleiðendum og kvikmyndatökukonum en erlendar rannsóknir hafa sýnt að með aukningu kvenleikstjóra aukast líkur á að konur séu ráðnar í önnur störf í framleiðslunni. Þessi aukning átti sér stað þegar framlög til Kvikmyndasjóðs Íslands náðu ákveðnu hámarki (sjá mynd 2) og við viljum meina að tengsl séu þarna á milli, þar sem aukið framlag gefur rými fyrir nýliðun í faginu. Það gefur auga leið að til þess að fjölga konum úr 13% í 35% þarf að eiga sér stað mikil nýliðun kvenna. Með auknum framlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands myndaðist rými fyrir nýliðun og rými fyrir konur til að segja sínar sögur. Nú stendur til að skera Kvikmyndasjóð Íslands um a.m.k. fjórðung og má því leiða líkur að því að Ísland taki tvö skref aftur á bak í átt að jöfnuði í faginu. Okkur vantaði ekki nema tæp 15% til að ná í jafnt hlutfall kven- og karlleikstjóra , fyrst allra Evrópuþjóða. Árið 2024 er gert ráð fyrir að 82,7% allra kvikmynda á heimsvísu verði leikstýrt af körlum. Ísland er þjóð sem leggur mikla áherslu á jafnréttissjónarmið og hefur lengi verið fremst þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viljum við ekki sporna við þessari kynjuðu heimsmynd? Til þess þarf pláss og fjármagn fyrir nýliðun kvenna og kvára. Á þessu ári fengu aðeins tvær kvikmyndir framleiðslustyrk en ekki fjórar til sex eins og venjan er. Örfáar konur á Íslandi hafa afrekað að leikstýra fleiri en einni kvikmynd í fullri lengd og mjög lítil nýliðun hefur orðið þar. Þegar kemur að umsókn um fjármögnun frá Kvikmyndasjóði verður því erfitt fyrir konur og kynsegin fólk að keppa við margverðlaunaða karlleikstjóra sem eru með fjölda kvikmynda á ferilskránni, þegar að sjóðurinn ætlar aðeins að fjármagna tvær kvikmyndir á ári. Hér er líklegt að þegar niðurskurður verður þá eru konur, sem margar enn bera mesta ábyrgð á heimilunum, líklegastar til að hrökklast frá starfi. Afleiðingarnar eru alvarlegar ekki bara fyrir inngildingu almennt og fjölbreytileika í faginu heldur einnig í birtingamynd kynjanna á þessum öflugasta miðli samtímans auk afleiðingana sem þetta hefur á sjónarhorn okkar sameiginlega sagnarheims og áhrif þess á menningararfleið okkar. WIFT, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, lýsir því yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði þessum og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum. Ekki er um að ræða smávægilegan niðurskurð og hann gæti bitnað óhóflega á kvenkyns og kynsegin kvikmyndagerðarfólki. Virðingarfyllst, Höfundar eru í stjórn Wift á Íslandi. Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Hafdís Kristín Lárusdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, María Lea Ævarsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Sol Berruezo Pichon-Rivière. Sólrún Freyja Sen, Vera Wonder Sölvadóttir
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun