Milljónagreiðslur haldi stjórnarflokkunum saman Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2024 15:59 Jóhann Páll hefur lítið álit á samstarfi ríkisstjórnarinnar. vísir Ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér að hanga saman fram yfir 25. janúar 2025 til þess að þiggja ríkisstyrk miðað við núverandi þingstyrk, sem nemur mörg hundruð milljónum. Þetta er kenning Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann setti hana fram í ræðustól á Alþingi í dag, undir liðnum „störf þingsins“. Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. Sem dæmi fengu Vinstri græn úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári, fjárhæð sem miðast við 12,6 prósent fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5-4 prósentufylgi. Það sama er uppi á teningnum hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn varðar. Sjálfstæðisflokkurinn þáði rúmlega 158 milljónir króna úr ríkissjóði, mest allra flokka, og Framsókn 115 milljónir króna. Flokkarnir hafa á sama hátt minnkað töluvert í fylgi frá síðustu kosningum, ef miðað er við kannanir. Gera má ráð fyrir að framlög til flokkanna verði á sama reiki á næsta ári, þó heildarframlög lækki úr 692 milljónum í 622 milljónir króna milli ára. Er það vegna þess að kjörtímabilinu lýkur formlega 25. september. Trúðasýning „Og nú er samstarf þessara þriggja flokka orðið að slíkri trúðasýningu og í slíkum henglum að það er eiginlega rangnefni að kalla þetta ríkisstjórn. Það er verið að sóa tíma og orku í stjórnkerfinu og hér á Alþingi í tóma vitleysu, það sjást varla stjórnarmál hérna inni og flest stóru málin eru fyrirfram dauð samkvæmt yfirlýsingum ráðherranna sjálfra,“ sagði Jóhann Páll í dag. „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna.“ Sérhagsmunir þreytulegra flokka Ríkisstjórnin ætli að leggja„ enn einn veturinn á þjóðina“. „Enn einn veturinn þar sem tiltekt í ríkisrekstrinum er slegið á frest, enn einn veturinn þar sem ekki er tekið á brýnum verkefnum í velferðarmálum, samgöngumálum, löggæslumálum, orkumálum, þar sem þröngir sérhagsmunir þriggja þreytulegra stjórnmálaflokka eru teknir fram yfir hagsmuni þjóðar.“ Hann kallar eftir kosningum strax. „Það sem Ísland þarf núna er ný forysta, ný stefna og ný ríkisstjórn sem nær stjórn á efnahagsmálunum, vinnur að aukinni verðmætasköpun og fjárfestingu í landinu og ríkisstjórn sem getur hafist handa við að styrkja velferðarkerfið um allt land.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þetta er kenning Jóhanns Páls Jóhannssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann setti hana fram í ræðustól á Alþingi í dag, undir liðnum „störf þingsins“. Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka er kveðið á um árlega úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í síðustu kosningum og er greitt út 25. janúar ár hvert. Sem dæmi fengu Vinstri græn úthlutað rúmlega 87 milljónum króna á þessu ári, fjárhæð sem miðast við 12,6 prósent fylgi þeirra í síðustu kosningum. Flokkurinn hefur undanfarið mælst með 3,5-4 prósentufylgi. Það sama er uppi á teningnum hvað Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn varðar. Sjálfstæðisflokkurinn þáði rúmlega 158 milljónir króna úr ríkissjóði, mest allra flokka, og Framsókn 115 milljónir króna. Flokkarnir hafa á sama hátt minnkað töluvert í fylgi frá síðustu kosningum, ef miðað er við kannanir. Gera má ráð fyrir að framlög til flokkanna verði á sama reiki á næsta ári, þó heildarframlög lækki úr 692 milljónum í 622 milljónir króna milli ára. Er það vegna þess að kjörtímabilinu lýkur formlega 25. september. Trúðasýning „Og nú er samstarf þessara þriggja flokka orðið að slíkri trúðasýningu og í slíkum henglum að það er eiginlega rangnefni að kalla þetta ríkisstjórn. Það er verið að sóa tíma og orku í stjórnkerfinu og hér á Alþingi í tóma vitleysu, það sjást varla stjórnarmál hérna inni og flest stóru málin eru fyrirfram dauð samkvæmt yfirlýsingum ráðherranna sjálfra,“ sagði Jóhann Páll í dag. „En samt, samt ætla þau að hanga saman, að minnsta kosti fram yfir 25. janúar þegar flokkarnir taka við ríkisstyrkjum upp á mörg hundruð milljóna.“ Sérhagsmunir þreytulegra flokka Ríkisstjórnin ætli að leggja„ enn einn veturinn á þjóðina“. „Enn einn veturinn þar sem tiltekt í ríkisrekstrinum er slegið á frest, enn einn veturinn þar sem ekki er tekið á brýnum verkefnum í velferðarmálum, samgöngumálum, löggæslumálum, orkumálum, þar sem þröngir sérhagsmunir þriggja þreytulegra stjórnmálaflokka eru teknir fram yfir hagsmuni þjóðar.“ Hann kallar eftir kosningum strax. „Það sem Ísland þarf núna er ný forysta, ný stefna og ný ríkisstjórn sem nær stjórn á efnahagsmálunum, vinnur að aukinni verðmætasköpun og fjárfestingu í landinu og ríkisstjórn sem getur hafist handa við að styrkja velferðarkerfið um allt land.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira