Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2024 10:28 Friðrik X Danakonungur og Mary drottning eiginkona hans tóku á móti forsetahjónunum Höllu Tómasdóttur og Birni Skúlasyni í gær. Þau héldu til Amalíuborgarhallar með hestvagni en þar heilsaði Margrét Þórhildur Danadrottning stuttlega upp á þau. Getty/Martin Sylvest Andersen Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær. Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru stödd í opinberri heimsókn í Danmörku ásamt stórri sendinefnd frá Íslandi og hlutu höfðinglegar móttökur dönsku konungshjónanna í gær. Í morgun ávörpuðu bæði forseti Íslands og Friðrik X Danakonungur viðskiptaþing í höfuðstöðvum Dansk Industri, systursamtaka Samtaka Iðnaðarins. Næst lá leið Höllu í Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Copenhagen Business School, en hún talaði stuttlega við íslenska og danska fjölmiðla á leið sinni af viðskiptaráðstefnunni. Halla var meðal annars spurð hvað hún hafi lært í heimsókninni til þessa. „Danmörk er bæði hlýtt og vinalegt landa að heimsækja. Konungshjónin eru afar vinalegt fólk. En ég hef líka lært að Danmörk, líkt og Ísland, er lausnamiðað land. Það eru svo mörg dæmi um það hvernig við ef við vinnum saman getum leyst úr mörgum áskorunum sem heimsbyggðin stendur frami fyrir,“ svaraði Halla. Þá hafi það komið henni skemmtilega á óvart að Margrét Þórhildur Danadrottning. „Það kom afar skemmtilega á óvart. Hún er stór kvenfyrirmynd mín og góð vinkona okkar fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta Íslands, frúr Vigdísar Finnbogadóttur. Svo það var mjög gaman líkt og allt annað í heimsókninni. Þetta hefur verið ævintýri fyrir mig að vera hér,“ segir Halla. Grænar lausnir og aukið samstarf í orku- og loftslagsmálum Viðskiptaþingið er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar Íslands sem er stödd í Danmörku í tengslum við heimsókn forsetans til Kaupmannahafnar. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar um fimmtíu íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptaþinginu í dag með fulltrúum danskra fyrirtækja þar sem meðal annars er rætt um orkumál, grænar lausnir og samstarf þjóðanna. Í morgun undirrituðu fulltrúar Grænvangs og State of Green í Danmörku undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf þeirra á milli. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem hefur það að markmiði að stuðla að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Dansk Industri að þetta væri í fyrsta sinn sem svo stór viðskiptasendinefnd frá Íslandi komi til Danmerkur. Friðrik X konungur rifjaði upp heimsókn sína til Íslands fyrir þremur árum ræðu sinni á viðskiptaþinginu. Í heimsókninni hafi hann lært margt, meðal annars um kolefnisbindingu, tækniþróun, vísindi, nýsköpun og mikilvægi samstarfs á sviði grænnar orku. Halla nýtti tækifærið í sinni ræðu til að ýtreka mikilvægi norrænnar samvinnu, meðal annars á sviði mannréttinda í víðtækum skilningi og nefndi sérstaklega réttindi kvenna og hinsegin fólks og frjálsa fjölmiðla. Þá hvatti hún til áframhaldandi samstarfs á sviði sjálfbærni og mikilvægi hreinnarorku. Þá tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þátt í pallborðsumræðum ásamt Lars Aagard, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins auk annarra. Forseti Íslands Danmörk Halla Tómasdóttir Orkumál Loftslagsmál Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eru stödd í opinberri heimsókn í Danmörku ásamt stórri sendinefnd frá Íslandi og hlutu höfðinglegar móttökur dönsku konungshjónanna í gær. Í morgun ávörpuðu bæði forseti Íslands og Friðrik X Danakonungur viðskiptaþing í höfuðstöðvum Dansk Industri, systursamtaka Samtaka Iðnaðarins. Næst lá leið Höllu í Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Copenhagen Business School, en hún talaði stuttlega við íslenska og danska fjölmiðla á leið sinni af viðskiptaráðstefnunni. Halla var meðal annars spurð hvað hún hafi lært í heimsókninni til þessa. „Danmörk er bæði hlýtt og vinalegt landa að heimsækja. Konungshjónin eru afar vinalegt fólk. En ég hef líka lært að Danmörk, líkt og Ísland, er lausnamiðað land. Það eru svo mörg dæmi um það hvernig við ef við vinnum saman getum leyst úr mörgum áskorunum sem heimsbyggðin stendur frami fyrir,“ svaraði Halla. Þá hafi það komið henni skemmtilega á óvart að Margrét Þórhildur Danadrottning. „Það kom afar skemmtilega á óvart. Hún er stór kvenfyrirmynd mín og góð vinkona okkar fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta Íslands, frúr Vigdísar Finnbogadóttur. Svo það var mjög gaman líkt og allt annað í heimsókninni. Þetta hefur verið ævintýri fyrir mig að vera hér,“ segir Halla. Grænar lausnir og aukið samstarf í orku- og loftslagsmálum Viðskiptaþingið er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar Íslands sem er stödd í Danmörku í tengslum við heimsókn forsetans til Kaupmannahafnar. Í viðskiptasendinefndinni eru fulltrúar um fimmtíu íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í viðskiptaþinginu í dag með fulltrúum danskra fyrirtækja þar sem meðal annars er rætt um orkumál, grænar lausnir og samstarf þjóðanna. Í morgun undirrituðu fulltrúar Grænvangs og State of Green í Danmörku undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf þeirra á milli. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda sem hefur það að markmiði að stuðla að framþróun í loftslagsmálum og grænum lausnum. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Dansk Industri að þetta væri í fyrsta sinn sem svo stór viðskiptasendinefnd frá Íslandi komi til Danmerkur. Friðrik X konungur rifjaði upp heimsókn sína til Íslands fyrir þremur árum ræðu sinni á viðskiptaþinginu. Í heimsókninni hafi hann lært margt, meðal annars um kolefnisbindingu, tækniþróun, vísindi, nýsköpun og mikilvægi samstarfs á sviði grænnar orku. Halla nýtti tækifærið í sinni ræðu til að ýtreka mikilvægi norrænnar samvinnu, meðal annars á sviði mannréttinda í víðtækum skilningi og nefndi sérstaklega réttindi kvenna og hinsegin fólks og frjálsa fjölmiðla. Þá hvatti hún til áframhaldandi samstarfs á sviði sjálfbærni og mikilvægi hreinnarorku. Þá tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir þátt í pallborðsumræðum ásamt Lars Aagard, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins auk annarra.
Forseti Íslands Danmörk Halla Tómasdóttir Orkumál Loftslagsmál Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira