„Við þurfum að taka okkar sénsa“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 10:01 Sverrir Ingi Ingason, leikmaður íslenska landsliðsins. „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá,“ segir landsliðsmaðurinn í fótbolta. Sverrir Ingi Ingason sem mætti í góðu formi og sáttur með lífið til móts við íslenska landsliðið sem á framundan tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeild UEFA. Sverrir samdi við gríska stórliðið Panathinaikos í sumar eftir að hafa leikið lykilhlutverk í liði FC Midtjylland sem stóð uppi sem danskur meistari í maí. Sverrir, sem hefur þurft að glíma við sinn skerf af meiðslum upp á síðkastið, er nú aftur kominn á fullt skrið aftur og kann vel við sig í Aþenu en hann hafði áður verið á mála hjá PAOK í Grikklandi. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn aftur til Grikklands. Líður eins og ég sé kominn aftur heim. Maður þekkir allt. Auðvitað var sumarið hjá mér skrítið að mörgu leiti. Ég náði ekki góðu og löngu undirbúningstímabili og var fljótlega farinn að spila fullt af leikjum sem gerði það að verkum að ég lenti í smá meiðslum. Hef náð að jafna mig af því núna og finnst ég vera á góðum stað. Vonandi get ég hjálpað landsliðinu eins mikið og ég get.“ Sverrir gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í hjarta varnarlínu Íslands og lýst honum vel á möguleika liðsins í fyrri leiknum gegn Wales á laugardalsvelli á föstudaginn kemur. Wales er að taka sín fyrstu spor undir stjórn goðsagnarinnar Craig Bellamy og hefur byrjað Þjóðadeildina vel með jafntefli gegn Tyrklandi og Sigri gegn Svartfjallalandi. „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá. Við vitum að þegar við erum þéttir til baka þá getum við varist á móti hvaða mótherja sem er. Það verður mjög mikilvægt að við tökum þá sénsa sem við fáum. Náum að skora úr þeim.“ Viðtalið við Sverri Inga í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira
Sverrir samdi við gríska stórliðið Panathinaikos í sumar eftir að hafa leikið lykilhlutverk í liði FC Midtjylland sem stóð uppi sem danskur meistari í maí. Sverrir, sem hefur þurft að glíma við sinn skerf af meiðslum upp á síðkastið, er nú aftur kominn á fullt skrið aftur og kann vel við sig í Aþenu en hann hafði áður verið á mála hjá PAOK í Grikklandi. „Ég er gríðarlega ánægður með að vera kominn aftur til Grikklands. Líður eins og ég sé kominn aftur heim. Maður þekkir allt. Auðvitað var sumarið hjá mér skrítið að mörgu leiti. Ég náði ekki góðu og löngu undirbúningstímabili og var fljótlega farinn að spila fullt af leikjum sem gerði það að verkum að ég lenti í smá meiðslum. Hef náð að jafna mig af því núna og finnst ég vera á góðum stað. Vonandi get ég hjálpað landsliðinu eins mikið og ég get.“ Sverrir gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í hjarta varnarlínu Íslands og lýst honum vel á möguleika liðsins í fyrri leiknum gegn Wales á laugardalsvelli á föstudaginn kemur. Wales er að taka sín fyrstu spor undir stjórn goðsagnarinnar Craig Bellamy og hefur byrjað Þjóðadeildina vel með jafntefli gegn Tyrklandi og Sigri gegn Svartfjallalandi. „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá. Við vitum að þegar við erum þéttir til baka þá getum við varist á móti hvaða mótherja sem er. Það verður mjög mikilvægt að við tökum þá sénsa sem við fáum. Náum að skora úr þeim.“ Viðtalið við Sverri Inga í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira