Heilbrigðisráðherra tekur stórt skref í krabbameinsforvörnum Halla Þorvaldsdóttir skrifar 10. október 2024 13:33 Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. Ein af hverjum níu konum á Íslandi getur reiknað með að fá brjóstakrabbamein á lífsleiðinni og nýgengið fer því miður vaxandi. Ástæðurnar eru að hluta til tengdar lífsstíl. Að meðaltali fá 266 konur á Íslandi brjóstakrabbamein á hverju ári. Í árslok 2023 voru 3.943 konur á lífi sem fengið höfðu krabbamein í brjóst en því miður deyja að meðaltali 50 konur á hverju ári úr brjóstakrabbameinum. Almennt eru krabbamein sjúkdómar eldra fólks en meðalaldur kvenna sem fá brjóstakrabbamein er einungis 61 ár. Í skimun er hægt að greina krabbamein í brjóstum áður en það fer að valda einkennum. Því miður er skimun er ekki óbrigðul og þrátt fyrir reglubundna þátttöku í skimunum er ekki tryggt að meinin finnist. Skimunin er hins vegar besta leiðin til að greina meinin snemma. Íslensk gögn sýna að krabbamein sem greinast í skimum eru ólíklegri til að hafa komið aftur fimm árum síðar en ef þau koma aftur eru þau almennt á vægara stigi og því viðráðanlegri. Af því má í stuttu máli draga þá ályktun að bæði lífshorfur og lífsgæði kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein í skimun geti verið betri en þegar meinin greinast út frá einkennum. Með nánast gjaldfrjálsri skimun er stórri hindrun hrint út vegi. Út frá könnunum Krabbameinsfélagsins og tilraunaverkefni félagsins á árunum 2019 og 2020 vitum við að gjaldfrjáls skimun mun gera ákveðnum hluta kvenna kleift að nýta boð í skimun og vera veruleg hvatning til annarra að mæta. Konur á Íslandi standa nú jafnfætis þegar kemur að þátttöku í skimunum óháð efnahag. Þetta er risastórt fagnaðarskref. Í kjölfar þessarar breytingar má búast við að bókanir í skimanir aukist verulega og mikilvægt er að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti brugðist við eftirspurninni með nægu framboði af tímum, hvort sem er á Akureyri, í Reykjavík eða á skoðunarstöðum um allt land. Krabbameinstilvikum mun fjölga mjög mikið á næstu árum og öllu skiptir að beita forvörnum til að draga úr fjölguninni eða grípa meinin snemma þannig að meðferð verði árangursríkari og mögulega minna íþyngjandi. Heilbrigðisráðherra hefur með þessari ákvörðun sýnt að hann setur málin í forgang. Stórt baráttumál sem Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess hafa lengi beitt sér fyrir er í höfn. Í dag segjum við húrra fyrir heilbrigðisráðherra og hvetjum konur til að sýna í verki að ákvörðunin skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Stór áfangi er í höfn - heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að skimun fyrir krabbameinum í brjóstum verði gjaldfrjáls eða því sem næst. Gjaldið fer úr rúmum 6.000 krónum í 500 krónur. Ein af hverjum níu konum á Íslandi getur reiknað með að fá brjóstakrabbamein á lífsleiðinni og nýgengið fer því miður vaxandi. Ástæðurnar eru að hluta til tengdar lífsstíl. Að meðaltali fá 266 konur á Íslandi brjóstakrabbamein á hverju ári. Í árslok 2023 voru 3.943 konur á lífi sem fengið höfðu krabbamein í brjóst en því miður deyja að meðaltali 50 konur á hverju ári úr brjóstakrabbameinum. Almennt eru krabbamein sjúkdómar eldra fólks en meðalaldur kvenna sem fá brjóstakrabbamein er einungis 61 ár. Í skimun er hægt að greina krabbamein í brjóstum áður en það fer að valda einkennum. Því miður er skimun er ekki óbrigðul og þrátt fyrir reglubundna þátttöku í skimunum er ekki tryggt að meinin finnist. Skimunin er hins vegar besta leiðin til að greina meinin snemma. Íslensk gögn sýna að krabbamein sem greinast í skimum eru ólíklegri til að hafa komið aftur fimm árum síðar en ef þau koma aftur eru þau almennt á vægara stigi og því viðráðanlegri. Af því má í stuttu máli draga þá ályktun að bæði lífshorfur og lífsgæði kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein í skimun geti verið betri en þegar meinin greinast út frá einkennum. Með nánast gjaldfrjálsri skimun er stórri hindrun hrint út vegi. Út frá könnunum Krabbameinsfélagsins og tilraunaverkefni félagsins á árunum 2019 og 2020 vitum við að gjaldfrjáls skimun mun gera ákveðnum hluta kvenna kleift að nýta boð í skimun og vera veruleg hvatning til annarra að mæta. Konur á Íslandi standa nú jafnfætis þegar kemur að þátttöku í skimunum óháð efnahag. Þetta er risastórt fagnaðarskref. Í kjölfar þessarar breytingar má búast við að bókanir í skimanir aukist verulega og mikilvægt er að Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri geti brugðist við eftirspurninni með nægu framboði af tímum, hvort sem er á Akureyri, í Reykjavík eða á skoðunarstöðum um allt land. Krabbameinstilvikum mun fjölga mjög mikið á næstu árum og öllu skiptir að beita forvörnum til að draga úr fjölguninni eða grípa meinin snemma þannig að meðferð verði árangursríkari og mögulega minna íþyngjandi. Heilbrigðisráðherra hefur með þessari ákvörðun sýnt að hann setur málin í forgang. Stórt baráttumál sem Krabbameinsfélagið og aðildarfélög þess hafa lengi beitt sér fyrir er í höfn. Í dag segjum við húrra fyrir heilbrigðisráðherra og hvetjum konur til að sýna í verki að ákvörðunin skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun