Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 14:33 Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir allar framkvæmdir sem búa til aðgengi á jöklum þar sem það var ekki fyrir séu ólöglegar. Banaslys varð í íshellaferð Ice Pic Journeys á Breiðamerkurjökli í sumar. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. Þetta staðfestir Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mbl.is sagði fyrst frá kærunni og að Niflheimar fengju ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum í Breiðamerkurjökul. Öll leyfi til íshellaferða runnu út í september. Auk Niflheima fær Ice Pic Journeys leyfi sitt til íshellaferða ekki endurnýjað á meðan lögreglurannsókn á banaslysinu er enn í gangi, að sögn Ingibjargar. Ferðamaðurinn sem lést var í ferð á vegum Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann og konu hans sem var með barni. Konan slasaðist en komst lífs af. Ingibjörg segir þjóðgarðinn telja það að búa til nýjan íshelli eða ráðast í stórfelldar framkvæmdir á þeim varða við lög um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúrunverndarlög og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. „Allt sem snýr að því að búa til aðgengi sem er ekki til staðar fyrir, við teljum það óheimilt,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókninni á banaslysinu á Breiðamerkurjökli miði vel. Enginn sé með stöðu sakbornings í henni og hún beinist ekki að því að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Eftir eigi þó að fara yfir málið hjá ákærusviði lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið en Sveinn Kristjáns vonast til þess að það geti orðið fljótlega. Ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi Birgi Þór Júlíussyni, einum eigenda Niflheima, og Steinunni Hödd Harðardóttur, þjóðgarðsverði í Vatnajökulsþjóðgarði, bar ekki saman í frétt mbl um hvort að fyrirtækið hefði óskað eftir leyfi til þess að nota gasbrennara til þess að bæta aðgengi að svelgnum í jöklinum sem var markaðssettur sem íshellir. Birgir Þór sagðist hafa fengið munnlegt leyfi en Steinunn sagði vel geta verið að leyfi hefði verið veitt fyrir aðgengisvinnu en að hún myndi ekki eftir samskiptum um gasbrennara. Ingibjörg framkvæmdastjóri segir við Vísi að henni sé ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem kæran snýst um. Þjóðgarðurinn hafi ítrekað það við ferðaþjónustufyrirtækin að leyfi þurfi fyrir öllum framkvæmdum í jöklinum. „Okkar afstaða er alveg skýr með það. Ef að menn vilja fara í einhverja aðgengisvinnu sem snýr að því að höggva kannski einhver þrep eða eitthvað svoleiðis verða þeir að óska eftir því og bera það undir okkur. Við erum að búa til ferli fyrir það.“ Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þetta staðfestir Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mbl.is sagði fyrst frá kærunni og að Niflheimar fengju ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum í Breiðamerkurjökul. Öll leyfi til íshellaferða runnu út í september. Auk Niflheima fær Ice Pic Journeys leyfi sitt til íshellaferða ekki endurnýjað á meðan lögreglurannsókn á banaslysinu er enn í gangi, að sögn Ingibjargar. Ferðamaðurinn sem lést var í ferð á vegum Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann og konu hans sem var með barni. Konan slasaðist en komst lífs af. Ingibjörg segir þjóðgarðinn telja það að búa til nýjan íshelli eða ráðast í stórfelldar framkvæmdir á þeim varða við lög um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúrunverndarlög og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. „Allt sem snýr að því að búa til aðgengi sem er ekki til staðar fyrir, við teljum það óheimilt,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókninni á banaslysinu á Breiðamerkurjökli miði vel. Enginn sé með stöðu sakbornings í henni og hún beinist ekki að því að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Eftir eigi þó að fara yfir málið hjá ákærusviði lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið en Sveinn Kristjáns vonast til þess að það geti orðið fljótlega. Ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi Birgi Þór Júlíussyni, einum eigenda Niflheima, og Steinunni Hödd Harðardóttur, þjóðgarðsverði í Vatnajökulsþjóðgarði, bar ekki saman í frétt mbl um hvort að fyrirtækið hefði óskað eftir leyfi til þess að nota gasbrennara til þess að bæta aðgengi að svelgnum í jöklinum sem var markaðssettur sem íshellir. Birgir Þór sagðist hafa fengið munnlegt leyfi en Steinunn sagði vel geta verið að leyfi hefði verið veitt fyrir aðgengisvinnu en að hún myndi ekki eftir samskiptum um gasbrennara. Ingibjörg framkvæmdastjóri segir við Vísi að henni sé ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem kæran snýst um. Þjóðgarðurinn hafi ítrekað það við ferðaþjónustufyrirtækin að leyfi þurfi fyrir öllum framkvæmdum í jöklinum. „Okkar afstaða er alveg skýr með það. Ef að menn vilja fara í einhverja aðgengisvinnu sem snýr að því að höggva kannski einhver þrep eða eitthvað svoleiðis verða þeir að óska eftir því og bera það undir okkur. Við erum að búa til ferli fyrir það.“
Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50
Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31