Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. október 2024 18:31 Stjarnan Valur Bónus Deild Karla Haust 2024 vísir/Diego Stjarnan sótti 87-86 sigur á Meistaravelli í æsispennandi leik gegn KR þar sem ein tæknivilla hafði heilmikil áhrif. Linards Jaunzems fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir, en klúðraði báðum skotum. KR byrjaði betur og tók tíu stiga forystu í fyrsta leikhluta, sem einkenndist af leiftrandi snöggum sóknarbolta. Stjarnan herti vörnina og hægði aðeins á leiknum í öðrum leikhluta. Jöfnuðu og hefðu líklega tekið forystuna ef ekki væri fyrir Vlatko Granic, sem bar KR-liðið á herðum sér á löngum kafla í leikhlutanum. Varði skot, sótti villur og sóknarfráköst, gríðarmikilvægur þegar liðið þurfti sannarlega á því að halda. Nimrod Hilliard bætti svo upp fyrir slakan leikhluta með því að setja flautaþrist og KR fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forystu, 46-43. Stjarnan byrjaði seinni hálfleik af krafti og tók sjö stiga forystu, 49-56, en KR átti nokkur spil uppi í erminni. Vlatko Granic hélt sínu striki, Tóti Turbo kveikti í áhorfendum með afturstigs þriggja stiga skoti og Veigar Áki átti áhlaupið sem kom KR aftur yfir. Staðan 70-66 þegar fjórði leikhluti fór af stað. Vörn vinnur leiki og þar lá áhersla beggja liða undir lokin, lítið um opin skot og sóknirnar sem gengu upp enduðu samt yfirleitt á vítalínunni. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir setti Linards Jaunzems þriggja stiga skot sem stækkaði forystu KR í sex stig, hetja á þeim tímapunkti en það átti eftir að breytast. Atvik leiksins Stjarnan nýtti næstu sóknir vel og komst yfir með ótrúlegum hætti. Þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum munaði tveimur stigum, Stjarnan var með boltann og sex sekúndur á skotklukkunni. Nimrod Hilliard sló boltann úr hendi sóknarmanns en fékk ekki villuna sem hann vildi sjá dæmda. Það var varamannabekkur KR alls ekki sáttur við, mótmælti og sló í skilti, sem skilaði sér í tæknivillu. Þannig breytist tveggja stiga forskot KR í eitt stig, skotklukkan var endurstillt og Stjarnan fékk nýja sókn. Þar setti Hilmar Smári niður fáránlegt skot sem átti eftir að vinna leikinn, datt aftur fyrir sig en fleygði boltanum í spjaldið og ofan í. Í lokasókninni komst Linards á vítalínuna, stigi undir. Hann hefði getað jafnað eða unnið leikinn fyrir KR, en klúðraði báðum vítum. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór prímus mótór liðsins að venju. Hilmar Smári með fína frammistöðu og sigurkörfuna. Viktor Jónas átti vondan dag og var snemma í villuvandræðum. Í liði KR var Nimrod Hilliard erfiður viðureignar og Vlatko Granic átti stórgóðan leik. Linards er skúrkur kvöldsins, hefði mátt hitta úr allavega öðru skotinu. Stemning og umgjörð Stórkostleg stemning og áhorfendur voru verðlaunaðir með frábærum leik. KR-ingar höfðu hátt allan tímann og stóðu í stúkunni síðustu mínúturnar. Þetta á eftir að reynast liðum deildarinnar erfiður heimavöllur í vetur. Dómarar Virkilega vafasöm ákvörðun að dæma tæknivillu á varamannabekk KR. Glæddi nýju lífi í Stjörnuna, sóknin var ekki álitleg fyrir, en þegar liðið fær frítt vítaskot og nýja skotklukku breytir það öllu. Þríeykið var víst búið að vara bekkinn við fyrr í leiknum, en það er aldrei gott þegar svona ákvörðun ræður úrslitum. Viðtöl „Ekki mörg lið að fara að vinna hér í vetur“ Baldur Þór Ragnarson, þjálfari Stjörnunnarvísir / diego „Hrikalega erfiður leikur. Bæði lið með ákveðin gæði og við vorum í tómum vandræðum með að stoppa þá. Góðir spilarar í mörgum stöðum og við vorum að ströggla, barningsleikur þar sem var erfitt að skora boltanum,“ sagði Baldur Þór Ragnarson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik. Hann var svo spurður hvernig tilfinningin hefði verið, að standa á hliðarlínunni og horfa á Linards taka tvö víti sem hefðu getað unnið leikinn fyrir KR. „Þú ert alveg inni í leiknum bara, svo kemur flautið og annað hvort líður þér vel eða ömurlega. Þarna er maður bara með fókus á leiknum, það er bara þannig sem manni líður.“ Baldur sagði að lokum hversu sáttur hann væri byrjun sinna manna á tímabilinu og það væru „ekki mörg lið að fara að vinna hér [á Meistaravöllum] í vetur“. Bónus-deild karla KR Stjarnan
Stjarnan sótti 87-86 sigur á Meistaravelli í æsispennandi leik gegn KR þar sem ein tæknivilla hafði heilmikil áhrif. Linards Jaunzems fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn af vítalínunni þegar hálf sekúnda var eftir, en klúðraði báðum skotum. KR byrjaði betur og tók tíu stiga forystu í fyrsta leikhluta, sem einkenndist af leiftrandi snöggum sóknarbolta. Stjarnan herti vörnina og hægði aðeins á leiknum í öðrum leikhluta. Jöfnuðu og hefðu líklega tekið forystuna ef ekki væri fyrir Vlatko Granic, sem bar KR-liðið á herðum sér á löngum kafla í leikhlutanum. Varði skot, sótti villur og sóknarfráköst, gríðarmikilvægur þegar liðið þurfti sannarlega á því að halda. Nimrod Hilliard bætti svo upp fyrir slakan leikhluta með því að setja flautaþrist og KR fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forystu, 46-43. Stjarnan byrjaði seinni hálfleik af krafti og tók sjö stiga forystu, 49-56, en KR átti nokkur spil uppi í erminni. Vlatko Granic hélt sínu striki, Tóti Turbo kveikti í áhorfendum með afturstigs þriggja stiga skoti og Veigar Áki átti áhlaupið sem kom KR aftur yfir. Staðan 70-66 þegar fjórði leikhluti fór af stað. Vörn vinnur leiki og þar lá áhersla beggja liða undir lokin, lítið um opin skot og sóknirnar sem gengu upp enduðu samt yfirleitt á vítalínunni. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir setti Linards Jaunzems þriggja stiga skot sem stækkaði forystu KR í sex stig, hetja á þeim tímapunkti en það átti eftir að breytast. Atvik leiksins Stjarnan nýtti næstu sóknir vel og komst yfir með ótrúlegum hætti. Þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum munaði tveimur stigum, Stjarnan var með boltann og sex sekúndur á skotklukkunni. Nimrod Hilliard sló boltann úr hendi sóknarmanns en fékk ekki villuna sem hann vildi sjá dæmda. Það var varamannabekkur KR alls ekki sáttur við, mótmælti og sló í skilti, sem skilaði sér í tæknivillu. Þannig breytist tveggja stiga forskot KR í eitt stig, skotklukkan var endurstillt og Stjarnan fékk nýja sókn. Þar setti Hilmar Smári niður fáránlegt skot sem átti eftir að vinna leikinn, datt aftur fyrir sig en fleygði boltanum í spjaldið og ofan í. Í lokasókninni komst Linards á vítalínuna, stigi undir. Hann hefði getað jafnað eða unnið leikinn fyrir KR, en klúðraði báðum vítum. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór prímus mótór liðsins að venju. Hilmar Smári með fína frammistöðu og sigurkörfuna. Viktor Jónas átti vondan dag og var snemma í villuvandræðum. Í liði KR var Nimrod Hilliard erfiður viðureignar og Vlatko Granic átti stórgóðan leik. Linards er skúrkur kvöldsins, hefði mátt hitta úr allavega öðru skotinu. Stemning og umgjörð Stórkostleg stemning og áhorfendur voru verðlaunaðir með frábærum leik. KR-ingar höfðu hátt allan tímann og stóðu í stúkunni síðustu mínúturnar. Þetta á eftir að reynast liðum deildarinnar erfiður heimavöllur í vetur. Dómarar Virkilega vafasöm ákvörðun að dæma tæknivillu á varamannabekk KR. Glæddi nýju lífi í Stjörnuna, sóknin var ekki álitleg fyrir, en þegar liðið fær frítt vítaskot og nýja skotklukku breytir það öllu. Þríeykið var víst búið að vara bekkinn við fyrr í leiknum, en það er aldrei gott þegar svona ákvörðun ræður úrslitum. Viðtöl „Ekki mörg lið að fara að vinna hér í vetur“ Baldur Þór Ragnarson, þjálfari Stjörnunnarvísir / diego „Hrikalega erfiður leikur. Bæði lið með ákveðin gæði og við vorum í tómum vandræðum með að stoppa þá. Góðir spilarar í mörgum stöðum og við vorum að ströggla, barningsleikur þar sem var erfitt að skora boltanum,“ sagði Baldur Þór Ragnarson, þjálfari Stjörnunnar eftir leik. Hann var svo spurður hvernig tilfinningin hefði verið, að standa á hliðarlínunni og horfa á Linards taka tvö víti sem hefðu getað unnið leikinn fyrir KR. „Þú ert alveg inni í leiknum bara, svo kemur flautið og annað hvort líður þér vel eða ömurlega. Þarna er maður bara með fókus á leiknum, það er bara þannig sem manni líður.“ Baldur sagði að lokum hversu sáttur hann væri byrjun sinna manna á tímabilinu og það væru „ekki mörg lið að fara að vinna hér [á Meistaravöllum] í vetur“.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti