

Bónus-deild karla
Leikirnir

Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld
Fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta og einn reyndasti körfuboltamaður Íslands í dag verður í hlutverki nýliðans í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í kvöld.
Fréttir í tímaröð

Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni
Ármann vann í kvöld þriðja leikinn í einvíginu við Hamar um laust sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð.

„Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“
„Ég er í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik,“ sagði Hlynur Bæringsson, gamli landsliðsfyrirliðinn sem enn lætur til sín taka á körfuboltavellinum og er kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

„Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“
Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Álftanes tapaði fyrir Tindastóli í gær. Eftir leikinn fóru sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds yfir feril Harðar Axels.

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Hörður Axel Vilhjálmsson er hættur í körfubolta. Álftanes féll úr leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og Hörður tilkynnti eftir leik að skórnir væru á leið upp á hillu.

„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Grikkinn reynslumikli, Dimitrios Agravanis, var stigahæstur Tindastólsmanna í kvöld þegar liðið lagði Álftanes 90-105 og tryggði sér þar með farseðilinn í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla.

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Hamar jafnaði úrslitaeinvígið upp á sæti í úrvalsdeildinni 1-1 með 122-103 sigri gegn Ármanni.

Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit
Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn.

„Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“
Jeremy Pargo var alsæll þegar hann mætti í settið hjá Bónus Körfuboltakvöldi eftir ævintýralegan sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 95-92, í Smáranum í gær.

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins.

Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára
Grindavík náði að knýja fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Grindavík vann í kvöld 95-92 sigur eftir magnaða endurkomu.

„Ég hef hluti að gera hér“
DeAndre Kane átti stórkostlegan leik fyrir Grindavík sem vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudag.

Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“
Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga.

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í ótrúlegum sigri Tindastóls á Álftanesi í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Bónus deild karla í körfubolta.

Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins
Sigtryggur Arnar Björnsson eignaðist barn rétt áður en Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Sigtryggur Arnar var þó ekki á fæðingadeildinni og er klár í slaginn.

Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur
Það var pressa á báðum liðum í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Stólarnir þurftu að verja sinn heimavöll og gestirnir verða að sækja í það minnsta einn sigur norður en staðan í einvíginu var 1-1 fyrir leikinn í kvöld.

Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið
Tindastóll á stuðningsmenn víða og þar á meðal á hinu háa Alþingi þar sem Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, flutti ræður í Tindastólstreyju í tilefni dagsins.

„Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, segir pressuna á liðinu ekki meiri fyrir leik kvöldsins gegn Álftanesi í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta sökum þeirrar staðreyndar að þeir leiki á heimavelli og að einvígið sé nú í járnum.

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Umhyggjuhöllin stóð ekki alveg undir nafni þegar Stjarnan og Grindavík áttust við í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman og hnefarnir voru látnir tala.

Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum
DeAndre Kane var sæll og sáttur eftir sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 91-105, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Hann segir að tapið í öðrum leiknum hafi verið eitt það erfiðasta á löngum ferli.

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld.

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Grindavík minnkaði muninn í 2-1 í rimmu sinni við Stjörnuna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta með 91-105 sigri sínum í þriðja leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld.

„Ég saknaði þín“
Justin James átti frábæran leik í gær þegar Álftanes jafnaði metin á móti deildarmeisturum Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. James var valinn Just Wingin' It leikmaður leiksins og mætti á háborðið til Stefáns Árna og sérfræðinganna eftir leikinn.