Efla Hagstofuna í kjölfar talnaruglsins Árni Sæberg skrifar 11. október 2024 14:13 Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem skila á tillögum um hvernig megi efla Hagstofu Íslands sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu. Í tuilkynningu þess efnis segir að nefndinni séjafnframt falið að skila tillögum um hvernig megi best mæta auknum upplýsingaþörfum samfélagsins og nýta gervigreind við öflun, úrvinnslu og birtingu opinberra tölfræðiupplýsinga. „Tækifæri eru fyrir hendi til að efla Hagstofuna sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og stuðla þannig að bættu aðgengi greinenda og almennings að gögnum og tryggja áreiðanlegri birtingu mikilvægra opinberra tölfræðiupplýsinga.“ Mikilvægar tölur reiknaðar rangt Talsverða athygli vakti í vikunni þegar Bjarni greindi frá því að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna hafi verið ofmetnar um fimm þúsund. Einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi frá vinnu hafi verið skilgreindir sem starfsfólk ríkisstofanna í stað þess að vera skilgreindir í því rekstrarformi sem þeir unnu í áður en þeir fóru í fæðingarorlof. Bjarni sagði slíkar villur hið versta mál. Einnig var greint frá því í febrúar að íbúar á Íslandi væru talsvert færri en opinberar hagtölur hefðu bent til. Þar af leiðandi hafi hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur bentu til og verðmætasköpun á mann orðin hin sama og fyrir faraldur, þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Konráð formaður Í tilkynningu segir að nefndina skipi Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sem verði formaður nefndarinnar, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri, Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin muni í starfi sínu leita álits opinberra aðila sem sinna söfnun, úrvinnslu og birtingu tölfræðiupplýsinga sem og notenda. Nefndin muni skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. maí 2025. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í tuilkynningu þess efnis segir að nefndinni séjafnframt falið að skila tillögum um hvernig megi best mæta auknum upplýsingaþörfum samfélagsins og nýta gervigreind við öflun, úrvinnslu og birtingu opinberra tölfræðiupplýsinga. „Tækifæri eru fyrir hendi til að efla Hagstofuna sem miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og stuðla þannig að bættu aðgengi greinenda og almennings að gögnum og tryggja áreiðanlegri birtingu mikilvægra opinberra tölfræðiupplýsinga.“ Mikilvægar tölur reiknaðar rangt Talsverða athygli vakti í vikunni þegar Bjarni greindi frá því að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna hafi verið ofmetnar um fimm þúsund. Einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi frá vinnu hafi verið skilgreindir sem starfsfólk ríkisstofanna í stað þess að vera skilgreindir í því rekstrarformi sem þeir unnu í áður en þeir fóru í fæðingarorlof. Bjarni sagði slíkar villur hið versta mál. Einnig var greint frá því í febrúar að íbúar á Íslandi væru talsvert færri en opinberar hagtölur hefðu bent til. Þar af leiðandi hafi hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur bentu til og verðmætasköpun á mann orðin hin sama og fyrir faraldur, þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. Konráð formaður Í tilkynningu segir að nefndina skipi Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, sem verði formaður nefndarinnar, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, hagstofustjóri, Sigurður Páll Ólafsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Nefndin muni í starfi sínu leita álits opinberra aðila sem sinna söfnun, úrvinnslu og birtingu tölfræðiupplýsinga sem og notenda. Nefndin muni skila tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. maí 2025.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira