Evrópumeistararnir lögðu Dani og Sviss en án stiga 12. október 2024 20:45 Spánverjar fagna sigrinum. Vísir/Getty Danir voru í efsta sæti fjórða riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar fyrir leikinn í kvöld. Spánverjar voru tveimur stigum á eftir og gátu því farið uppfyrir Dani í töflunni með sigri. Leikurinn var fremur rólegur og var aðeins eitt mark skorað. Það gerði Martin Zubimendi á 79. mínútu en Zubimendi var orðaður við Liverpool lengi vel í sumar og hefur síðustu daga verið sagður á lista Manchester City yfir leikmenn sem þeir vilja fá til að fylla skarð Rodri. Spánverjar voru sterkari aðilinn í leiknum í dag og áttu Danir aðeins eitt skot sem hitti mark Spánverja. Í hinum leik riðilsins unnu Serbar 2-0 sigur á Sviss. Nico Elvedi skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik sem kom Serbíu í forystu og Aleksandr Mitrovic bætti öðru marki við í síðari hálfleiknum. Spánverjar eru nú efstir í riðlinum með sjö stig en Danir í öðru sæti með sex. Serbía er með fjögur stig í þriðja sæti en Sviss án stiga á botninum. Þjóðadeild karla í fótbolta
Danir voru í efsta sæti fjórða riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar fyrir leikinn í kvöld. Spánverjar voru tveimur stigum á eftir og gátu því farið uppfyrir Dani í töflunni með sigri. Leikurinn var fremur rólegur og var aðeins eitt mark skorað. Það gerði Martin Zubimendi á 79. mínútu en Zubimendi var orðaður við Liverpool lengi vel í sumar og hefur síðustu daga verið sagður á lista Manchester City yfir leikmenn sem þeir vilja fá til að fylla skarð Rodri. Spánverjar voru sterkari aðilinn í leiknum í dag og áttu Danir aðeins eitt skot sem hitti mark Spánverja. Í hinum leik riðilsins unnu Serbar 2-0 sigur á Sviss. Nico Elvedi skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik sem kom Serbíu í forystu og Aleksandr Mitrovic bætti öðru marki við í síðari hálfleiknum. Spánverjar eru nú efstir í riðlinum með sjö stig en Danir í öðru sæti með sex. Serbía er með fjögur stig í þriðja sæti en Sviss án stiga á botninum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti