Frábær aukaspyrna í sigri Englands á Finnum Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 15:17 Trent Alexander-Arnold skoraði frábært mark úr aukaspyrnu í Helsinki. Getty/Michael Regan Englendingar svöruðu fyrir sig eftir tapið á heimavelli gegn Grikkjum á fimmtudag, með 3-1 útisigri gegn Finnum í Helsinki í dag, í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Finnar töpuðu fyrir lærisveinum Heimis Hallgrímssonar frá Írlandi á heimavelli á fimmtudaginn, og eru enn án stiga í riðlinum eftir fjóra leiki. Englendingar eru núna með níu stig líkt og Grikkland, en Írland með þrjú stig, fyrir leik Grikklands og Írlands í Aþenu í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með tveimur umferðum í nóvember. Jack Grealish kom Englandi yfir á 18. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Angel Gomes. Finnar fengu tvö stórgóð færi til að jafna metin en nýttu þau ekki og í staðinn komst England í 2-0 á 74. mínútu, þegar Trent Alexander-Arnold skoraði úr frábærri aukaspyrnu. Varamaðurinn Ollie Watkins lagði svo upp þriðja markið fyrir Declan Rice áður en Arttu Hoskonen minnkaði muninn fyrir Finnland. Þjóðadeild karla í fótbolta
Englendingar svöruðu fyrir sig eftir tapið á heimavelli gegn Grikkjum á fimmtudag, með 3-1 útisigri gegn Finnum í Helsinki í dag, í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Finnar töpuðu fyrir lærisveinum Heimis Hallgrímssonar frá Írlandi á heimavelli á fimmtudaginn, og eru enn án stiga í riðlinum eftir fjóra leiki. Englendingar eru núna með níu stig líkt og Grikkland, en Írland með þrjú stig, fyrir leik Grikklands og Írlands í Aþenu í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með tveimur umferðum í nóvember. Jack Grealish kom Englandi yfir á 18. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Angel Gomes. Finnar fengu tvö stórgóð færi til að jafna metin en nýttu þau ekki og í staðinn komst England í 2-0 á 74. mínútu, þegar Trent Alexander-Arnold skoraði úr frábærri aukaspyrnu. Varamaðurinn Ollie Watkins lagði svo upp þriðja markið fyrir Declan Rice áður en Arttu Hoskonen minnkaði muninn fyrir Finnland.