Frá­bær aukaspyrna í sigri Eng­lands á Finnum

Sindri Sverrisson skrifar
Trent Alexander-Arnold skoraði frábært mark úr aukaspyrnu í Helsinki.
Trent Alexander-Arnold skoraði frábært mark úr aukaspyrnu í Helsinki. Getty/Michael Regan

Englendingar svöruðu fyrir sig eftir tapið á heimavelli gegn Grikkjum á fimmtudag, með 3-1 útisigri gegn Finnum í Helsinki í dag, í 2. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Finnar töpuðu fyrir lærisveinum Heimis Hallgrímssonar frá Írlandi á heimavelli á fimmtudaginn, og eru enn án stiga í riðlinum eftir fjóra leiki. 

Englendingar eru núna með níu stig líkt og Grikkland, en Írland með þrjú stig, fyrir leik Grikklands og Írlands í Aþenu í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með tveimur umferðum í nóvember.

Jack Grealish kom Englandi yfir á 18. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Angel Gomes. Finnar fengu tvö stórgóð færi til að jafna metin en nýttu þau ekki og í staðinn komst England í 2-0 á 74. mínútu, þegar Trent Alexander-Arnold skoraði úr frábærri aukaspyrnu. 

Varamaðurinn Ollie Watkins lagði svo upp þriðja markið fyrir Declan Rice áður en Arttu Hoskonen minnkaði muninn fyrir Finnland.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira