Þurfi ekki skarpskyggni til að sjá krísuástandið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 16:41 Að mati Eiríks eru margar mögulegar ástæður fyrir fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar „Það er krísuástand á stjórnarheimilinu. Það blasir við okkur. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá það,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Að sögn Eiríks liggur ekki fyrir hvað verður eða hver ætlunin með fundinum sé. „Það liggur ekki ljóst fyrir enn þá. En það eru auðvitað nokkrir möguleikar. Það gæti verið að flokkurinn treysti sér ekki lengur til að vera í þessu stjórnarsamstarfi. Formaðurinn gæti hugað að brotthvarfi. Eða þá að það sé einfaldlega verið að lægja öldurnar með þá fyrirætlun að halda þessu gangandi.“ Í dag sagði formaður Vinstri grænna að ríkisstjórnin væri í vanda stödd og formaður Framsóknarflokksins sagði samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð. Eiríkur man ekki til þess að höfuð flokkanna hafi talað með þessum hætti í þessu samstarfi. „Frá og með landsfundi Vinstri grænna, og jafnvel fyrr, er stjórnarsamstarfinu efnislega lokið í þeirri merkingu að ríkisstjórnin reyni að ná saman um stór mál og sameinist um að koma þeim í gegnum Alþingi. Það er hlutverk ríkisstjórna og því er lokið í þessari ríkisstjórnar.“ Hann segir að „de facto“ sé eiginleg starfsstjórn tekin við taumunum. Það þurfi í sjálfu sér ekki að skapa neitt neyðarástand þar sem hver flokkur stjórni sínum málaflokkum fram að kosningum. Slík staða hafi komið fram áður og jafnvel töluvert áður en þing er rofið. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Að sögn Eiríks liggur ekki fyrir hvað verður eða hver ætlunin með fundinum sé. „Það liggur ekki ljóst fyrir enn þá. En það eru auðvitað nokkrir möguleikar. Það gæti verið að flokkurinn treysti sér ekki lengur til að vera í þessu stjórnarsamstarfi. Formaðurinn gæti hugað að brotthvarfi. Eða þá að það sé einfaldlega verið að lægja öldurnar með þá fyrirætlun að halda þessu gangandi.“ Í dag sagði formaður Vinstri grænna að ríkisstjórnin væri í vanda stödd og formaður Framsóknarflokksins sagði samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð. Eiríkur man ekki til þess að höfuð flokkanna hafi talað með þessum hætti í þessu samstarfi. „Frá og með landsfundi Vinstri grænna, og jafnvel fyrr, er stjórnarsamstarfinu efnislega lokið í þeirri merkingu að ríkisstjórnin reyni að ná saman um stór mál og sameinist um að koma þeim í gegnum Alþingi. Það er hlutverk ríkisstjórna og því er lokið í þessari ríkisstjórnar.“ Hann segir að „de facto“ sé eiginleg starfsstjórn tekin við taumunum. Það þurfi í sjálfu sér ekki að skapa neitt neyðarástand þar sem hver flokkur stjórni sínum málaflokkum fram að kosningum. Slík staða hafi komið fram áður og jafnvel töluvert áður en þing er rofið.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira