EuroLeague er Meistaradeild körfuboltans en þar keppa stærstu og bestu lið Evrópu.
ALBA þurfi á endanum að sætta sig við fimmtán stiga tap, 88-73 en leikurinn fór fram á Spáni.
Barcelona var aðeins sex stigum yfir í hálfleik, 43-37, en var mun sterkari á lokakafla leiksins þar sem liðið vann fjórða leikhlutann 25-19.
Martin var með þrettán stig og fimm stoðsendingar í leiknum. Hann hitti úr 5 af 10 skotum sínum og úr 3 af 4 vítaskotum.
Hann var bæði stigahæstur og stoðsendingahæstur hjá þýska liðinu.
ALBA Berlin hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í EuroLeague á þessu tímabili.