Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 21:14 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er hann yfirgaf fundinn um hálf sex í dag. Vísir/Vilhelm „Eftir mikið haverí verður stærsta fréttin úr Valhöll þennan sólarhringinn hvort MR eða Versló vinnur ræðukeppni.“ Þetta segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook-færslu en fjölmargir hafa tekið til máls á samfélagsmiðlum til að ræða ríkisstjórnina, skyndilegan fund Sjálfstæðisflokksins í dag og framtíð stjórnmála á Íslandi. Sigmar vísar í færslu sinni til þess að boðað var til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins með skömmum fyrirvara í dag í Valhöll þar sem var lagt mat á stjórnarsamstarfið en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Menntskælingar fögnuðu er fundinum lauk Í kvöld hafði verið skipulögð ræðukeppni á milli Verzlunarskóla Íslands og MR í Valhöll en þegar að fundurinn var boðaður var óljóst hvort að það myndi verða úr keppninni enda óvíst hve lengi fundurinn myndi standa yfir. Fundinum lauk þó um hálf sex og gátu menntskælingar því tekið upp gleði sína á ný. skjáskot Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson velti því fyrir sér hvort að ríkisstjórnin myndi falla í dag. Skjáskot Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, stakk upp á því í athugasemd við færslu Sveins að einhver myndi setja upp vefslóðina www.errikisstjorninfallin.is. Leiðtogafundurinn í Höfða og Valhöll Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, líkti biðinni fyrir utan Valhöll og þögninni sem fylgdi við biðina fyrir utan Höfða þegar að leiðtogafundurinn fór fram árið 1986. Skjáskot Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um ríkisstjórnina og sagði að núverandi ástand væri ekki boðlegt en það var rétt áður en að fundur Sjálfstæðisflokksins hófst. Skjáskot Þá spurði hún kímin í athugasemd hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lesið færslu hennar eftir að fundur þingflokksins hófst. X lét til sín taka Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lét sig ekki vanta í umræðunni um ríkisstjórnina. Skjáskot Notendur á samfélagsmiðlinum X tjáðu létu sig ekki vanta í umræðuna. Spennandi að sjá ef það verður ný rikisstjorn hvort BB stokkar upp í eigin ràðherraliði og hvort lesa megi í það einhverjar átakalínur varðandi komandi formannskjör XD. pic.twitter.com/UmNwCaz1ls— Andrés Jónsson (@andresjons) October 11, 2024 slúttið bara þessari ríkisstjórn og gefið okkur kosningar það trúir enginn á þetta samstarf lengur. Just make it stop— 💎 Donna 💎 @naglalakk.bsky.social (@naglalakk) October 11, 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Þetta segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook-færslu en fjölmargir hafa tekið til máls á samfélagsmiðlum til að ræða ríkisstjórnina, skyndilegan fund Sjálfstæðisflokksins í dag og framtíð stjórnmála á Íslandi. Sigmar vísar í færslu sinni til þess að boðað var til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins með skömmum fyrirvara í dag í Valhöll þar sem var lagt mat á stjórnarsamstarfið en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Menntskælingar fögnuðu er fundinum lauk Í kvöld hafði verið skipulögð ræðukeppni á milli Verzlunarskóla Íslands og MR í Valhöll en þegar að fundurinn var boðaður var óljóst hvort að það myndi verða úr keppninni enda óvíst hve lengi fundurinn myndi standa yfir. Fundinum lauk þó um hálf sex og gátu menntskælingar því tekið upp gleði sína á ný. skjáskot Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson velti því fyrir sér hvort að ríkisstjórnin myndi falla í dag. Skjáskot Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, stakk upp á því í athugasemd við færslu Sveins að einhver myndi setja upp vefslóðina www.errikisstjorninfallin.is. Leiðtogafundurinn í Höfða og Valhöll Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, líkti biðinni fyrir utan Valhöll og þögninni sem fylgdi við biðina fyrir utan Höfða þegar að leiðtogafundurinn fór fram árið 1986. Skjáskot Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um ríkisstjórnina og sagði að núverandi ástand væri ekki boðlegt en það var rétt áður en að fundur Sjálfstæðisflokksins hófst. Skjáskot Þá spurði hún kímin í athugasemd hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lesið færslu hennar eftir að fundur þingflokksins hófst. X lét til sín taka Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lét sig ekki vanta í umræðunni um ríkisstjórnina. Skjáskot Notendur á samfélagsmiðlinum X tjáðu létu sig ekki vanta í umræðuna. Spennandi að sjá ef það verður ný rikisstjorn hvort BB stokkar upp í eigin ràðherraliði og hvort lesa megi í það einhverjar átakalínur varðandi komandi formannskjör XD. pic.twitter.com/UmNwCaz1ls— Andrés Jónsson (@andresjons) October 11, 2024 slúttið bara þessari ríkisstjórn og gefið okkur kosningar það trúir enginn á þetta samstarf lengur. Just make it stop— 💎 Donna 💎 @naglalakk.bsky.social (@naglalakk) October 11, 2024
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira