„Þetta eru nöfnin sem munu (og ættu) að drottna yfir hinum nýju og gömlu miðlum,“ segir í upphafi greinarinnar.
Þar eru nöfn á borð við Charli D'amilio, Druski og Sean Evans sem eru yngri kynslóðum sennilega kunn. Öll eiga „áhrifavaldarnir“ sameiginlegt að hafa milljónir fylgjenda á miðlunum.
Laufey vann sín fyrstu Grammy-verðlaun í ár en í upphafi ferilsins var hún mjög dugleg að sýna frá tónlistinni og óhætt að segja að vinsældir hennar í tónlistinni að hluta þökk sé vinsældum á samfélagsmiðlum. Á TikTok er hún til að mynda með um 6,5 milljónir fylgjenda.
Hér að neðan má sjá nokkur vinsæl Tiktok-myndbönd Laufeyjar þar sem hún fer á kostum, oft ásamt tvíburasystur sinni Júníu, sem sömuleiðis hefur gert gott mót á miðlunum.
Watch on TikTok
Watch on TikTok
Watch on TikTok
Watch on TikTok
Watch on TikTok