Fótbolti

Svekkelski Karó­línu fyrir leik við liðið sem á hana

Sindri Sverrisson skrifar
Reena Wichmann og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í baráttunni í leiknum í Bremen í dag.
Reena Wichmann og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í baráttunni í leiknum í Bremen í dag. Getty/Christof Koepsel

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, var í liði Leverkusen sem gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Werder Bremen í efstu deild Þýskalands.

Leverkusen komst yfir með marki Caroline Kehrer á 62. mínútu og Karólínu var svo skipt af velli nokkrum mínútum síðar.

Undir lok leiks náði Sophie Weidauer að jafna metin fyrir heimakonur og tryggja þeim stig.

Karólína á nú einn leik eftir fram að landsleikjunum í Bandaríkjunum í lok mánaðar, en það er stórleikur við félagið sem lánaði Leverkusen Karólínu, meistara Bayern München þar sem Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði.

Jafnteflið þýðir að Leverkusen er með 14 stig í 2. sæti eftir sex leiki en Werder Bremen er með 5 stig. Leverkusen er stigi á eftir toppliði Bayern sem á stórleikinn við Wolfsburg í dag til góða.

Amanda hefur í nógu að snúast

Amanda Andradóttir lék allan leikinn fyrir hollensku meistarana í Twente sem urðu að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Excelsior, þrátt fyrir að vera manni fleiri síðustu tíu mínúturnar, og tveimur mönnum fleiri í blálokin. 

Amanda Andradóttir á ferðinni í leiknum við Celtic í Skotlandi í vikunni.Getty

Lynn Groenewegen kom kom Excelsior yfir á 54. mínútu en var svo rekinn af velli á 83. mínútu, skömmu eftir að Jaimy Ravensbergen náði að jafna fyrir Twente. Katelyn Hendriks fékk svo tvö gul spjöld og rautt seint í uppbótartíma en það dugði Twente ekki til sigurs.

Twente hefur því gert tvö jafntefli í fyrstu þremur deildarleikjum sínum á leiktíðinni og er með fimm stig, en liðið stendur í ströngu og á næst heimaleik við Chelsea í Meistaradeild Evrópu, eftir að hafa unnið Celtic á þriðjudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×