Hareide kallar Sævar Atla inn Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:28 Åge Hareide hefur misst tvo öfluga leikmenn út eftir leikinn við Wales í gær. vísir/Anton Åge Hareide landsliðsþjálfari karla í fótbolta hefur bætt sóknarmanninum Sævari Atla Magnússyni í hópinn sem mætir Tyrklandi á mánudagskvöld. Sævar Atli, sem leikur með Lyngby í Danmörku, gæti því spilað sinn sjötta A-landsleik á mánudaginn. Sævar Atli Magnússon (5 leikir) hefur verið kallaður inn í leikmannahóp A landsliðs karla fyrir Þjóðadeildarleikinn við Tyrkland á mánudag. #viðerumÍsland pic.twitter.com/yCp5y68har— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 12, 2024 Hareide valdi 24 leikmenn fyrir leikina við Wales og Tyrkland, og sat Júlíus Magnússon hjá í 2-2 jafnteflinu í gærkvöld þar sem aðeins 23 leikmenn mega vera á skýrslu í hverjum leik. Þeir Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu hins vegar báðir gult spjald í leiknum í gær og eru þar með komnir í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið taka þeir út á mánudaginn. Hareide sagði á blaðamannafundi í gær að ekki yrði kallað í Albert Guðmundsson, sem sýknaður var af nauðgunarákæru á fimmtudaginn, jafnvel þó að það væri heimilt samkvæmt reglum stjórnar KSÍ. „Ég hef ekki haft mikinn tíma til að tala við Albert. Ég sendi honum skilaboð. Ég veit að Jörundur Áki [Sveinsson], yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, talaði við hann," sagði Hareide á blaðamannafundinum í gærkvöld. „Ég held að Albert þurfi tíma núna. Andlega eru dómsmál erfið. Ég er ekki viss um að við getum fengið það besta frá honum núna. Vonandi fáum við hann til baka í nóvember en við þurfum að spila gegn Tyrklandi án hans," sagði Hareide. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Sævar Atli, sem leikur með Lyngby í Danmörku, gæti því spilað sinn sjötta A-landsleik á mánudaginn. Sævar Atli Magnússon (5 leikir) hefur verið kallaður inn í leikmannahóp A landsliðs karla fyrir Þjóðadeildarleikinn við Tyrkland á mánudag. #viðerumÍsland pic.twitter.com/yCp5y68har— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 12, 2024 Hareide valdi 24 leikmenn fyrir leikina við Wales og Tyrkland, og sat Júlíus Magnússon hjá í 2-2 jafnteflinu í gærkvöld þar sem aðeins 23 leikmenn mega vera á skýrslu í hverjum leik. Þeir Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu hins vegar báðir gult spjald í leiknum í gær og eru þar með komnir í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið taka þeir út á mánudaginn. Hareide sagði á blaðamannafundi í gær að ekki yrði kallað í Albert Guðmundsson, sem sýknaður var af nauðgunarákæru á fimmtudaginn, jafnvel þó að það væri heimilt samkvæmt reglum stjórnar KSÍ. „Ég hef ekki haft mikinn tíma til að tala við Albert. Ég sendi honum skilaboð. Ég veit að Jörundur Áki [Sveinsson], yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, talaði við hann," sagði Hareide á blaðamannafundinum í gærkvöld. „Ég held að Albert þurfi tíma núna. Andlega eru dómsmál erfið. Ég er ekki viss um að við getum fengið það besta frá honum núna. Vonandi fáum við hann til baka í nóvember en við þurfum að spila gegn Tyrklandi án hans," sagði Hareide.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira