Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi.
Í dag var leitað á svæðinu með dróna búnum öflugri myndavél.
„Þar voru rakin spor tilkynnenda mjög nákvæmlega auk þess sem sá staður var leitaður sem birnirnir áttu að hafa sést á, í gili skammt frá Kirkjufossi. Engin ummerki var þar að finna um ísbjarnarspor sem þó hefðu átt að blasa við hafi slík dýr verið þar á ferð,“ segir í tilkynningunni og enn fremur:
„Lögreglan telur að þessu sögðu, að höfðu og samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands sem hún hefur verið í nánu sambandi við vegna þessa verkefnis, fullleitað að sinni. Leit verður fram haldið komi frekari vísbendingar fram.“