Leggur fram tillögu um þingrof og kosningar í nóvember Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 13. október 2024 15:40 Bjarni á blaðamannafundinum í Stjórnarráðinu í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Bjarni mun funda með forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Bjarni boðaði til með skömmum fyrirvara í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Bjarni segir að þegar hann líti yfir sviðið og horfi til ýmissa mála sjái hann ekki niðurstöðu sem teldist ásættanleg þvert á stjórnarflokkana. „Ég kemst þess vegna að þessari niðurstöðu,“ segir Bjarni. Hann sagði vaxandi ágreinings hafa gætt innan samstarfsins í haust, og nefnir þar útlendingamál og í orkumálum. „Hælisleitendamálin, að tryggja landamæri og auka skilvirkni, er dæmi um mál sem var minna rætt um í síðustu kosningum en þarf að ræða núna.“ Bjarni segist hafa tekið ákvörðunina eftir vandlega ígrundun, og segir um að ræða stórmál. Hann vildi þó ekki greina frá því hvenær hann hefði byrjað að leiða hugann að stjórnarslitum. Leiðir flokkinn inn í kosningar Bjarni var spurður hvort hann myndi leiða flokkinn inn í næstu kosningar, en að undanförnu hafa verið uppi miklar vangaveltur um framtíð hans í formannsstóli, og hann sjálfur ekki gefið neitt upp, fram að þessu. „Ég er formaður flokksins með sterkt umboð, og axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra þær, eins og ég hef gert síðustu fjögur skipti,“ sagði Bjarni. Ekki korn sem fyllti mælinn Bjarni var spurður hvað hefði verið kornið sem fyllti mælinn, en hann segist ekki vilja nálgast málin með þeim hætti. „Það var fyrirséð að það myndi vaxa spenna í stjórnarsamstarfinu þegar nálgaðist kosningar. Flokkarnir hafa, í þessu stjórnarsamstarfi, eins og allir sjá, ekki verið að ná sér nægilega vel á strik. Ég tel í tilfelli Sjálfstæðisflokksins að margir þeirra sem hafa lýst stuðningi við flokkinn minn, séu að lýsa óánægju með stjórnarsamstarfið þegar þeir gefa sig ekki lengur upp á Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni. Hann sagði bersýnilegt að mikill ágreiningur væri um ákveðin grundvallarmál. Það hafi birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir hælisleitendamál og orkumál. „Vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur, borið saman við það sem ég vil standa fyrir.“ Spurður um ríkisstjórnarsamstarfið hvað snýr að Framsókn segir Bjarni að Framsóknarflokkurinn hafi lagt mikið af mörkum og gegnt lykilhlutverki í ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið mikill ágreiningur við Framsóknarflokkinn um þessi stóru mál,“ sagði Bjarni. Þá vill hann ekki meina að boðað sé til kosninga of seint í ljósi þess hve lengi hafi verið ágreiningur á milli stjórnarflokkanna, einkum milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fylgjast má með fundinum í fréttinni að neðan: Fréttin verður uppfærð. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Bjarni boðaði til með skömmum fyrirvara í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Bjarni segir að þegar hann líti yfir sviðið og horfi til ýmissa mála sjái hann ekki niðurstöðu sem teldist ásættanleg þvert á stjórnarflokkana. „Ég kemst þess vegna að þessari niðurstöðu,“ segir Bjarni. Hann sagði vaxandi ágreinings hafa gætt innan samstarfsins í haust, og nefnir þar útlendingamál og í orkumálum. „Hælisleitendamálin, að tryggja landamæri og auka skilvirkni, er dæmi um mál sem var minna rætt um í síðustu kosningum en þarf að ræða núna.“ Bjarni segist hafa tekið ákvörðunina eftir vandlega ígrundun, og segir um að ræða stórmál. Hann vildi þó ekki greina frá því hvenær hann hefði byrjað að leiða hugann að stjórnarslitum. Leiðir flokkinn inn í kosningar Bjarni var spurður hvort hann myndi leiða flokkinn inn í næstu kosningar, en að undanförnu hafa verið uppi miklar vangaveltur um framtíð hans í formannsstóli, og hann sjálfur ekki gefið neitt upp, fram að þessu. „Ég er formaður flokksins með sterkt umboð, og axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra þær, eins og ég hef gert síðustu fjögur skipti,“ sagði Bjarni. Ekki korn sem fyllti mælinn Bjarni var spurður hvað hefði verið kornið sem fyllti mælinn, en hann segist ekki vilja nálgast málin með þeim hætti. „Það var fyrirséð að það myndi vaxa spenna í stjórnarsamstarfinu þegar nálgaðist kosningar. Flokkarnir hafa, í þessu stjórnarsamstarfi, eins og allir sjá, ekki verið að ná sér nægilega vel á strik. Ég tel í tilfelli Sjálfstæðisflokksins að margir þeirra sem hafa lýst stuðningi við flokkinn minn, séu að lýsa óánægju með stjórnarsamstarfið þegar þeir gefa sig ekki lengur upp á Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni. Hann sagði bersýnilegt að mikill ágreiningur væri um ákveðin grundvallarmál. Það hafi birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir hælisleitendamál og orkumál. „Vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur, borið saman við það sem ég vil standa fyrir.“ Spurður um ríkisstjórnarsamstarfið hvað snýr að Framsókn segir Bjarni að Framsóknarflokkurinn hafi lagt mikið af mörkum og gegnt lykilhlutverki í ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið mikill ágreiningur við Framsóknarflokkinn um þessi stóru mál,“ sagði Bjarni. Þá vill hann ekki meina að boðað sé til kosninga of seint í ljósi þess hve lengi hafi verið ágreiningur á milli stjórnarflokkanna, einkum milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fylgjast má með fundinum í fréttinni að neðan: Fréttin verður uppfærð.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira