„Framkoma Bjarna kom svolítið flatt upp á mann“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 16:43 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Vísir/Vilhelm Það kom flatt upp á Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata, að Bjarni Benediktsson hafi boðað að þing verði rofið og boðað til kosninga með þeim hætti og hann gerði í dag. Hins vegar fagnar hún því að ríkisstjórnin sé sprungin. „Það er búið að liggja í loftinu ansi lengi að þessi ríkisstjórn er sprungin og búin að vera sprungin í lengri tíma. Þannig að það var í sjálfu sér bara tímaspursmál hvenær þau áttuðu sig á því sjálf. En þessi framkoma Bjarna, að mæta og koma með tilkynningu að hann ætli að fara í þingrof á fimmtudaginn kom svolítið flatt upp á mann. Sér í lagi miðað við hans svona fyrirætlanir um að þingið klári fjárlög hans ríkisstjórnar sem að hann er búinn að slíta. Mér finnst það koma svolítið spánskt fyrir sjónir, ég sé ekki alveg hvernig það er framkvæmanlegt,“ segir Þórhildur Sunna. „En það er í sjálfu sér gott að þessi ríkisstjórn fer frá,“ segir Þórhildur Sunna. Píratar séu alltaf tilbúnir í kosningar. Þá segist hún ekki eiga von á að að innanflokksátök sem uppi hafa verið innan Pírata muni setja strik í reikninginn. „Píratar gefa aldrei afslátt af prófkjöri. Við veljum alltaf á sem lýðræðislegan hátt þannig að við þurfum að drífa okkur að skella í prófkjör. Það er algjörlega næsta mál á dagskrá ef að þetta stendur sem Bjarni boðar, kosningar 30. nóvember, þá þurfa listar að vera tilbúnir 30. október.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Það er búið að liggja í loftinu ansi lengi að þessi ríkisstjórn er sprungin og búin að vera sprungin í lengri tíma. Þannig að það var í sjálfu sér bara tímaspursmál hvenær þau áttuðu sig á því sjálf. En þessi framkoma Bjarna, að mæta og koma með tilkynningu að hann ætli að fara í þingrof á fimmtudaginn kom svolítið flatt upp á mann. Sér í lagi miðað við hans svona fyrirætlanir um að þingið klári fjárlög hans ríkisstjórnar sem að hann er búinn að slíta. Mér finnst það koma svolítið spánskt fyrir sjónir, ég sé ekki alveg hvernig það er framkvæmanlegt,“ segir Þórhildur Sunna. „En það er í sjálfu sér gott að þessi ríkisstjórn fer frá,“ segir Þórhildur Sunna. Píratar séu alltaf tilbúnir í kosningar. Þá segist hún ekki eiga von á að að innanflokksátök sem uppi hafa verið innan Pírata muni setja strik í reikninginn. „Píratar gefa aldrei afslátt af prófkjöri. Við veljum alltaf á sem lýðræðislegan hátt þannig að við þurfum að drífa okkur að skella í prófkjör. Það er algjörlega næsta mál á dagskrá ef að þetta stendur sem Bjarni boðar, kosningar 30. nóvember, þá þurfa listar að vera tilbúnir 30. október.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira