Vænlegast fyrir alla að þjóðin fái að kjósa Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2024 19:46 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gengur á fundu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til að óska eftir þingrofi. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hittir forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Hann segir ágreiningsmálin í samstarfinu hafa verið orðin of mörg og alvarleg og því rétt að slíta stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði óvænt til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu klukkan hálf fjögur. Miðað við það sem á undan er gengið undraði kannski engann að hann greindi frá því að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Bjarni sagði að lagt hafi verið upp með í vor þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu að megin áhersla yrði lögð á þrjú viðfangsefni; efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. Með haustinu hafi hins vegar orðið ljóst að það væri greinilega ekki að ganga upp í samstarfinu við Vinstri græn. „Það er upp ágreiningur um aðgerðir í hælisleitendmálum. Það hefur verið opinbert. Við höfum verið í ágreiningi lengi í stjórninni um framtíðarsýn varðandi orkunýtingu. Og nú er það svo að tillögur frá umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hafa verið fastar í ríkisstjórninni um nokkurt skeið, um næsta ramma,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson segir fullreynt að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur nái ekki saman í útlendingamálum, orkumálum og lagareldismálum svo eitthvað væri nefnt.Vísir/Vilhelm Hann sæi heldur ekki að ásættanleg niðurstaða náist um önnur mikilvæg mál fyrir kosningar. Þar mætti nefna frumvarp um lagareldið sem væri dottið út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem verið væri að fjárfesta fyrir milljarða. Eftir fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og oddvitum hinna stjórnarflokkanna um helgina teldi hann ekki miklar líkur á samstöðu um þessi mál. Ríkisstjórnin hafi aftur á móti þrátt fyrir allt náð miklum árangri á sjö árum. „En svo breytast verkefnin. Hælisleitendamálin sem hafa verið í vissum ágreiningi milli flokkanna á þessu kjörtímabili. Og eru að mati okkar áfram mikið forgangsmál. Að tryggja landamærin og grípa til aðgerða til að auka skilvirkni í afgreiðslu mála,“ segir fráfarandi forsætisráðherra. Efnahagsstjórnin verði að gefa svör til komandi ára. „Það þýðir að ríkisstjórnin þarf að geta svarað því hvað stendur til í grænni orkuöflun og nýtingu grænnrar orku til að byggja samfélagið upp til lengri tíma og fara í orkuskiptin. Það þýðir að þegar við erum með nýjar atvinnugreinar að ríkisstjórnin verður að hafa burði til þess að leysa úr efnislegum ágreiningi um lagalegt umhverfi slíkrar atvinnuuppbyggingar til lengri tíma,“ segir Bjarni. Þverrandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum megi örugglega að hluta rekja til óánægju stuðningsmanna með gang stefnumála flokksins. Enda bersýnilegt að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokur hefðu mjög ólíka sýn sem hafi birst víða. Þetta verður í annað sinn sem ríkisstjórn þar sem Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra klárar ekki kjörtímabilið.Vísir/Vilhelm „Það hefur birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir í hælisleitendamál, sem hér eru nefnd. Ég er að nefna hér orkumálin og vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur borið saman við það sem ég vil standa fyrir,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Besti færi á því að stjórnarflokkar hefðu sameiginlega sýn á lykilþætti og á það hefði skort í vaxandi mæli. Því væri farsælast fyrir þjóðina og stjórnarflokkanna að ganga til kosninga. „Og veita þjóðinni það vald að svara þessum stóru spurningum sem flokkarnir geta hver fyrir sig kynnt fyrir kjósendum sínum framtíðarsýn á. Og ef allt gengur eins og ég er hér að leggja upp með munum við Íslendingar ganga til kosninga undir lok nóvembermánaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Bjarni á fund með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í fyrramálið. Forsetinn mun síðan væntanlega eiga fundi með formönnum annarra flokka á morgun. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði óvænt til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu klukkan hálf fjögur. Miðað við það sem á undan er gengið undraði kannski engann að hann greindi frá því að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Bjarni sagði að lagt hafi verið upp með í vor þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu að megin áhersla yrði lögð á þrjú viðfangsefni; efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. Með haustinu hafi hins vegar orðið ljóst að það væri greinilega ekki að ganga upp í samstarfinu við Vinstri græn. „Það er upp ágreiningur um aðgerðir í hælisleitendmálum. Það hefur verið opinbert. Við höfum verið í ágreiningi lengi í stjórninni um framtíðarsýn varðandi orkunýtingu. Og nú er það svo að tillögur frá umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hafa verið fastar í ríkisstjórninni um nokkurt skeið, um næsta ramma,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson segir fullreynt að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur nái ekki saman í útlendingamálum, orkumálum og lagareldismálum svo eitthvað væri nefnt.Vísir/Vilhelm Hann sæi heldur ekki að ásættanleg niðurstaða náist um önnur mikilvæg mál fyrir kosningar. Þar mætti nefna frumvarp um lagareldið sem væri dottið út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem verið væri að fjárfesta fyrir milljarða. Eftir fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og oddvitum hinna stjórnarflokkanna um helgina teldi hann ekki miklar líkur á samstöðu um þessi mál. Ríkisstjórnin hafi aftur á móti þrátt fyrir allt náð miklum árangri á sjö árum. „En svo breytast verkefnin. Hælisleitendamálin sem hafa verið í vissum ágreiningi milli flokkanna á þessu kjörtímabili. Og eru að mati okkar áfram mikið forgangsmál. Að tryggja landamærin og grípa til aðgerða til að auka skilvirkni í afgreiðslu mála,“ segir fráfarandi forsætisráðherra. Efnahagsstjórnin verði að gefa svör til komandi ára. „Það þýðir að ríkisstjórnin þarf að geta svarað því hvað stendur til í grænni orkuöflun og nýtingu grænnrar orku til að byggja samfélagið upp til lengri tíma og fara í orkuskiptin. Það þýðir að þegar við erum með nýjar atvinnugreinar að ríkisstjórnin verður að hafa burði til þess að leysa úr efnislegum ágreiningi um lagalegt umhverfi slíkrar atvinnuuppbyggingar til lengri tíma,“ segir Bjarni. Þverrandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum megi örugglega að hluta rekja til óánægju stuðningsmanna með gang stefnumála flokksins. Enda bersýnilegt að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokur hefðu mjög ólíka sýn sem hafi birst víða. Þetta verður í annað sinn sem ríkisstjórn þar sem Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra klárar ekki kjörtímabilið.Vísir/Vilhelm „Það hefur birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir í hælisleitendamál, sem hér eru nefnd. Ég er að nefna hér orkumálin og vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur borið saman við það sem ég vil standa fyrir,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Besti færi á því að stjórnarflokkar hefðu sameiginlega sýn á lykilþætti og á það hefði skort í vaxandi mæli. Því væri farsælast fyrir þjóðina og stjórnarflokkanna að ganga til kosninga. „Og veita þjóðinni það vald að svara þessum stóru spurningum sem flokkarnir geta hver fyrir sig kynnt fyrir kjósendum sínum framtíðarsýn á. Og ef allt gengur eins og ég er hér að leggja upp með munum við Íslendingar ganga til kosninga undir lok nóvembermánaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Bjarni á fund með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í fyrramálið. Forsetinn mun síðan væntanlega eiga fundi með formönnum annarra flokka á morgun.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira