Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 09:22 Bjarni Benediktsson ræði við fréttamenn fyrir utan Bessastaði áður en hann fór inn á fund Höllu Tómasdóttur forseta. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. Þegar Bjarni ræddi við blaðamenn fyrir utan Bessastaði á leið sinni á fund með forseta sagðist hann ætla að biðja um leyfi til þessa að rjúfa þing. Hann hefði átt samtal við forseta um það. Halla hefði sagt honum að hún vildi fá að meta stöðuna og hann gerði ekki athugasemd við það. Það hvort að því formsatriði að fá heimild til að rjúfa þing lyki á morgun eða á miðvikudaginn hefði áhrif á hvort kosið yrði 23. nóvember eða 30. nóvember. Sagðist Bjarni telja margt mæla með því að heldur yrði stefnt að kosningum 30. nóvember til þess að skapa svigrúm til þess að ljúka fjárlögum og fjárlagatengdum málum á þinginu. Spurður að því hvort að hann teldi að hann fengi leyfið til þingrofs sagði Bjarni að hann teldi öll rök hníga að því. „Það væri afar óvenjulegt ef það gengi ekki eftir.“ Eðlilegt að stjórnin sitji fram að kosningum Bjarni sagðist ekki hafa fundað með hinum stjórnarflokkunum eftir að hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann gerði ráð fyrir að ræða við fulltrúa þeirra. „Mér finnst það eðlilegt að þar sem við erum í raun og veru að stytta kjörtímabilið mjög hressilega og ganga til kosninga fyrr en áður var áætlað, að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Við bara aðlögum okkur að þeim aðstæðum,“ sagði Bjarni. Ef samstarfsflokkarnir kysu að gera það ekki bæðist Bjarni lausnar og þá tæki væntanlega starfsstjórn við fram að kosningum. „Ég sé ekkert sérstakt unnið með því í neinu samhengi, hvorki fyrir þingið né stjórnarflokkana,“ sagði Bjarni um mögulega starfsstjórn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Þegar Bjarni ræddi við blaðamenn fyrir utan Bessastaði á leið sinni á fund með forseta sagðist hann ætla að biðja um leyfi til þessa að rjúfa þing. Hann hefði átt samtal við forseta um það. Halla hefði sagt honum að hún vildi fá að meta stöðuna og hann gerði ekki athugasemd við það. Það hvort að því formsatriði að fá heimild til að rjúfa þing lyki á morgun eða á miðvikudaginn hefði áhrif á hvort kosið yrði 23. nóvember eða 30. nóvember. Sagðist Bjarni telja margt mæla með því að heldur yrði stefnt að kosningum 30. nóvember til þess að skapa svigrúm til þess að ljúka fjárlögum og fjárlagatengdum málum á þinginu. Spurður að því hvort að hann teldi að hann fengi leyfið til þingrofs sagði Bjarni að hann teldi öll rök hníga að því. „Það væri afar óvenjulegt ef það gengi ekki eftir.“ Eðlilegt að stjórnin sitji fram að kosningum Bjarni sagðist ekki hafa fundað með hinum stjórnarflokkunum eftir að hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann gerði ráð fyrir að ræða við fulltrúa þeirra. „Mér finnst það eðlilegt að þar sem við erum í raun og veru að stytta kjörtímabilið mjög hressilega og ganga til kosninga fyrr en áður var áætlað, að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Við bara aðlögum okkur að þeim aðstæðum,“ sagði Bjarni. Ef samstarfsflokkarnir kysu að gera það ekki bæðist Bjarni lausnar og þá tæki væntanlega starfsstjórn við fram að kosningum. „Ég sé ekkert sérstakt unnið með því í neinu samhengi, hvorki fyrir þingið né stjórnarflokkana,“ sagði Bjarni um mögulega starfsstjórn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent