#TakkEinar Ólöf Elefsen skrifar 15. október 2024 08:01 Það má alltaf finna eitthvað jákvætt við öll mál svo ég skal taka að mér að sýna ykkur það jákvæða við ræðu borgarstjórans og klappið sem hann uppskar í kjölfar hennar. Ég vil byrja á því að segja #TakkEinar fyrir falleg orð um helgina. Þessi orð urðu til þess að ég tók ákvörðun um að segja upp starfi mínu og leita nýrra tækifæra á öðrum starfsvettvangi. Starfinu sem ég varði 5 árum í að mennta mig fyrir. Starfinu sem mér hefur alltaf fundist ég vera fædd til að starfa við og hef séð fyrir mér að vinna við svo lengi sem ég lifi. Starfinu sem ég var svo spennt fyrir eftir sumarfríið að ég gat ekki beðið eftir að starfsdögunum lyki svo ég gæti hafið störf með nemendum mínum. #TakkEinar því ef það hefði ekki verið fyrir þín orð og klappinu sem fylgdi þeim, þá hefði ég sennilega haldið áfram að starfa sem kennari. Ég hefði haldið áfram að koma gjörsamlega örmagna heim eftir vinnudaginn og haft litla sem enga orku til að sinna börnunum mínum. Ég hefði haldið áfram að vinna miklu meira en 42,86 klukkustundir á viku. Ég hefði haldið áfram að gráta um mánaðamót þegar ég sæi hversu lítið ég fengi útborgað miðað við það mikla álag sem fylgir starfinu. Ég hefði haldið áfram að mæta í aukavinnuna mína, nýtt lausar stundir þar til að skipuleggja einstaklingsmiðað nám fyrir nemendur mína, en bráðum þarf ég ekki að gera neitt af þessu því ég neyðist til að finna mér nýjan starfsvettvang. #TakkEinar fyrir að benda á veikindafjarvistir starfsmanna skóla. Í dag fór ég hins vegar ekki heim vegna veikinda, heldur fór ég bara heim. Ég er því ekki viss um hvort það teljist veikindi þegar maður getur ekki sinnt starfi sínu vegna þess að tárin streyma stjórnlaust. Þau streymdu stjórnlaust eftir að ég brotnaði saman þegar ég sagði yfirmanni mínum að ég ætlaði að finna mér annan starfsvettvang. Enn og aftur, #TakkEinar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það má alltaf finna eitthvað jákvætt við öll mál svo ég skal taka að mér að sýna ykkur það jákvæða við ræðu borgarstjórans og klappið sem hann uppskar í kjölfar hennar. Ég vil byrja á því að segja #TakkEinar fyrir falleg orð um helgina. Þessi orð urðu til þess að ég tók ákvörðun um að segja upp starfi mínu og leita nýrra tækifæra á öðrum starfsvettvangi. Starfinu sem ég varði 5 árum í að mennta mig fyrir. Starfinu sem mér hefur alltaf fundist ég vera fædd til að starfa við og hef séð fyrir mér að vinna við svo lengi sem ég lifi. Starfinu sem ég var svo spennt fyrir eftir sumarfríið að ég gat ekki beðið eftir að starfsdögunum lyki svo ég gæti hafið störf með nemendum mínum. #TakkEinar því ef það hefði ekki verið fyrir þín orð og klappinu sem fylgdi þeim, þá hefði ég sennilega haldið áfram að starfa sem kennari. Ég hefði haldið áfram að koma gjörsamlega örmagna heim eftir vinnudaginn og haft litla sem enga orku til að sinna börnunum mínum. Ég hefði haldið áfram að vinna miklu meira en 42,86 klukkustundir á viku. Ég hefði haldið áfram að gráta um mánaðamót þegar ég sæi hversu lítið ég fengi útborgað miðað við það mikla álag sem fylgir starfinu. Ég hefði haldið áfram að mæta í aukavinnuna mína, nýtt lausar stundir þar til að skipuleggja einstaklingsmiðað nám fyrir nemendur mína, en bráðum þarf ég ekki að gera neitt af þessu því ég neyðist til að finna mér nýjan starfsvettvang. #TakkEinar fyrir að benda á veikindafjarvistir starfsmanna skóla. Í dag fór ég hins vegar ekki heim vegna veikinda, heldur fór ég bara heim. Ég er því ekki viss um hvort það teljist veikindi þegar maður getur ekki sinnt starfi sínu vegna þess að tárin streyma stjórnlaust. Þau streymdu stjórnlaust eftir að ég brotnaði saman þegar ég sagði yfirmanni mínum að ég ætlaði að finna mér annan starfsvettvang. Enn og aftur, #TakkEinar. Höfundur er kennari.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar