Vilja taka réttindi af íslendingum í ESB og EES Jón Frímann Jónsson skrifar 15. október 2024 10:31 Þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 30. janúar 2020 þá töpuðu ríkisborgarar Bretland öllum réttindum sínum innan Evrópusambandsins. Þetta þýðir meðal annars að Bretar sem vilja flytja til Evrópusambandsins og Íslands þurfa núna að sækja um heimild til þess að búa á Íslandi, sækja um leyfi til þess að vinna á Íslandi eins og allir aðrir þriðja ríkis borgarar sem flytja til Íslands. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá þurft Bretar bara að flytja til Íslands, fá kennitölu og finna sér vinnu. Núna er Bretum einnig óheimilt að vera lengur innan Evrópusambandsins en sem nemur 90 dögum á hverjum 180 dögum. Auk allra annara áhrifa sem Breskir ríkisborgarar urðu fyrir sem ég nefni ekki hérna. Listinn er mjög langur. Með skipulögðum lygum, þá voru öll réttindi Breta tekin af þeim. Réttindi sem þeir höfðu fengið síðan árið 1973 og síðan 1993 þegar stofnað var til Evrópusambandsins. Allt saman á grundvelli lyga, rasisma, fasisma og öfga-hægri mennsku sem er mjög skaðleg þjóðfélögum. Núna vilja andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi gera þetta við Íslendinga. Þar er talað núna um að fríverslunarsamningar séu betri en aðild Íslands að EES í gegnum EFTA. Þetta er ekkert nema kjaftæði og ef af þessu yrði. Þá yrðu íslendingar réttinda lausir eins og Bretar í Evrópusambandinu. Það mundi einnig stöðva útflutning á fiski og landbúnaðarvörum frá Íslandi til Evrópusambandsins í einhverja mánuði, þar sem þá væri Ísland ekki land sem er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES, heldur yrði Ísland þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og þá koma aðrar reglur og kröfur til. Þar sem þessar kröfur eru settar núna í lögum með EES samningum. Fríverslunarsamningur mundi ekki ná yfir þessi atriði, vegna þess að fríverslunarsamningur snýr eingöngu að viðskiptum fyrirtækja í Evrópusambandinu. Almenningur mundi ekki græða neitt á þessu, almenningur mundi tapa öllu á svona breytingu. Íslendingar mundu sem dæmi, tapa réttinum til þess að kaupa húsnæði á Spáni og yrði takmarkaðir við viðveru á Spáni í 90 daga á hverjum 180 dögum. Einnig sem að þá getur spænska ríkið gert þá kröfu um að þeir íslendingar sem færu til Spánar sanni að þeir geti séð um sig og hafi fjárráð til að vera á Spáni. Þetta er reglulega gert við ríkisborgara frá ríkjum utan Evrópusambandsins, EES og Sviss. Það er alveg ljóst að Evrópu andstæðingar á Íslandi hata almenning og vilja og stefna að því að gera líf almennings á Íslandi mun erfiðara en hefur verið hingað til. Íslendingar mundu fara aftur til ársins 1992 varðandi réttindi í Evrópu við útgöngu úr EES samningum. Það á að berjast gegn öllum þeim málflutningi og þeim sem vilja skerða réttindi Íslendinga, skerða fullveldi íslendinga niður í ekki neitt og stórskaða efnahag Íslands með því að minnka hann niður í ekki neitt og koma Íslandi þangað sem það var í kringum árið 1990. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var byggð á lygum og nýjustu kannanir sýna að meira en 60% Breta sjá eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó er ekki víst hvenær Bretland sækir aftur um aðild að Evrópusambandinu og verður aftur aðili. Það ferli gæti tekið marga áratugi að eiga sér stað og ljóst að núverandi ríkisstjórn Bretlands mun ekki gera það. Efnahagur Bretlands er núna um 2,5% til 3% minni en ef Bretlandi hefði verið áfram í Evrópusambandinu og þetta gat mun eingöngu aukast með tímanum. Evrópu andstæðingar á Íslandi vilja gera þetta sama við íslensku þjóðina og sjá ekkert að því. Vegna þess að þeir hugsa ekki um íslensku þjóðina, þeir eru að hugsa um einhverja allt aðra hagsmuni sem ég veit ekki hverjir eru. Höfundur er búsettur í Evrópusambandinu og er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Brexit Jón Frímann Jónsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu þann 30. janúar 2020 þá töpuðu ríkisborgarar Bretland öllum réttindum sínum innan Evrópusambandsins. Þetta þýðir meðal annars að Bretar sem vilja flytja til Evrópusambandsins og Íslands þurfa núna að sækja um heimild til þess að búa á Íslandi, sækja um leyfi til þess að vinna á Íslandi eins og allir aðrir þriðja ríkis borgarar sem flytja til Íslands. Þegar Bretland var í Evrópusambandinu, þá þurft Bretar bara að flytja til Íslands, fá kennitölu og finna sér vinnu. Núna er Bretum einnig óheimilt að vera lengur innan Evrópusambandsins en sem nemur 90 dögum á hverjum 180 dögum. Auk allra annara áhrifa sem Breskir ríkisborgarar urðu fyrir sem ég nefni ekki hérna. Listinn er mjög langur. Með skipulögðum lygum, þá voru öll réttindi Breta tekin af þeim. Réttindi sem þeir höfðu fengið síðan árið 1973 og síðan 1993 þegar stofnað var til Evrópusambandsins. Allt saman á grundvelli lyga, rasisma, fasisma og öfga-hægri mennsku sem er mjög skaðleg þjóðfélögum. Núna vilja andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi gera þetta við Íslendinga. Þar er talað núna um að fríverslunarsamningar séu betri en aðild Íslands að EES í gegnum EFTA. Þetta er ekkert nema kjaftæði og ef af þessu yrði. Þá yrðu íslendingar réttinda lausir eins og Bretar í Evrópusambandinu. Það mundi einnig stöðva útflutning á fiski og landbúnaðarvörum frá Íslandi til Evrópusambandsins í einhverja mánuði, þar sem þá væri Ísland ekki land sem er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES, heldur yrði Ísland þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og þá koma aðrar reglur og kröfur til. Þar sem þessar kröfur eru settar núna í lögum með EES samningum. Fríverslunarsamningur mundi ekki ná yfir þessi atriði, vegna þess að fríverslunarsamningur snýr eingöngu að viðskiptum fyrirtækja í Evrópusambandinu. Almenningur mundi ekki græða neitt á þessu, almenningur mundi tapa öllu á svona breytingu. Íslendingar mundu sem dæmi, tapa réttinum til þess að kaupa húsnæði á Spáni og yrði takmarkaðir við viðveru á Spáni í 90 daga á hverjum 180 dögum. Einnig sem að þá getur spænska ríkið gert þá kröfu um að þeir íslendingar sem færu til Spánar sanni að þeir geti séð um sig og hafi fjárráð til að vera á Spáni. Þetta er reglulega gert við ríkisborgara frá ríkjum utan Evrópusambandsins, EES og Sviss. Það er alveg ljóst að Evrópu andstæðingar á Íslandi hata almenning og vilja og stefna að því að gera líf almennings á Íslandi mun erfiðara en hefur verið hingað til. Íslendingar mundu fara aftur til ársins 1992 varðandi réttindi í Evrópu við útgöngu úr EES samningum. Það á að berjast gegn öllum þeim málflutningi og þeim sem vilja skerða réttindi Íslendinga, skerða fullveldi íslendinga niður í ekki neitt og stórskaða efnahag Íslands með því að minnka hann niður í ekki neitt og koma Íslandi þangað sem það var í kringum árið 1990. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var byggð á lygum og nýjustu kannanir sýna að meira en 60% Breta sjá eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó er ekki víst hvenær Bretland sækir aftur um aðild að Evrópusambandinu og verður aftur aðili. Það ferli gæti tekið marga áratugi að eiga sér stað og ljóst að núverandi ríkisstjórn Bretlands mun ekki gera það. Efnahagur Bretlands er núna um 2,5% til 3% minni en ef Bretlandi hefði verið áfram í Evrópusambandinu og þetta gat mun eingöngu aukast með tímanum. Evrópu andstæðingar á Íslandi vilja gera þetta sama við íslensku þjóðina og sjá ekkert að því. Vegna þess að þeir hugsa ekki um íslensku þjóðina, þeir eru að hugsa um einhverja allt aðra hagsmuni sem ég veit ekki hverjir eru. Höfundur er búsettur í Evrópusambandinu og er rithöfundur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun