Sósíalistaflokkurinn lýsir yfir algjöru neyðarástandi í húsnæðismálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 15. október 2024 14:02 Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist almenningi á ótal marga vegu, en þó hvergi eins alvarlega og í húsnæðismálum. Lengi hefur blasað við að staðan á húsnæðismarkaði hefur verið í algjörum ólestri og kemur það fyrst og fremst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna og hagnast helst þeim sem braska með íbúðir. Hagnaðardrifnir leigusalar og skammtímaleiga til ferðamanna í gegnum vefsíður eins og Airbnb hafa þrengt svo að leigjendum og fyrstu kaupendum að ekki er hægt að tala um annað en neyðarástand í húsnæðismálum. Stærri og stærri hluti af ráðstöfunartekjum fólks fer í húsnæði, stærstur hluti seldra íbúða og nýbygginga fer í hendurnar á fólki sem á íbúð fyrir og ætlar sér að leigja þær út til gróða. Aðgerða er bersýnilega þörf. Strax. Sósíalistaflokkurinn fer fram á fjölda einfaldra og augljósra aðgerða sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði: 1. Tryggja þarf húsnæðisöryggi á öllu landinu. Í því felst að ráðist verði tafarlaust í umfangsmikla uppbyggingu á nýjum íbúðum á félagslegum grunni til þess að bregðast við hinni alvarlegu stöðu sem komin er upp. Sósíalistar leggja til að byggðar verði að lágmarki fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu þremur árum og eftirleiðis nægilegt byggingarmagn á ári í kjölfarið í hlutfalli við íbúafjölda og þarfir á hverjum tíma. Ráðast verður í framkvæmdir strax. 2. Tryggja þarf að þær íbúðir sem verið er að byggja verði nýttar fyrir íbúa landsins, ekki í útleigu í gróðaskyni. Líta skal til Noregs, þar sem sett hafa verið lög sem gera ráð fyrir fjórföldum fasteignaskatti á aðra íbúð sem keypt er. Með því að skattleggja eignir umfram eina má ná fram þeim árangri að draga verulega úr uppsöfnun fjárfesta á íbúðum. Til að tryggja að kostnaðinum sé ekki velt yfir á leigjendur þarf samhliða þeim breytingum að setja fram viðmið um leigu þannig að leiguverð sé í samræmi við aðrar hagstærðir á Íslandi. 3. Einungis verði leyfilegt að leigja út eigið lögheimili í skammtímaleigu, eins og á Airbnb og að skylt verði að birta fasta- og leyfisnúmer eignar á auglýsingum skammtímaleigu áður en til útleigu kemur. Auka þarf eftirlit með skráningum. Gripið hefur verið til þessara aðgerða víðs vegar í löndum í kringum okkur. Hótel eru nú þegar að berjast við að fylla herbergi, sem mörg hver standa auð. Ferðamenn geta gist þar, en ekki í íbúðum á þegar sprungnum íbúðamarkaði. 4. Sækja þarf íbúðir sem hafa verið nýttar til atvinnurekstrar og færa þær til almennings sem fast íbúðarhúsnæði. Það væri hægt að gera með því að breyta skattalögum til að knýja þessar íbúðir í sölu eða á leigumarkað. Slíkt er gert í mörgum löndum þar sem skattar hafa verið notaðir sem verkfæri til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að nota íbúðarhúsnæði sem gróðatæki fyrir örfáa og að það verði þess í stað gert út til fastrar búsetu fyrir fólkið í landinu. 5. Farið verði í að kortleggja umfang íbúða sem standa auðar og íbúða án lögheimilisskráninga og bregðast við eftir atvikum, til að mynda með hærri skattlagningu. Markmiðið með því er að íbúðir standi ekki auðar til lengri tíma. Vísbendingar eru um að þetta sé mjög umfangsmikið vandamál og losa mætti fjöldann allan af íbúðum fyrir fólk til búsetu á meðan beðið væri eftir þeim íbúðum sem sannarlega þarf að byggja. 6. Uppsetning á einingahúsum fari fram til að mæta þeim mikla skorti sem er á íbúðarhúsnæði. Þau hús eru heilt yfir mun ódýrari og hægt að reisa mun hraðar. 7. Taka þarf upp langtímahúsnæðisstefnu á félagslegum grunni sem mætir þeim gríðarlega skorti sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Sósíalistar kynna hér aðeins hluta þeirra aðgerða sem ráðast þarf í. Stöðva þarf blæðinguna. Stöðva þarf braskvæðingu húsnæðismarkaðarins sem mergsýgur almenning á Íslandi. Braskvæðingin hefur stórhækkað fasteignaverð sem viðheldur verðbólgu og bitnar á leigjendum jafnt sem fólki sem vill kaupa sér heimili. Það þarf húsnæðismarkað sem er ætlaður fyrir fólkið í landinu, ekki fyrir gróðasókn braskara. Húsnæði er mannréttindi, ekki verkfæri til auðsöfnunar. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist almenningi á ótal marga vegu, en þó hvergi eins alvarlega og í húsnæðismálum. Lengi hefur blasað við að staðan á húsnæðismarkaði hefur verið í algjörum ólestri og kemur það fyrst og fremst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna og hagnast helst þeim sem braska með íbúðir. Hagnaðardrifnir leigusalar og skammtímaleiga til ferðamanna í gegnum vefsíður eins og Airbnb hafa þrengt svo að leigjendum og fyrstu kaupendum að ekki er hægt að tala um annað en neyðarástand í húsnæðismálum. Stærri og stærri hluti af ráðstöfunartekjum fólks fer í húsnæði, stærstur hluti seldra íbúða og nýbygginga fer í hendurnar á fólki sem á íbúð fyrir og ætlar sér að leigja þær út til gróða. Aðgerða er bersýnilega þörf. Strax. Sósíalistaflokkurinn fer fram á fjölda einfaldra og augljósra aðgerða sem miða að mannúðlegra ástandi á húsnæðismarkaði: 1. Tryggja þarf húsnæðisöryggi á öllu landinu. Í því felst að ráðist verði tafarlaust í umfangsmikla uppbyggingu á nýjum íbúðum á félagslegum grunni til þess að bregðast við hinni alvarlegu stöðu sem komin er upp. Sósíalistar leggja til að byggðar verði að lágmarki fjögur þúsund íbúðir á ári á næstu þremur árum og eftirleiðis nægilegt byggingarmagn á ári í kjölfarið í hlutfalli við íbúafjölda og þarfir á hverjum tíma. Ráðast verður í framkvæmdir strax. 2. Tryggja þarf að þær íbúðir sem verið er að byggja verði nýttar fyrir íbúa landsins, ekki í útleigu í gróðaskyni. Líta skal til Noregs, þar sem sett hafa verið lög sem gera ráð fyrir fjórföldum fasteignaskatti á aðra íbúð sem keypt er. Með því að skattleggja eignir umfram eina má ná fram þeim árangri að draga verulega úr uppsöfnun fjárfesta á íbúðum. Til að tryggja að kostnaðinum sé ekki velt yfir á leigjendur þarf samhliða þeim breytingum að setja fram viðmið um leigu þannig að leiguverð sé í samræmi við aðrar hagstærðir á Íslandi. 3. Einungis verði leyfilegt að leigja út eigið lögheimili í skammtímaleigu, eins og á Airbnb og að skylt verði að birta fasta- og leyfisnúmer eignar á auglýsingum skammtímaleigu áður en til útleigu kemur. Auka þarf eftirlit með skráningum. Gripið hefur verið til þessara aðgerða víðs vegar í löndum í kringum okkur. Hótel eru nú þegar að berjast við að fylla herbergi, sem mörg hver standa auð. Ferðamenn geta gist þar, en ekki í íbúðum á þegar sprungnum íbúðamarkaði. 4. Sækja þarf íbúðir sem hafa verið nýttar til atvinnurekstrar og færa þær til almennings sem fast íbúðarhúsnæði. Það væri hægt að gera með því að breyta skattalögum til að knýja þessar íbúðir í sölu eða á leigumarkað. Slíkt er gert í mörgum löndum þar sem skattar hafa verið notaðir sem verkfæri til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að nota íbúðarhúsnæði sem gróðatæki fyrir örfáa og að það verði þess í stað gert út til fastrar búsetu fyrir fólkið í landinu. 5. Farið verði í að kortleggja umfang íbúða sem standa auðar og íbúða án lögheimilisskráninga og bregðast við eftir atvikum, til að mynda með hærri skattlagningu. Markmiðið með því er að íbúðir standi ekki auðar til lengri tíma. Vísbendingar eru um að þetta sé mjög umfangsmikið vandamál og losa mætti fjöldann allan af íbúðum fyrir fólk til búsetu á meðan beðið væri eftir þeim íbúðum sem sannarlega þarf að byggja. 6. Uppsetning á einingahúsum fari fram til að mæta þeim mikla skorti sem er á íbúðarhúsnæði. Þau hús eru heilt yfir mun ódýrari og hægt að reisa mun hraðar. 7. Taka þarf upp langtímahúsnæðisstefnu á félagslegum grunni sem mætir þeim gríðarlega skorti sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Sósíalistar kynna hér aðeins hluta þeirra aðgerða sem ráðast þarf í. Stöðva þarf blæðinguna. Stöðva þarf braskvæðingu húsnæðismarkaðarins sem mergsýgur almenning á Íslandi. Braskvæðingin hefur stórhækkað fasteignaverð sem viðheldur verðbólgu og bitnar á leigjendum jafnt sem fólki sem vill kaupa sér heimili. Það þarf húsnæðismarkað sem er ætlaður fyrir fólkið í landinu, ekki fyrir gróðasókn braskara. Húsnæði er mannréttindi, ekki verkfæri til auðsöfnunar. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun