Dómarinn í Laugardalnum fór ekki eftir vinnureglum Valur Páll Eiríksson skrifar 15. október 2024 13:10 Sylwestrzak er ekki vinsæll á meðal Íslendinga sem stendur. Anton Brink/Anadolu via Getty Images Starfsreglur UEFA-dómara er varða endurskoðun á VAR segja til um að dómari á velli skuli horfa á myndbönd af atviki áður en hann taki ákvörðun. Ekki dugi að sjá stillimynd. Dómari leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeild UEFA í gær virðist ekki hafa farið eftir þeim reglum þegar hann dæmdi Tyrkjum tvær vítaspyrnur. Dómar gærkvöldsins hafa sætt töluverðri gagnrýni sökum þess hve snöggur Damian Sylwestrzak, pólskur dómari leiksins, var að taka ákvörðun. Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, þá fyrri á 54. mínútu og þá síðari á 67. mínútu. Í útsendingu Stöðvar 2 Sports frá leiknum í gær sést að Sylwestrzak sá aðeins stillimynd af síðara atvikinu áður en hann benti á vítapunktinn. Hann var einnig snöggur að ákveða þá fyrri, en ekki sést eins skýrlega í útsendingu hvað Sylwestrzak fékk að sjá á skjánum í það skiptið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Samkvæmt upplýsingum Vísis fer það þvert gegn þeim vinnureglum sem dómarar eigi að tileinka sér þegar kemur að VAR-dómum. Í þeim reglum komi skýrt fram að dómarar skuli sjá myndskeið af atvikinu sem umræðir á að minnsta kosti 75 prósent hraða áður en ákvörðun er tekin. Þó stillimyndir og hæg endursýning séu einnig leyfðar. Klippa: Umræða um vítið sem var dæmt og vítið sem var ekki dæmt Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leik gærkvöldsins, báðar sökum þess að íslenskur leikmaður handlék boltann innan teigs. Hakan Calhanoglu skoraði úr báðum en markið úr þeirri fyrri var dæmt af þar sem hann rann til og skaut í stoðfót sinn. Ísland vildi víti í leiknum þegar Merih Demiral virtist handleika boltann á marklínu eftir skot Orra Steins Óskarssonar. Þegar kom að því atviki var Sylwestrzak ekki sendur í skjáinn. Landslið karla í fótbolta UEFA Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Dómar gærkvöldsins hafa sætt töluverðri gagnrýni sökum þess hve snöggur Damian Sylwestrzak, pólskur dómari leiksins, var að taka ákvörðun. Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, þá fyrri á 54. mínútu og þá síðari á 67. mínútu. Í útsendingu Stöðvar 2 Sports frá leiknum í gær sést að Sylwestrzak sá aðeins stillimynd af síðara atvikinu áður en hann benti á vítapunktinn. Hann var einnig snöggur að ákveða þá fyrri, en ekki sést eins skýrlega í útsendingu hvað Sylwestrzak fékk að sjá á skjánum í það skiptið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Samkvæmt upplýsingum Vísis fer það þvert gegn þeim vinnureglum sem dómarar eigi að tileinka sér þegar kemur að VAR-dómum. Í þeim reglum komi skýrt fram að dómarar skuli sjá myndskeið af atvikinu sem umræðir á að minnsta kosti 75 prósent hraða áður en ákvörðun er tekin. Þó stillimyndir og hæg endursýning séu einnig leyfðar. Klippa: Umræða um vítið sem var dæmt og vítið sem var ekki dæmt Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leik gærkvöldsins, báðar sökum þess að íslenskur leikmaður handlék boltann innan teigs. Hakan Calhanoglu skoraði úr báðum en markið úr þeirri fyrri var dæmt af þar sem hann rann til og skaut í stoðfót sinn. Ísland vildi víti í leiknum þegar Merih Demiral virtist handleika boltann á marklínu eftir skot Orra Steins Óskarssonar. Þegar kom að því atviki var Sylwestrzak ekki sendur í skjáinn.
Landslið karla í fótbolta UEFA Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira