„Þetta er saga af villigötum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2024 17:01 SAKI í tónlistarmyndbandi við lagið Missa vitið. Íslenski tónlistarmaðurinn SAKI hefur gefið frá sér sína fyrstu plötu, plötuna Dauðvona. Hann segir plötuna vera sögu af villigötum en innblásturinn sótti hann í eigin lífsreynslu. „Þetta er saga, saga af villigötum, af því þegar þú ert á vitlausri leið en nærð svo loksins að finna ljósið,“ segir Ísak Dagur Kristjánsson, tónlistarmaðurinn SAKI í samtali við Vísi. Hann segist lengi hafa unnið í plötunni, síðastliðið eina og hálfa árið. Plötuna hefur hann gert ásamt félaga sínum Snorra Péturssyni sem fram kemur í nokkrum lögum. Á plötunni eru níu lög og er hún sett upp á ákveðinn hátt til að koma sögunni til skila. Sækir innblástur í eigin tilfinningar „Ég lagði ekki upp með það að hafa þetta svona, þetta var ekki planað. Ég ákvað þetta í raun bara allt saman í lokin, þá fattaði ég hvernig ég gæti lagt lögin upp á plötunni til þess að segja þessa sögu. Þetta er sönn saga, þó sumt sé ýkt, þá er þetta allt eitthvað sem varð mér raunverulegur innblástur,“ útskýrir Ísak. Hann segist sækja mikið í tónlist þegar honum líði illa. Með því að semja tónilist fái hann útrás fyrir tilfinningar sínar. Ísak segir að honum finnist því eðli málsins samkvæmt vænt um lögin á plötunni. „Þau minna mig auðvitað á þennan tíma. Hvert lag hefur sína sögu fyrir mér og sína merkingu. Eitt af þeim byrjaði ég að semja í fyrra, lagið „Missa vitið.“ Svo kláraði ég það ekki fyrr en í ár og þá var það komið með nýja meiningu fyrir mér, sem er kannski eitthvað sem ég vil ekki endilega deila.“ Ísak segist fyrst og fremst vera sáttur á þessum tímamótum, að hafa loksins gefið út sína fyrstu plötu. Með plötunni fylgir tónlistarmyndband við lagið Missa vitið en því er leikstýrt af Magnúsi Rönne. „Ég hlakka til að leyfa fólki loksins að sjá það, við lögðum alvöru vinnu í þetta.“ Hann segist engan veginn hættur. Hann einbeiti sér nú að því að fylgja þessari plötu úr hlaði en segist strax byrjaður að semja lög á þá næstu. „Ég er með nokkur í bígerð og vonast til þess að gefa þau út á næsta ári.“ Tónlist Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er saga, saga af villigötum, af því þegar þú ert á vitlausri leið en nærð svo loksins að finna ljósið,“ segir Ísak Dagur Kristjánsson, tónlistarmaðurinn SAKI í samtali við Vísi. Hann segist lengi hafa unnið í plötunni, síðastliðið eina og hálfa árið. Plötuna hefur hann gert ásamt félaga sínum Snorra Péturssyni sem fram kemur í nokkrum lögum. Á plötunni eru níu lög og er hún sett upp á ákveðinn hátt til að koma sögunni til skila. Sækir innblástur í eigin tilfinningar „Ég lagði ekki upp með það að hafa þetta svona, þetta var ekki planað. Ég ákvað þetta í raun bara allt saman í lokin, þá fattaði ég hvernig ég gæti lagt lögin upp á plötunni til þess að segja þessa sögu. Þetta er sönn saga, þó sumt sé ýkt, þá er þetta allt eitthvað sem varð mér raunverulegur innblástur,“ útskýrir Ísak. Hann segist sækja mikið í tónlist þegar honum líði illa. Með því að semja tónilist fái hann útrás fyrir tilfinningar sínar. Ísak segir að honum finnist því eðli málsins samkvæmt vænt um lögin á plötunni. „Þau minna mig auðvitað á þennan tíma. Hvert lag hefur sína sögu fyrir mér og sína merkingu. Eitt af þeim byrjaði ég að semja í fyrra, lagið „Missa vitið.“ Svo kláraði ég það ekki fyrr en í ár og þá var það komið með nýja meiningu fyrir mér, sem er kannski eitthvað sem ég vil ekki endilega deila.“ Ísak segist fyrst og fremst vera sáttur á þessum tímamótum, að hafa loksins gefið út sína fyrstu plötu. Með plötunni fylgir tónlistarmyndband við lagið Missa vitið en því er leikstýrt af Magnúsi Rönne. „Ég hlakka til að leyfa fólki loksins að sjá það, við lögðum alvöru vinnu í þetta.“ Hann segist engan veginn hættur. Hann einbeiti sér nú að því að fylgja þessari plötu úr hlaði en segist strax byrjaður að semja lög á þá næstu. „Ég er með nokkur í bígerð og vonast til þess að gefa þau út á næsta ári.“
Tónlist Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira