Þorsteinn Leó: Ég sá að stúkan var hálf blá Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. október 2024 21:41 Þorsteinn Leó Gunnarsson í hrömmum Alexanders Peterssonar. vísir/Anton Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Porto, bjóst ekki við að lið hans myndi missa dampinn eftir góðan fyrri hálfleik, en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik gegn Val. Valsmenn komu þó til baka og lauk leiknum með jafntefli, 27-27, og deildu liðin stigunum á milli sín í þessari annarri umferð Evrópudeildarinnar. Aðspurður hvort Þorsteinn Leó hafi búist við þessum viðsnúningi í leiknum, þá svaraði hann því neitandi. „Nei alls ekki. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og með mjög góða vörn og við vorum sáttir með þetta og sóknarleikurinn kom upp þarna síðustu 15 í fyrri hálfleik. Svo bara klikkar eitthvað í seinni. Við klikkum á dauðafærum og svo einhvern veginn missum við sjálfstraustið að vera klúðra, Björgvin [Páll Gústavsson] var heitur. Þetta var skrítinn leikur, mjög skrítinn.“ Þorsteinn Leó kom einmitt inn á eftir um korters leik og fannst honum margt breytast með innkomu sinni. Hann hrósar þó Valsmönnum fyrir að hafa lokað á sig í seinni hálfleik. „Já klárlega. Það var eins og þeir voru undirbúnir fyrir mig en ekki alveg á öllum atriðunum, en svo í seinni hálfleik þarf ég bara að taka hatt minn fyrir þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn á móti mér.“ Aðspurður hvernig stemmningin hafi verið inn í klefa Porto í hálfleik þar sem liðið var sjö mörkum yfir, þá svaraði Þorsteinn Leó því á þennan veg. „Við vorum bara mjög léttir inn í klefa, allir brosandi einhvern veginn og héldum að við værum komnir með þetta og ætluðum bara að sigla þessu heim. En svo bara fór sjálfstraustið hjá liðinu. Þetta var mjög sérstakt. Við grófum okkur í einhverja holu sem við komumst ekki upp úr, þetta var svekkjandi.“ Þorsteinn Leó fór út í atvinnumennsku í sumar frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þar sem hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar. Það var því skemmtileg upplifun fyrir Þorstein Leó að fá að spila á Íslandi með nýju félagi, en stór hluti annarrar stúlkunnar var hvít og blá, í Porto litunum. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Þorsteinn Leó tekur á móti honum.vísir/Anton „Geggjuð upplifun, mjög góð stemning. Ég var með svakalega tilhlökkun fyrir þennan leik, ég var mjög spenntur. Ég var búinn að kaupa sjálfur einhverjar 40 treyjur til að koma með hingað. Ég sá að stúkan var hálf blá hérna. Það var mikil tilhlökkun fyrir leiknum en lokaniðurstaðan er svekkjandi,“ sagði Þorsteinn Leó um upplifunina. Aðspurður út í fyrstu mánuði atvinnumennskunnar, segir Þorsteinn Leó það vera draumi líkast. „Þetta er draumur, að vera atvinnumaður og ég er bara að spila handbolta. Þetta er draumurinn minn. Mér finnst þetta gríðarlega gaman að það eina sem ég er að gera er að vera atvinnumaður í handbolta, bara geggjað. Þetta var það sem ég stefndi að síðan ég var krakki. Ég er algjörlega að lifa drauminn.“ Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Aðspurður hvort Þorsteinn Leó hafi búist við þessum viðsnúningi í leiknum, þá svaraði hann því neitandi. „Nei alls ekki. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og með mjög góða vörn og við vorum sáttir með þetta og sóknarleikurinn kom upp þarna síðustu 15 í fyrri hálfleik. Svo bara klikkar eitthvað í seinni. Við klikkum á dauðafærum og svo einhvern veginn missum við sjálfstraustið að vera klúðra, Björgvin [Páll Gústavsson] var heitur. Þetta var skrítinn leikur, mjög skrítinn.“ Þorsteinn Leó kom einmitt inn á eftir um korters leik og fannst honum margt breytast með innkomu sinni. Hann hrósar þó Valsmönnum fyrir að hafa lokað á sig í seinni hálfleik. „Já klárlega. Það var eins og þeir voru undirbúnir fyrir mig en ekki alveg á öllum atriðunum, en svo í seinni hálfleik þarf ég bara að taka hatt minn fyrir þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn á móti mér.“ Aðspurður hvernig stemmningin hafi verið inn í klefa Porto í hálfleik þar sem liðið var sjö mörkum yfir, þá svaraði Þorsteinn Leó því á þennan veg. „Við vorum bara mjög léttir inn í klefa, allir brosandi einhvern veginn og héldum að við værum komnir með þetta og ætluðum bara að sigla þessu heim. En svo bara fór sjálfstraustið hjá liðinu. Þetta var mjög sérstakt. Við grófum okkur í einhverja holu sem við komumst ekki upp úr, þetta var svekkjandi.“ Þorsteinn Leó fór út í atvinnumennsku í sumar frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þar sem hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar. Það var því skemmtileg upplifun fyrir Þorstein Leó að fá að spila á Íslandi með nýju félagi, en stór hluti annarrar stúlkunnar var hvít og blá, í Porto litunum. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Þorsteinn Leó tekur á móti honum.vísir/Anton „Geggjuð upplifun, mjög góð stemning. Ég var með svakalega tilhlökkun fyrir þennan leik, ég var mjög spenntur. Ég var búinn að kaupa sjálfur einhverjar 40 treyjur til að koma með hingað. Ég sá að stúkan var hálf blá hérna. Það var mikil tilhlökkun fyrir leiknum en lokaniðurstaðan er svekkjandi,“ sagði Þorsteinn Leó um upplifunina. Aðspurður út í fyrstu mánuði atvinnumennskunnar, segir Þorsteinn Leó það vera draumi líkast. „Þetta er draumur, að vera atvinnumaður og ég er bara að spila handbolta. Þetta er draumurinn minn. Mér finnst þetta gríðarlega gaman að það eina sem ég er að gera er að vera atvinnumaður í handbolta, bara geggjað. Þetta var það sem ég stefndi að síðan ég var krakki. Ég er algjörlega að lifa drauminn.“
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira