Kennarar í brennidepli – Vanvirðing, skortur á stuðningi og óviðunandi vinnuaðstæður Arnór Heiðar Benónýsson skrifar 16. október 2024 11:02 Á undanförnum dögum hafa skólamál og enn frekar störf kennara verið mikið til umræðu í samfélaginu. Þessari umræðu fagna ég, því hún er svo sannarlega þörf. Það er einfaldlega kominn tími til að við sem samfélag tökum umræðu um skólakerfið, en ekki einungis frá sjónarhorni Viðskiptaráðs eða annarra aðila sem taka einungis afmarkaða þætti fyrir og virðast oft ekki hafa neinn skilning á hvað fer fram á hverjum degi í skólum landsins. Mig langar því að halda umræðunni á lofti og fjalla í þessari grein um það hvernig staða kennara birtist mér. Það hefur ekki leynst neinum að kennarar tóku ekki vel í nýleg ummæli Borgarstjóra Reykjavíkur og má segja að í miðri kjarabaráttu og með yfirvofandi verkföll hafi það verið kornið sem fyllti mælinn hjá flestum. Þetta er þó ekkert nýtt. Kennarar á Íslandi hafa nefnilega lengi búið við það ástand að upplifa skilnings- og virðingarleysi gagnvart störfum þeirra, þrátt fyrir að bera ábyrgð á menntun og uppeldi framtíðarkynslóða. En það er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem kennarar eru í, sem einkennast í auknum mæli af óviðunandi vinnuaðstæðum, yfirvofandi kulnun og skort á faglegum stuðningi. Óásættanleg vinnuaðstaða og vaxandi álag Gríðarlegar kröfur eru gerðar til kennara á sama tíma og starfsumhverfi þeirra hefur hrakað umtalsvert á síðustu árum. Skólar glíma við manneklu, bekkjarstærðir fara stækkandi og nemendahópar eru fjölbreyttari en nokkurn tímann áður. Kennarar eru oftar en ekki að takast á við flókin félagsleg og námsleg vandamál án þess að geta sótt sér viðeigandi stuðning innan úr kerfinu. Það eru því kaldar kveðjur sem kennarar fá frá yfirvöldum þegar kjarasamningar þeirra fá að standa lausir til lengri tíma og einungis er hægt að semja til styttri tíma þegar það tekst yfir höfuð. Svo ekki sé talað um myglu og almennt misgóðar aðstæður í skólabyggingum sem hafa heilsufarslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Hvernig getur menntakerfið staðið undir væntingum þegar óheilnæmt umhverfi dregur beinlínis úr starfsgetu kennara og annars starfsfólks? Skortur á stuðningsúrræðum Stuðningur innan sem utan kennslustofunnar er af skornum skammti. Það vantar til að mynda sérhæft starfsfólk til starfa innan skólakerfisins, svo sem sálfræðinga, þroskaþjálfa og atferlisfræðinga. Fagþekking sérfræðistarfsfólks er grundvallaratriði til að aðstoða kennara við þau krefjandi verkefni sem þeir standa frammi fyrir. Kennarar sjá nefnilega um að veita fjölþætta skólaþjónustu til fjölbreyttra hópa barna með margvíslegar náms- og hegðunaráskoranir, að ógleymdum mismunandi bakgrunni nemenda. Það er óraunhæft að öllum þessum nemendum bjóðist sú aðstoð sem þau eiga rétt á, án nægilegra úrræða og breiðari aðstoðar fagaðila. Staðan í dag veldur því ekki aðeins auknu álagi, heldur bitnar það á endanum á gæðum kennslunnar og skólastarfsins alls. Hvernig ætlar samfélagið að tryggja gæði menntunar með þessu móti? Hvernig bætum við úr stöðunni? Við höfum ítrekað heyrt yfirlýsingar um að „menntakerfið verði að vera forgangsmál,“ en í reynd er lítið gert til að bæta vinnuaðstæður kennara. Hver er svo afleiðingin af því? Jú kennarar um allt land eru að brenna út. Það er ekki bara vandamál fyrir stéttina sjálfa, heldur einnig nemendur og samfélagið allt. Við vitum öll hvað þarf til að leysa í það minnsta stóran hluta þessa vanda, fjölgun stuðningsúrræða, betra jafnvægi milli kennslu og faglegs starfs þess utan og fjárfesting í vinnuaðstæðum. En yfirvöld virðast hikandi við að ráðast í nauðsynlegar ákvarðanir. Krafa um virðingu og úrbætur - ekki innantóm loforð Kennarar krefjast því ekki aðeins betri launa, heldur einnig virðingar. Virðingar fyrir því starfi sem þeir inna af hendi á hverjum degi við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Það er kominn tími til að yfirvöld taki af skarið og endurhugsi hvernig þau ætla að styðja við grunnstoðir samfélagsins, sem menntakerfið er svo sannarlega. Það er löngu tímabært að grípa til markvissa aðgerða sem miða raunverulega að því að bæta vinnuaðstæður, tryggja sérhæfðan stuðning og styrkja stéttina þannig hægt sé að koma í veg fyrir að kennarar hverfi frá störfum. Þannig getum við byggt upp menntakerfi sem þjónar samfélaginu. Því það verður ekki gert með tómum loforðum einum saman. Höfundur starfar við umsjónarkennslu í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hafa skólamál og enn frekar störf kennara verið mikið til umræðu í samfélaginu. Þessari umræðu fagna ég, því hún er svo sannarlega þörf. Það er einfaldlega kominn tími til að við sem samfélag tökum umræðu um skólakerfið, en ekki einungis frá sjónarhorni Viðskiptaráðs eða annarra aðila sem taka einungis afmarkaða þætti fyrir og virðast oft ekki hafa neinn skilning á hvað fer fram á hverjum degi í skólum landsins. Mig langar því að halda umræðunni á lofti og fjalla í þessari grein um það hvernig staða kennara birtist mér. Það hefur ekki leynst neinum að kennarar tóku ekki vel í nýleg ummæli Borgarstjóra Reykjavíkur og má segja að í miðri kjarabaráttu og með yfirvofandi verkföll hafi það verið kornið sem fyllti mælinn hjá flestum. Þetta er þó ekkert nýtt. Kennarar á Íslandi hafa nefnilega lengi búið við það ástand að upplifa skilnings- og virðingarleysi gagnvart störfum þeirra, þrátt fyrir að bera ábyrgð á menntun og uppeldi framtíðarkynslóða. En það er ekki lengur hægt að líta fram hjá þeirri alvarlegu stöðu sem kennarar eru í, sem einkennast í auknum mæli af óviðunandi vinnuaðstæðum, yfirvofandi kulnun og skort á faglegum stuðningi. Óásættanleg vinnuaðstaða og vaxandi álag Gríðarlegar kröfur eru gerðar til kennara á sama tíma og starfsumhverfi þeirra hefur hrakað umtalsvert á síðustu árum. Skólar glíma við manneklu, bekkjarstærðir fara stækkandi og nemendahópar eru fjölbreyttari en nokkurn tímann áður. Kennarar eru oftar en ekki að takast á við flókin félagsleg og námsleg vandamál án þess að geta sótt sér viðeigandi stuðning innan úr kerfinu. Það eru því kaldar kveðjur sem kennarar fá frá yfirvöldum þegar kjarasamningar þeirra fá að standa lausir til lengri tíma og einungis er hægt að semja til styttri tíma þegar það tekst yfir höfuð. Svo ekki sé talað um myglu og almennt misgóðar aðstæður í skólabyggingum sem hafa heilsufarslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Hvernig getur menntakerfið staðið undir væntingum þegar óheilnæmt umhverfi dregur beinlínis úr starfsgetu kennara og annars starfsfólks? Skortur á stuðningsúrræðum Stuðningur innan sem utan kennslustofunnar er af skornum skammti. Það vantar til að mynda sérhæft starfsfólk til starfa innan skólakerfisins, svo sem sálfræðinga, þroskaþjálfa og atferlisfræðinga. Fagþekking sérfræðistarfsfólks er grundvallaratriði til að aðstoða kennara við þau krefjandi verkefni sem þeir standa frammi fyrir. Kennarar sjá nefnilega um að veita fjölþætta skólaþjónustu til fjölbreyttra hópa barna með margvíslegar náms- og hegðunaráskoranir, að ógleymdum mismunandi bakgrunni nemenda. Það er óraunhæft að öllum þessum nemendum bjóðist sú aðstoð sem þau eiga rétt á, án nægilegra úrræða og breiðari aðstoðar fagaðila. Staðan í dag veldur því ekki aðeins auknu álagi, heldur bitnar það á endanum á gæðum kennslunnar og skólastarfsins alls. Hvernig ætlar samfélagið að tryggja gæði menntunar með þessu móti? Hvernig bætum við úr stöðunni? Við höfum ítrekað heyrt yfirlýsingar um að „menntakerfið verði að vera forgangsmál,“ en í reynd er lítið gert til að bæta vinnuaðstæður kennara. Hver er svo afleiðingin af því? Jú kennarar um allt land eru að brenna út. Það er ekki bara vandamál fyrir stéttina sjálfa, heldur einnig nemendur og samfélagið allt. Við vitum öll hvað þarf til að leysa í það minnsta stóran hluta þessa vanda, fjölgun stuðningsúrræða, betra jafnvægi milli kennslu og faglegs starfs þess utan og fjárfesting í vinnuaðstæðum. En yfirvöld virðast hikandi við að ráðast í nauðsynlegar ákvarðanir. Krafa um virðingu og úrbætur - ekki innantóm loforð Kennarar krefjast því ekki aðeins betri launa, heldur einnig virðingar. Virðingar fyrir því starfi sem þeir inna af hendi á hverjum degi við síbreytilegar og krefjandi aðstæður. Það er kominn tími til að yfirvöld taki af skarið og endurhugsi hvernig þau ætla að styðja við grunnstoðir samfélagsins, sem menntakerfið er svo sannarlega. Það er löngu tímabært að grípa til markvissa aðgerða sem miða raunverulega að því að bæta vinnuaðstæður, tryggja sérhæfðan stuðning og styrkja stéttina þannig hægt sé að koma í veg fyrir að kennarar hverfi frá störfum. Þannig getum við byggt upp menntakerfi sem þjónar samfélaginu. Því það verður ekki gert með tómum loforðum einum saman. Höfundur starfar við umsjónarkennslu í grunnskóla.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar