Sir Alex bannað að fara inn í klefann eftir leiki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2024 10:03 Sir Alex Ferguson stýrði Manchester United á árunum 1986-2013. Á þeim tíma vann liðið 38 titla. getty/James Gill Forráðamenn Manchester United hafa bannað Sir Alex Ferguson, sigursælasta knattspyrnustjóra í sögu félagsins, og öðrum í fótboltastjórn þess að fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Í gær var greint frá því að nýir minnihlutaeigendur United, INEOS sem Íslandsvinurinn Sir James Ratcliffe er í forsvari fyrir, hafi sagt upp samningi Fergusons við félagið. Síðan Skotinn hætti sem stjóri United 2013 hefur hann verið sendiherra og stjórnandi hjá félaginu og var vel launaður sem slíkur. Ratcliffe og félagar ákváðu hins vegar að segja manninum sem vann 38 titla á 26 árum hjá United upp. Ekki nóg með að Ferguson hafi svo gott sem verið rekinn frá United þá má hann ekki lengur fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Daily Mail greinir frá. United hafnar fréttunum en segir að það ríki skilningur um hverjir fara inn í klefann eftir leiki. Fótboltastjórn United er aðskilin frá aðalstjórn félagsins en hlutverk hennar er fyrst og fremst táknrænt. Auk Fergusons voru David Gill og Mike Edelson, Maurice Watkins og Sir Bobby Charlton heitnir ávallt velkomnir inn í klefa United eftir leiki. Algjört hneyksli Ákvörðun INOES-manna að reka Ferguson hefur ekki mælst vel fyrir. Eric Cantona, sem vann fjóra Englandsmeistaratitla með United á 10. áratugnum, er meðal þeirra sem er æfur yfir ákvörðuninni og segir Ratcliffe og félaga hafa sýnt Ferguson mikla vanvirðingu. „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. INOES hefur ráðist í viðamikinn niðurskurð hjá United en félagið tapaði 113,2 milljónum punda á síðasta tekjuári. Meðal annars var 250 starfsmönnum United sagt upp, þvert á deildir félagsins. Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Sjá meira
Í gær var greint frá því að nýir minnihlutaeigendur United, INEOS sem Íslandsvinurinn Sir James Ratcliffe er í forsvari fyrir, hafi sagt upp samningi Fergusons við félagið. Síðan Skotinn hætti sem stjóri United 2013 hefur hann verið sendiherra og stjórnandi hjá félaginu og var vel launaður sem slíkur. Ratcliffe og félagar ákváðu hins vegar að segja manninum sem vann 38 titla á 26 árum hjá United upp. Ekki nóg með að Ferguson hafi svo gott sem verið rekinn frá United þá má hann ekki lengur fara inn í búningsklefann á Old Trafford eftir leiki. Daily Mail greinir frá. United hafnar fréttunum en segir að það ríki skilningur um hverjir fara inn í klefann eftir leiki. Fótboltastjórn United er aðskilin frá aðalstjórn félagsins en hlutverk hennar er fyrst og fremst táknrænt. Auk Fergusons voru David Gill og Mike Edelson, Maurice Watkins og Sir Bobby Charlton heitnir ávallt velkomnir inn í klefa United eftir leiki. Algjört hneyksli Ákvörðun INOES-manna að reka Ferguson hefur ekki mælst vel fyrir. Eric Cantona, sem vann fjóra Englandsmeistaratitla með United á 10. áratugnum, er meðal þeirra sem er æfur yfir ákvörðuninni og segir Ratcliffe og félaga hafa sýnt Ferguson mikla vanvirðingu. „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. INOES hefur ráðist í viðamikinn niðurskurð hjá United en félagið tapaði 113,2 milljónum punda á síðasta tekjuári. Meðal annars var 250 starfsmönnum United sagt upp, þvert á deildir félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Sjá meira