Þurfti að missa þáttinn til að átta sig á næsta skrefi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2024 14:25 Gústi B vill að Veislan verði vettvangur fyrir ungt fólk þar sem það geti rætt óhefðbundin mál. Samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hefur ekki gefist upp á Veislunni þrátt fyrir að þátturinn hafi verið tekinn af dagskrá FM957. Hann hyggst snúa aftur í loftið með þáttinn á morgun, nú í hlaðvarpsformi. „Ég held ég hafi þurft að missa þáttinn til að átta mig á því að næsta skref gæti orðið stærra og betra. Endalok útvarpsþáttarins voru ekki mín og stundum þarf maður að stíga út fyrir þægindarammann til að átta sig á hvað er raunverulega í boði,“ segir Gústi B. í samtali við Vísi. Með honum í þættinum verða þau Gugga í gúmmíbát og Siggi Bond sem voru bæði fastagestir í útvarpinu. Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun og síðan á fimmtudögum í hverri viku. Gústi hélt úti útvarpsþætti undir sama nafni á FM957 í á þriðja ár þar til í ágúst síðastliðnum. Þá var þátturinn tekinn af dagskrá en stuttu áður hafði Patrik Atlason sagt umdeildan brandara í þættinum þegar hann spurði innhringjanda hvort hann hygðist mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald. Patrik baðst síðar afsökunar á ummælunum og meðal þeirra sem hann bað afsökunar var Gústi B. Engar reglur í hlaðvarpsheimum Gústi segist hafa verið ótrúlega þakklátur fyrir tíma sinn í útvarpi og fólkið sem hann hafi kynnst þar. Hann hafi lært hversu mikilvægt það sé að tengjast hlustendum með einlægni og virðingu að leiðarljósi. „Þegar Veislan var tekin af dagskrá fann ég fyrir ákveðnu frelsi. Ég áttaði mig á því að nú hefði ég tækifæri til að gera eitthvað alveg nýtt, að byrja frá grunni með mínum eigin reglum,“ segir Gústi. Hann segist trúa því að það sem geri hlaðvarpið sérstakt sé að þar þurfi ekki að fara eftir neinum reglum. „Og áður en þú spyrð, nei, það verða engir ósmekklegir brandarar,“ bætir Gústi við hlæjandi. Hann segir þáttinn ætlaðan ungu fólki sem vilji heyra óhefðbundnar umræður. „Við ætlum ekki að fara í hefðbundin mál, heldur förum við beint í umræðu sem snýr að raunverulegum spurningum sem unga fólkið er að velta fyrir sér – hvort sem það eru vangaveltur um hvað sé framhjáhald og hvað ekki eða að ræða nýjustu samsæriskenningarnar á TikTok.“ Siggi Bond, Gústi B og Gugga í gúmmíbát fá til sín góða gesti í Veisluna. Djarft án þess að gera lítið úr fólki Gústi segir sig og Sigga Bond og Guggu í gúmmíbát ætla að vera dugleg að taka á móti gestum. Hlaðvarpið verði bæði í hljóð og mynd. Hann segist ekki halda vatni yfir meðstjórnendum sínum. Bæði mættu þau reglulega í útvarpið á sínum tíma. Gugga hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og Siggi Bond þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum í fótboltahlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. „Siggi getur verið djarfur en mér finnst það í lagi upp að vissu marki. Veislan á að vera djörf, án þess samt að gera lítið úr fólki.“ Gústi segist fyrst og fremst vilja búa til vettvang fyrir ungt fólk þar sem það getur opnað sig, rætt það sem því raunverulega finnst með húmor og hressleika að vopni. „Það er einmitt það sem við þurfum í dag – meira pláss fyrir óhefðbundnar raddir, ferskar skoðanir og, að sjálfsögðu, húmor. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu.“ Það gekk mikið á í Veislunni þegar þátturinn var í loftinu á FM957, líkt og þegar Logi Geirs gekk út. Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
„Ég held ég hafi þurft að missa þáttinn til að átta mig á því að næsta skref gæti orðið stærra og betra. Endalok útvarpsþáttarins voru ekki mín og stundum þarf maður að stíga út fyrir þægindarammann til að átta sig á hvað er raunverulega í boði,“ segir Gústi B. í samtali við Vísi. Með honum í þættinum verða þau Gugga í gúmmíbát og Siggi Bond sem voru bæði fastagestir í útvarpinu. Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun og síðan á fimmtudögum í hverri viku. Gústi hélt úti útvarpsþætti undir sama nafni á FM957 í á þriðja ár þar til í ágúst síðastliðnum. Þá var þátturinn tekinn af dagskrá en stuttu áður hafði Patrik Atlason sagt umdeildan brandara í þættinum þegar hann spurði innhringjanda hvort hann hygðist mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald. Patrik baðst síðar afsökunar á ummælunum og meðal þeirra sem hann bað afsökunar var Gústi B. Engar reglur í hlaðvarpsheimum Gústi segist hafa verið ótrúlega þakklátur fyrir tíma sinn í útvarpi og fólkið sem hann hafi kynnst þar. Hann hafi lært hversu mikilvægt það sé að tengjast hlustendum með einlægni og virðingu að leiðarljósi. „Þegar Veislan var tekin af dagskrá fann ég fyrir ákveðnu frelsi. Ég áttaði mig á því að nú hefði ég tækifæri til að gera eitthvað alveg nýtt, að byrja frá grunni með mínum eigin reglum,“ segir Gústi. Hann segist trúa því að það sem geri hlaðvarpið sérstakt sé að þar þurfi ekki að fara eftir neinum reglum. „Og áður en þú spyrð, nei, það verða engir ósmekklegir brandarar,“ bætir Gústi við hlæjandi. Hann segir þáttinn ætlaðan ungu fólki sem vilji heyra óhefðbundnar umræður. „Við ætlum ekki að fara í hefðbundin mál, heldur förum við beint í umræðu sem snýr að raunverulegum spurningum sem unga fólkið er að velta fyrir sér – hvort sem það eru vangaveltur um hvað sé framhjáhald og hvað ekki eða að ræða nýjustu samsæriskenningarnar á TikTok.“ Siggi Bond, Gústi B og Gugga í gúmmíbát fá til sín góða gesti í Veisluna. Djarft án þess að gera lítið úr fólki Gústi segir sig og Sigga Bond og Guggu í gúmmíbát ætla að vera dugleg að taka á móti gestum. Hlaðvarpið verði bæði í hljóð og mynd. Hann segist ekki halda vatni yfir meðstjórnendum sínum. Bæði mættu þau reglulega í útvarpið á sínum tíma. Gugga hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og Siggi Bond þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum í fótboltahlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. „Siggi getur verið djarfur en mér finnst það í lagi upp að vissu marki. Veislan á að vera djörf, án þess samt að gera lítið úr fólki.“ Gústi segist fyrst og fremst vilja búa til vettvang fyrir ungt fólk þar sem það getur opnað sig, rætt það sem því raunverulega finnst með húmor og hressleika að vopni. „Það er einmitt það sem við þurfum í dag – meira pláss fyrir óhefðbundnar raddir, ferskar skoðanir og, að sjálfsögðu, húmor. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu.“ Það gekk mikið á í Veislunni þegar þátturinn var í loftinu á FM957, líkt og þegar Logi Geirs gekk út.
Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira