Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 15:20 Þórdís Kolbrún, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skiptir um kjördæmi, og býður sig fram í sama kjördæmi og formaðurinn. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Þórdís greinir frá þessari breytingu sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir (@thordiskolbrun) Jón Gunnarsson var í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum, en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi listann, líkt og hann hefur gert allar götur frá árinu 2009. Ákvörðun tekin að vel ígrunduðu máli Í færslu sinni segir Þórdís stolt og þakklát fyrir það traust og þann stuðning sem félagar hennar í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt henni undanfarin ár. „Þar hóf ég störf fyrir flokkinn fyrir 18 árum síðan. Það hefur verið sannkallaður heiður að leiða flokkinn í kjördæminu. Nú er komið að nýjum kafla. Ákvörðunin var ekki endilega augljós, en hún er tekin að ígrunduðu máli,“ segir Þórdís í færslunni. Kraftarnir nýtist best í Kraganum Þórdís nefnir í færslunni að hún hafi búið í áratug í Suðvesturkjördæmi, og alið börn sín upp í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Þar gangi börn þeirra í skóla, stundi íþróttir og eigi vini. Fjölskyldunni líði vel „í þessu frábæra bæjarfélagi sem Sjálfstæðisfólk hefur haldið vel utan um og byggt upp.“ „Við þær aðstæður sem nú eru uppi lít ég beinlínis á það sem hlutverk og skyldu mína sem varaformaður að líta til þess hvar ég vinn stefnu Sjálfstæðisflokksins mest fylgi. Ég trúi því að mínir kraftar muni nýtast Sjálfstæðisflokknum best í þessu stærsta kjördæmi landsins.“ Með þessu segist Þórdís gefa Sjálfstæðisfólki í kjördæminu skýran valkost til framtíðar. „Það er svo í þeirra höndum að stilla upp sterkum lista. Ég er klár í verkefnið.“ Jón ræddi mögulega tilfærslu Þórdísar Kolbrúnar við Vísi í gær. „Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ sagði Jón. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Þórdís greinir frá þessari breytingu sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir (@thordiskolbrun) Jón Gunnarsson var í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum, en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi listann, líkt og hann hefur gert allar götur frá árinu 2009. Ákvörðun tekin að vel ígrunduðu máli Í færslu sinni segir Þórdís stolt og þakklát fyrir það traust og þann stuðning sem félagar hennar í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt henni undanfarin ár. „Þar hóf ég störf fyrir flokkinn fyrir 18 árum síðan. Það hefur verið sannkallaður heiður að leiða flokkinn í kjördæminu. Nú er komið að nýjum kafla. Ákvörðunin var ekki endilega augljós, en hún er tekin að ígrunduðu máli,“ segir Þórdís í færslunni. Kraftarnir nýtist best í Kraganum Þórdís nefnir í færslunni að hún hafi búið í áratug í Suðvesturkjördæmi, og alið börn sín upp í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Þar gangi börn þeirra í skóla, stundi íþróttir og eigi vini. Fjölskyldunni líði vel „í þessu frábæra bæjarfélagi sem Sjálfstæðisfólk hefur haldið vel utan um og byggt upp.“ „Við þær aðstæður sem nú eru uppi lít ég beinlínis á það sem hlutverk og skyldu mína sem varaformaður að líta til þess hvar ég vinn stefnu Sjálfstæðisflokksins mest fylgi. Ég trúi því að mínir kraftar muni nýtast Sjálfstæðisflokknum best í þessu stærsta kjördæmi landsins.“ Með þessu segist Þórdís gefa Sjálfstæðisfólki í kjördæminu skýran valkost til framtíðar. „Það er svo í þeirra höndum að stilla upp sterkum lista. Ég er klár í verkefnið.“ Jón ræddi mögulega tilfærslu Þórdísar Kolbrúnar við Vísi í gær. „Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ sagði Jón. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira