Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 09:28 Elli segir það ekki gerast meira ekta en að taka upp myndina í sama húsi og með sömu húsgögn og voru á fundinum sjálfum. Bylgjan og Vísir/Getty Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Elli Cassata eigandi Pegasus ræddi lokunina og myndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að loka Sæbrautinni því 1986 var hún auðvitað ekki til. Það var engin umferð og það gerist í myndinni að Reagan fer út úr Höfða og labbar bakvið og þá er hann nánast kominn út í brimið,“ segir Elli og að vegna þess þurfi þeir að loka Sæbrautinni. Hann segir 22 þúsund bíla hafa ekið um Sæbrautina á sama laugardegi í fyrra og því sé ljóst að ekki gangi að hafa hana opna við þessar tökur. Elli segir þetta stórt og mikið verkefni um stóra og mikla sögu sem margir tengi við. Fram kom í frétt RÚV um málið í vikunni að Pegasus greiðir borginni 6,3 milljónir fyrir leigu á Höfða. Elli segir það ekki hafa verið sjálfgefið að fá að leigja Höfða en að Reykjavíkurborg hafi verið afar liðleg og að borgarstjórarnir báðir, Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, hafi verið allir af vilja gerðir við að hjálpa. Meira ekta að gera þetta í Höfða Elli segir að bæði leikararnir og leikstjórinn hafi talað um það í aðdraganda að það væri mögulega betra að byggja þetta í Hollywood og taka upp þar. „En svo löbbuðu þeir inn og það var eins og Gunnar Eyjólfsson sagði alltaf. Það var einhver „presence“. Þeim fannst þetta miklu merkilegra. Að sitja í sömu stólum, við sama borðið, sama mottan, sama myndin fyrir aftan og var. Þetta gerist ekki meira ekta,“ segir Elli. Hann segir strangar reglur um tökur í Höfða. Það megi ekki vera of margir inni í húsinu, ekki setja neitt á grasið, ekki breyta neinu og ekki koma við neitt. Það má ekki leggja nýtt rafmagn. Hann segir þetta hamla þeim að einhverju leyti en þau vinni með það. „Það er mikil virðing borin fyrir þessu og það er ekkert verið að trampa þarna á skítugum skónum.“ Frá vinstri má sjá Jared Harris, Jeff Daniels og J.K. Simmons.Vísir/Getty Tökur hófust á þriðjudaginn og byrjuðu úti en eru núna inni í Höfa og verða þar til í nóvember. Fleiri tökustaðir eru til dæmis Bláa lónið, Skeggjastaðir í Mosfellsdal og Reykjanesið. Myndinni er leikstýrt af Michael Russell Gunn. Leikarinn Jarred Harris fer með hlutverk Mikhaíl Gorbatsjev. Jeff Daniels leikur Reagan og J. K Simmons með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Elli segir leikstjórann hafa átt ítarleg samtöl við Shultz um það sem fór fram í Höfða og að myndin sé að miklu leyti byggð á þeim samtölum. Hann segir að framleiðendum langi að sýna myndina á Cannes í maí á næsta ári en að það gæti verið að hún verði ekki frumsýnd fyrr en í september á næsta ári. Meðal leikara í myndinni er JK Simmons Reykjavík Leiðtogafundurinn í Höfða Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Borgarstjórn Bandaríkin Sovétríkin Bítið Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur leigt Höfða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, til 10. nóvember fyrir tökur myndarinnar. Elli Cassata eigandi Pegasus ræddi lokunina og myndina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við þurfum að loka Sæbrautinni því 1986 var hún auðvitað ekki til. Það var engin umferð og það gerist í myndinni að Reagan fer út úr Höfða og labbar bakvið og þá er hann nánast kominn út í brimið,“ segir Elli og að vegna þess þurfi þeir að loka Sæbrautinni. Hann segir 22 þúsund bíla hafa ekið um Sæbrautina á sama laugardegi í fyrra og því sé ljóst að ekki gangi að hafa hana opna við þessar tökur. Elli segir þetta stórt og mikið verkefni um stóra og mikla sögu sem margir tengi við. Fram kom í frétt RÚV um málið í vikunni að Pegasus greiðir borginni 6,3 milljónir fyrir leigu á Höfða. Elli segir það ekki hafa verið sjálfgefið að fá að leigja Höfða en að Reykjavíkurborg hafi verið afar liðleg og að borgarstjórarnir báðir, Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson, hafi verið allir af vilja gerðir við að hjálpa. Meira ekta að gera þetta í Höfða Elli segir að bæði leikararnir og leikstjórinn hafi talað um það í aðdraganda að það væri mögulega betra að byggja þetta í Hollywood og taka upp þar. „En svo löbbuðu þeir inn og það var eins og Gunnar Eyjólfsson sagði alltaf. Það var einhver „presence“. Þeim fannst þetta miklu merkilegra. Að sitja í sömu stólum, við sama borðið, sama mottan, sama myndin fyrir aftan og var. Þetta gerist ekki meira ekta,“ segir Elli. Hann segir strangar reglur um tökur í Höfða. Það megi ekki vera of margir inni í húsinu, ekki setja neitt á grasið, ekki breyta neinu og ekki koma við neitt. Það má ekki leggja nýtt rafmagn. Hann segir þetta hamla þeim að einhverju leyti en þau vinni með það. „Það er mikil virðing borin fyrir þessu og það er ekkert verið að trampa þarna á skítugum skónum.“ Frá vinstri má sjá Jared Harris, Jeff Daniels og J.K. Simmons.Vísir/Getty Tökur hófust á þriðjudaginn og byrjuðu úti en eru núna inni í Höfa og verða þar til í nóvember. Fleiri tökustaðir eru til dæmis Bláa lónið, Skeggjastaðir í Mosfellsdal og Reykjanesið. Myndinni er leikstýrt af Michael Russell Gunn. Leikarinn Jarred Harris fer með hlutverk Mikhaíl Gorbatsjev. Jeff Daniels leikur Reagan og J. K Simmons með hlutverk utanríkisráðherrans George Shultz. Elli segir leikstjórann hafa átt ítarleg samtöl við Shultz um það sem fór fram í Höfða og að myndin sé að miklu leyti byggð á þeim samtölum. Hann segir að framleiðendum langi að sýna myndina á Cannes í maí á næsta ári en að það gæti verið að hún verði ekki frumsýnd fyrr en í september á næsta ári. Meðal leikara í myndinni er JK Simmons
Reykjavík Leiðtogafundurinn í Höfða Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Borgarstjórn Bandaríkin Sovétríkin Bítið Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira