Starfsstjórn með minnihluta á Alþingi tekur við síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2024 12:13 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætir til ríkisstjórnarfundar í gær þar sem tillaga um þingrof og lausn ráðherra frá embætti voru fyrst á dagskrá. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem mynduð var í apríl verður formlega leyst frá völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag, tveimur dögum eftir að forseti Íslands samþykkti lausn hans og annarra ráðherra þeirrar ríkisstjórnar úr embætti og skipaði alla ráðherrana í starfsstjórn. Ný minnihluta-starfsstjórn tekur við völdum á Bessastöðum síðdegis. Á sunnudag boðaði Bjarni Benediktsson til fréttamannafundar þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Án þess að boða fyrst til ríkisstjórnarfundar hélt Bjarni á mánudag á fund forseta Íslands og óskaði eftir að þing yrði rofið og boðað til kosninga hinn 30. nóvember. Á þriðjudag hélt Bjarni aftur á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð við beiðni Bjarna um þingrof og kosningar og lausn allra ráðherra. Jafnframt skipaði forsetinn alla ráðherrana í svo kallaða starfsstjórn. Að þeim gjörningi loknum var forsetinn spurð um stöðu Vinstri grænna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands samþykkir afsögn þriggja ráðherra Vinstri grænna öðru sinni á ríkisráðsfundi í dag.Vísir/Vilhelm Bara eitt forseti, veistu til þess hvort að vinstri græn ætli að vera í ríkisstjórninni, þessari starfsstjórn? „Það er ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir en vinstri græn verða að ræða við forsætisráðherra Íslands fljótt," sagði forsetinn. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna hafði lýst því opinberlega yfir áður en forseti íslands skipaði starfsstjórnina að vinstri græn ætluðu ekki að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hafði þetta að segja á Bessastöðum í fyrradag um stöðu Vinstri grænna eftir að forsetinn hafði skipað alla ráðherra fyrri stjórnar í starfsstjórnina. Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð á þriðjudag með ráðherrum Vinstri grænna án samþykkis þeirra.Vísir/Vilhelm Þurfa þá ráðherrar Vinstri grænna, ef þeir ætla ekki að vera með, formlega að segja af sér ráðherradómi? „Nú kannast ég ekki við að það hafi gerst, jú það er eitthvert eitt fordæmi fyrir því að ráðherra hafi horfið til dómaraembættis. En það kæmi mér verulega á óvart ef ráðherrar, sem hafa jú ríkum skyldum að gegna, verði ekki við beiðni um að sitja í starfsstjórn. Það þætti mér afar sérstök niðurstaða hjá viðkomandi ráðherrum," sagði Bjarni. Í 16. grein stjórnarskrárinnar segir að „Lög og mikilvægar stjórnarráðsathafnir skuli bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir síðan að „Ráðherrafundi (eða ríkisstjórnarfundi) skuli halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.“ Þingrof og lausn ráðherra frá embætti hlýtur að teljast „mikilvægt stjórnarmálefni.“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir forsætisráðherra hafa tekið ákvarðanir um þingrof og lausn frá embætti án þess að ræða það í ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir sagði þetta á Alþingi nú fyrir hádegi í umræðum um þingrof og alþingiskosningar: „Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafnir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo í raun ekki fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlega ríkisstjórnarskipti fara fram," sagði Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Á sunnudag boðaði Bjarni Benediktsson til fréttamannafundar þar sem hann tilkynnti að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Án þess að boða fyrst til ríkisstjórnarfundar hélt Bjarni á mánudag á fund forseta Íslands og óskaði eftir að þing yrði rofið og boðað til kosninga hinn 30. nóvember. Á þriðjudag hélt Bjarni aftur á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð við beiðni Bjarna um þingrof og kosningar og lausn allra ráðherra. Jafnframt skipaði forsetinn alla ráðherrana í svo kallaða starfsstjórn. Að þeim gjörningi loknum var forsetinn spurð um stöðu Vinstri grænna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands samþykkir afsögn þriggja ráðherra Vinstri grænna öðru sinni á ríkisráðsfundi í dag.Vísir/Vilhelm Bara eitt forseti, veistu til þess hvort að vinstri græn ætli að vera í ríkisstjórninni, þessari starfsstjórn? „Það er ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir en vinstri græn verða að ræða við forsætisráðherra Íslands fljótt," sagði forsetinn. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna hafði lýst því opinberlega yfir áður en forseti íslands skipaði starfsstjórnina að vinstri græn ætluðu ekki að starfa áfram með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni hafði þetta að segja á Bessastöðum í fyrradag um stöðu Vinstri grænna eftir að forsetinn hafði skipað alla ráðherra fyrri stjórnar í starfsstjórnina. Starfsstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð á þriðjudag með ráðherrum Vinstri grænna án samþykkis þeirra.Vísir/Vilhelm Þurfa þá ráðherrar Vinstri grænna, ef þeir ætla ekki að vera með, formlega að segja af sér ráðherradómi? „Nú kannast ég ekki við að það hafi gerst, jú það er eitthvert eitt fordæmi fyrir því að ráðherra hafi horfið til dómaraembættis. En það kæmi mér verulega á óvart ef ráðherrar, sem hafa jú ríkum skyldum að gegna, verði ekki við beiðni um að sitja í starfsstjórn. Það þætti mér afar sérstök niðurstaða hjá viðkomandi ráðherrum," sagði Bjarni. Í 16. grein stjórnarskrárinnar segir að „Lög og mikilvægar stjórnarráðsathafnir skuli bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“ Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir síðan að „Ráðherrafundi (eða ríkisstjórnarfundi) skuli halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.“ Þingrof og lausn ráðherra frá embætti hlýtur að teljast „mikilvægt stjórnarmálefni.“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir forsætisráðherra hafa tekið ákvarðanir um þingrof og lausn frá embætti án þess að ræða það í ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir sagði þetta á Alþingi nú fyrir hádegi í umræðum um þingrof og alþingiskosningar: „Forsætisráðherra gerði framangreindar ráðstafnir allar án þess að þær hafi fyrst verið ræddar í ríkisstjórn. Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo í raun ekki fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlega ríkisstjórnarskipti fara fram," sagði Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira