„Það þarf að nýta auðlindir landsins, það er alveg ljóst“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 23:54 Halla Hrund mun að öllum líkindum verma fyrsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir fráfarandi orkumálastjóri og verðandi oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segir alveg ljóst að nýta þurfi auðlindir landsins, en nýtingin þurfi að vera ábyrg. Hún segir að Framsókn sé samvinnuflokkur sem geti unnið þvert á pólitíska hagsmuni. „Það er alveg ljóst að það þarf að vera mikil sókn framundan hjá Framsókn,“ svaraði Halla Hrund, þegar spurt var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort stefna Framsóknar í orkumálum yrði nú varkárari en verið hefur. „En varðandi auðlindamálin þá eru þau sannarlega eitt af mínum lykilerindum, en það hefur samt verið þannig að á þeim tíma sem ég hef verið orkumálastjóri hefur bæði verið mikil sókn í jarðhitanum, og ég hef veitt leyfi fyrir fleiri megavöttum á síðustu þremur árum en var gert tíu árin á undan, þannig það er nú gömul mýta að þetta þýði varkárni í virkjunum,“ segir hún. Auðvitað muni flokkurinn þó tala fyrir ábyrgri auðlindanýtingu sem skili sér til samfélagsins. Hún segir að hennar meginerindi séu að passa upp á að við séum að fá sem mestan ábata fyrir samfélagið okkar úr ólíkum auðlindum. „Ég hef líka stórt og mikið landsbyggðarhjarta og það gleður mig mjög að fá að leiða Suðurkjördæmi, sem er ótrúlega fjölbreytt og spennandi kjördæmi sem á gríðarlega mikið inni,“ segir Halla. Þá segir hún að húsnæðismálin séu orðin þannig að venjulegt fólk sé að keppa við fagfjárfesta á opnum húsum. „Þetta er eitthvað sem er grundvallarskynsemismál að leysa og eitthvað sem ég mun beita mér fyrir,“ segir Halla Hrund. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Orkumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er alveg ljóst að það þarf að vera mikil sókn framundan hjá Framsókn,“ svaraði Halla Hrund, þegar spurt var um það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort stefna Framsóknar í orkumálum yrði nú varkárari en verið hefur. „En varðandi auðlindamálin þá eru þau sannarlega eitt af mínum lykilerindum, en það hefur samt verið þannig að á þeim tíma sem ég hef verið orkumálastjóri hefur bæði verið mikil sókn í jarðhitanum, og ég hef veitt leyfi fyrir fleiri megavöttum á síðustu þremur árum en var gert tíu árin á undan, þannig það er nú gömul mýta að þetta þýði varkárni í virkjunum,“ segir hún. Auðvitað muni flokkurinn þó tala fyrir ábyrgri auðlindanýtingu sem skili sér til samfélagsins. Hún segir að hennar meginerindi séu að passa upp á að við séum að fá sem mestan ábata fyrir samfélagið okkar úr ólíkum auðlindum. „Ég hef líka stórt og mikið landsbyggðarhjarta og það gleður mig mjög að fá að leiða Suðurkjördæmi, sem er ótrúlega fjölbreytt og spennandi kjördæmi sem á gríðarlega mikið inni,“ segir Halla. Þá segir hún að húsnæðismálin séu orðin þannig að venjulegt fólk sé að keppa við fagfjárfesta á opnum húsum. „Þetta er eitthvað sem er grundvallarskynsemismál að leysa og eitthvað sem ég mun beita mér fyrir,“ segir Halla Hrund.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Orkumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira