Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. október 2024 09:58 Snorri Másson, ritstjóri Ritstjórans, vill oddvitasæti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Vísir/Vilhelm Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir hann frá í grein sem hann birti á miðli sínum Ritstjóra.is. Þar segir hann stjórnmálin hafa orðið sífellt skýrari með árunum og að hann vilji leggja sitt að mörkum í þágu þess sem hann kallar „sjálfstæðisbaráttuna“ sem framundan sé. Málefni íslenskunnar honum hjartfólgin Í greininni og meðfylgjandi myndbandi tíundar hann þau mál sem hann brenni helst fyrir. Þar fari fremst málefni íslenskunnar sem hann segir bágstadda. Íslendingar séu ein örfárra þjóða heims sem skilji eigin miðaldabókmenntir milliliðalaust en þessu afreki okkar sé nú teflt í tvísýnu. „Í tíð fráfarandi ríkisstjórnar höfum við séð meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum. Maður getur víða ekki fengið afgreiðslu á íslensku, maður er auðmýktur og látinn tala ensku í til dæmis bakaríinu sem maður hefur verslað við alla tíð og jafnvel á opinberum stöðum. Börn geta í mörgum tilvikum ekki vænst þess að læra íslensku á leikskólum landsins enda talar starfsfólkið í sífellt auknum mæli ekki íslensku,“ skrifar Snorri. Brýnt sé að ríkisvaldið standi vörð um íslenska tungu vegna þess að hún sé grunnur menningar okkar og fari hún séum við ekki lengur þjóð. Jafnframt fer hann ekki fögrum orðum um árangur fráfarandi ríkisstjórnar í þessum efnum. „Það eina sem þetta fólk hefur gert, eins og þetta blasir við manni utan frá, er að missa gjörsamlega stjórn á ástandinu. Auðvitað fara þessir flokkar fögrum orðum um tungumálið á hátíðisdögum, þetta fólk er búið að læra að maður verður að gera það, en sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa. Þar er árangur okkar margfalt verri en annarra þjóða í svipaðri, því að ef einhver var búinn að gleyma því og ef einhver efaðist um það, þá er hægt að tryggja að fólk læri tungumálið,“ segir Snorri. Sjálfstæðisbarátta framundan Önnur mál sem hann nefnir í greininni eru til að mynda hallarekstur ríkissjóðs. Hann segist vilja „skera niður í rugli“ sem bitni á mikilvægum verkefnum eins og heilbrigðismálum, menntamálum og löggæslumálum. Einnig tekur hann fyrir málfrelsi. Stjórnvöld hafa, að hans mati, of mikinn áhuga á tjáningu almennra borgara. „Niðurstaðan í þessu er sú að við erum augljóslegra í virkri sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæðisbarátta er alltaf frelsisbarátta á sama tíma. Mér finnst persónulega að við ættum að hafa sigur í þessari baráttu,“ segir Snorri. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Miðflokkurinn Fjölmiðlar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Þessu greinir hann frá í grein sem hann birti á miðli sínum Ritstjóra.is. Þar segir hann stjórnmálin hafa orðið sífellt skýrari með árunum og að hann vilji leggja sitt að mörkum í þágu þess sem hann kallar „sjálfstæðisbaráttuna“ sem framundan sé. Málefni íslenskunnar honum hjartfólgin Í greininni og meðfylgjandi myndbandi tíundar hann þau mál sem hann brenni helst fyrir. Þar fari fremst málefni íslenskunnar sem hann segir bágstadda. Íslendingar séu ein örfárra þjóða heims sem skilji eigin miðaldabókmenntir milliliðalaust en þessu afreki okkar sé nú teflt í tvísýnu. „Í tíð fráfarandi ríkisstjórnar höfum við séð meiriháttar hrun í stöðu íslenskrar tungu á mörgum sviðum. Maður getur víða ekki fengið afgreiðslu á íslensku, maður er auðmýktur og látinn tala ensku í til dæmis bakaríinu sem maður hefur verslað við alla tíð og jafnvel á opinberum stöðum. Börn geta í mörgum tilvikum ekki vænst þess að læra íslensku á leikskólum landsins enda talar starfsfólkið í sífellt auknum mæli ekki íslensku,“ skrifar Snorri. Brýnt sé að ríkisvaldið standi vörð um íslenska tungu vegna þess að hún sé grunnur menningar okkar og fari hún séum við ekki lengur þjóð. Jafnframt fer hann ekki fögrum orðum um árangur fráfarandi ríkisstjórnar í þessum efnum. „Það eina sem þetta fólk hefur gert, eins og þetta blasir við manni utan frá, er að missa gjörsamlega stjórn á ástandinu. Auðvitað fara þessir flokkar fögrum orðum um tungumálið á hátíðisdögum, þetta fólk er búið að læra að maður verður að gera það, en sannleikurinn sá að stjórnvöld hafa ekki komist nálægt því að tryggja að innflytjendur í íslenskt samfélag tileinki sér tungumálið upp til hópa. Þar er árangur okkar margfalt verri en annarra þjóða í svipaðri, því að ef einhver var búinn að gleyma því og ef einhver efaðist um það, þá er hægt að tryggja að fólk læri tungumálið,“ segir Snorri. Sjálfstæðisbarátta framundan Önnur mál sem hann nefnir í greininni eru til að mynda hallarekstur ríkissjóðs. Hann segist vilja „skera niður í rugli“ sem bitni á mikilvægum verkefnum eins og heilbrigðismálum, menntamálum og löggæslumálum. Einnig tekur hann fyrir málfrelsi. Stjórnvöld hafa, að hans mati, of mikinn áhuga á tjáningu almennra borgara. „Niðurstaðan í þessu er sú að við erum augljóslegra í virkri sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæðisbarátta er alltaf frelsisbarátta á sama tíma. Mér finnst persónulega að við ættum að hafa sigur í þessari baráttu,“ segir Snorri.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Miðflokkurinn Fjölmiðlar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira