Komin aftur á völlinn þremur mánuðum eftir barnsburð
Siggeir Ævarsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir með liðsfélögum fyrir barnsburðInstagram/@tussiesmetzingen
Landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir var mætt aftur á handboltavöllinn í dag þegar lið hennar Metzingen lagði Göppingen örugglega, 41-34. Þetta var fyrsti keppnisleikur Söndru síðan í lok síðasta árs en hún eignaðist son þann 15. júlí síðastliðinn.
Nokkra athygli vakti að Sandra væri valin í landsliðshóp Íslands í vikunni svo skömmu eftir barnsburð en hún skoraði lokamark Metzingen í leiknum í dag og virðist vera komin á fulla ferð á ný, eða þar um bil, sem eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið.
Einn nýliði er í hópi íslenska kvennalandsliðsins sem Arnar Pétursson valdi fyrir tvo vináttuleiki gegn Póllandi. Þá snýr Rut Jónsdóttir aftur í landsliðið eftir nokkra fjarveru og Sandra Erlingsdóttir er valin aðeins þremur mánuðum eftir að hún eignaðist barn.