„Finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2024 10:31 Jóhanna fer yfir lífshlaupið í nýrri bók sinni. Leikkonan Jóhanna Jónasdóttir sló rækilega í gegn sem leikkona bæði í sjónvarpsþáttum og á sviði bæði í New York og í Hollywood. En var á þeim tíma að kljást við brotna sjálfsmynd og átröskun sem var afleiðing ótrúlegra erfiðleika sem hún mátti þola sem barn og höfðu áhrif á allt hennar líf. Hún ákvað að vinna sig ú túr þeim vítahring og segir frá því á einstaklega einlægan og mjög opinskáan hátt í bók sinni Frá Hollywood til heilunar sem hún skrifar ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Í Íslandi í dag í síðustu viku fengu áhorfendur sjá hvernig hún læknar sig á einstakan hátt og nú er hún að vinna við að hjálpa öðrum sem orkuþerapisti og heilari og námskeiðshaldari. Vala Matt hitti á Jóhönnu. Þegar Jóhanna fæddist lést tvíburasystir hennar í fæðingu. „Það var auðvitað mjög dramatískt. Pabbi minn var fæðingarlæknir og hann var að taka á móti. Ég kem á undan og síðan kemur systir mín. Hún nær ekki andanum, getur ekki andað. Hún fæðist lifandi. Ég get rétt ímyndað mér sjónarspilið í því að það sé verið að reyna bjarga systur minni. Mamma mín sagði að ég hafi legið voðalega þægileg og góð til hliðar en ég uppgötva það seinna, þegar ég var að reyna vinna úr þessu öllu saman að það getur verið svo átakanlegt að ná í áföll sem gerast svona snemma, annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu. Ég var bara frosin, gjörsamlega í angist,“ segir Jóhanna og heldur áfram. Grét á afmælisdeginum „Ég var að taka inn á mig angist foreldra minna. Að missa systur mína. Þetta mótaði allt lífið. Ég skyldi auðvitað ekki út af hverju en til dæmis á öllum afmælisdögum þá var mamma aldrei til staðar. Ég man eftir því til að mynda þegar maður vildi hafa mömmu sína og maður fer að leita að henni, að ég finn hana upp í herbergi að gráta. Sem barn þá hugsar maður hvort maður sé sjálfur að láta hana gráta. Hún var sjálf auðvitað að eiga við sína sorg og þetta var hennar leið. Hún virtist ekki getað stigið út úr því til að fagna með mér.“ Jóhanna segir að sorgin hafi alltaf verið gríðarlega sterk og að það hafi haft mjög mótandi áhrif á sig í barnæsku.„Mér finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni,“ segir Jóhanna en í bókinni segir hún einnig frá að hún hafi sjálf verið sett á megrunarkúra sem barn. „Það var líka annað sem ég skil ekki hvað foreldrum mínum gekk til. Þetta var ótrúlega sterk mál fyrir þeim. Ég var ekki þvengmjó eða grönn eins og ég átti að vera. Ég hef verið að skoða myndir og ég var alls ekkert feit eða óeðlileg. Þetta var af einhverjum ástæðum alveg ofboðslega mikið mál og ég fékk, í minni upplifun, alveg ofboðslega neikvæð skilaboð um að það væri eitthvað að mér,“ segir Jóhanna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Jóhanna fer vel yfir umfjöllunarefni bókarinnar. Ísland í dag Börn og uppeldi Sorg Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira
En var á þeim tíma að kljást við brotna sjálfsmynd og átröskun sem var afleiðing ótrúlegra erfiðleika sem hún mátti þola sem barn og höfðu áhrif á allt hennar líf. Hún ákvað að vinna sig ú túr þeim vítahring og segir frá því á einstaklega einlægan og mjög opinskáan hátt í bók sinni Frá Hollywood til heilunar sem hún skrifar ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Í Íslandi í dag í síðustu viku fengu áhorfendur sjá hvernig hún læknar sig á einstakan hátt og nú er hún að vinna við að hjálpa öðrum sem orkuþerapisti og heilari og námskeiðshaldari. Vala Matt hitti á Jóhönnu. Þegar Jóhanna fæddist lést tvíburasystir hennar í fæðingu. „Það var auðvitað mjög dramatískt. Pabbi minn var fæðingarlæknir og hann var að taka á móti. Ég kem á undan og síðan kemur systir mín. Hún nær ekki andanum, getur ekki andað. Hún fæðist lifandi. Ég get rétt ímyndað mér sjónarspilið í því að það sé verið að reyna bjarga systur minni. Mamma mín sagði að ég hafi legið voðalega þægileg og góð til hliðar en ég uppgötva það seinna, þegar ég var að reyna vinna úr þessu öllu saman að það getur verið svo átakanlegt að ná í áföll sem gerast svona snemma, annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu. Ég var bara frosin, gjörsamlega í angist,“ segir Jóhanna og heldur áfram. Grét á afmælisdeginum „Ég var að taka inn á mig angist foreldra minna. Að missa systur mína. Þetta mótaði allt lífið. Ég skyldi auðvitað ekki út af hverju en til dæmis á öllum afmælisdögum þá var mamma aldrei til staðar. Ég man eftir því til að mynda þegar maður vildi hafa mömmu sína og maður fer að leita að henni, að ég finn hana upp í herbergi að gráta. Sem barn þá hugsar maður hvort maður sé sjálfur að láta hana gráta. Hún var sjálf auðvitað að eiga við sína sorg og þetta var hennar leið. Hún virtist ekki getað stigið út úr því til að fagna með mér.“ Jóhanna segir að sorgin hafi alltaf verið gríðarlega sterk og að það hafi haft mjög mótandi áhrif á sig í barnæsku.„Mér finnst oft eins og ég hafi drukkið sorgina með móðurmjólkinni,“ segir Jóhanna en í bókinni segir hún einnig frá að hún hafi sjálf verið sett á megrunarkúra sem barn. „Það var líka annað sem ég skil ekki hvað foreldrum mínum gekk til. Þetta var ótrúlega sterk mál fyrir þeim. Ég var ekki þvengmjó eða grönn eins og ég átti að vera. Ég hef verið að skoða myndir og ég var alls ekkert feit eða óeðlileg. Þetta var af einhverjum ástæðum alveg ofboðslega mikið mál og ég fékk, í minni upplifun, alveg ofboðslega neikvæð skilaboð um að það væri eitthvað að mér,“ segir Jóhanna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Jóhanna fer vel yfir umfjöllunarefni bókarinnar.
Ísland í dag Börn og uppeldi Sorg Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Sjá meira