Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 29. október 2024 07:01 Jóna Kristín og Brynjar kynntust á fyrsta árinu sínu í Versló árið 2006. „Ég væri til í endurupplifa þessar stundir milljón sinnum. Það er svo magnað að á einni millisekúndu fer maður frá mesta sársauka sem ég hef upplifað yfir í bestu tilfinningu lífs míns,“ segir Jóna Kristín Hauksdóttir, hagfræðingur og þriggja barna móðir, í viðtalsliðnum Móðurmál. Jóna Kristín og maðurinn hennar, Brynjar Benediktsson, eignuðust þrjú börn á þremur og hálfu ári, en fyrsta barnið þeirra, Andres Aron kom í heiminn árið 2020. „Við vorum því meira en tilbúin að fara í barneignir árið 2016 þegar ég hætti að spila fótbolta. En það gekk brösulega og við vorum greind með „óútskýrða“ ófrjósemi og prófum allskonar „lítil“ inngrip fram til ársins 2018 þegar við fórum á fullt í tæknifrjóvgunarferli, bæði hér á Íslandi og í Grikklandi. Ég fæ svo loksins jákvætt þungunarpróf í lok árs 2019,“ segir Jóna. Jóna segir að fljótlega eftir að hún hætti með Andres á brjósti varð hún óvænt ólétt, eins og hún orðar það, af dóttur þeirra, Andreu Lind sem kom í heiminn árið 2022. Sagan endurtók sig þegar hún varð ólétt af þriðja barni þeirra, Hauki Leo, sumarið 2023, sem kom í heiminn 1. mars síðastliðinn. Snemma á meðgöngunni kom í ljós að Haukur Leo væri með meðfæddan hjartagalla og að hann þyrfti að fara erlendis í aðgerð. „Við fórum í stóra opna hjartaaðgerð í Lundi í sumar og hefur allt gengið framar vonum í bataferlinu hans,“ segir Jóna. Átján ár af ást Jóna og Brynjar kynnust þegar þau voru á fyrsta ári í Verslunarskóla Íslands árið 2006 og hafa verið saman allar götur síðan. Þau eru bæði fyrrverandi knattspyrnufólk og reka saman fyrirtækin, Soccer and Education USA, sem sérhæfir sig í að aðstoða íþróttafólk við að komast á háskólastyrk til Bandaríkjanna, og ferðaskrifstofuna, Iceland Soccer Travel, þar sem þau sjá um skipulagningu íþrótta- og upplifunarferða á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan svarar Jóna Kristín spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk?Upplifanirnar hafa verið mjög mismunandi. Ótrúleg gleði í sambland við rosalega hræðslu við að missa þegar ég verð ófrísk af elsta stráknum okkar en hann verður til í fimmtu glasameðferðinni eftir langt ferli. Hin tvö koma „óvænt” og án allrar aðstoðar og því allt önnur upplifun og minna um hræðslu sem ég fann svo sterkt fyrir á fyrstu meðgöngunni. Maður trúði ekki að þetta væri hægt eftir allt sem á undan var gengið þannig maður fyllist að sjálfsögðu gríðarlegu þakklæti. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég hef átt góðar og í raun mjög svipaðar meðgöngur. Á fyrstu vikunum verð ég rosalega syfjuð og með mikið „crave“ í allskonar fæðu frá barnæsku ásamt því að fá ótrúlega sterkt lyktarskyn. Mér fannst sterk óþefja af öllu kjöti og ég gat með engu móti borðað eða eldað fisk og kjúkling. Nú á síðustu meðgöngu var ég enn með dóttur mína í orlofi á fyrstu vikum meðgöngunnar en hún er rosalega orkumikil og ég man hvað ég var oft nálægt því að sofna hreinlega út á róló með henni. Svo hef ég endurheimt orkuna í kringum 13.-14. viku og haldið henni út meðgönguna sem betur fer. Yndislegar ljósmæður í öll skiptin Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Mér leið ótrúlega vel með stækkandi bumbu og hluta til kannski af því mér leið svo rosalega vel líkamlega á öllum meðgöngunum. Náði að hreyfa mig vel og sofa vel sem hefur eflaust átt þátt í því að taka öllum breytingum svona vel. Biðin á fyrstu meðgöngu hafði verið löng þannig maður var svo ótrúlega tilbúinn að takast á við þessar breytingar og öllu sem því getur fylgt. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður?Ég á ekkert nema ótrúlega jákvæða upplifun á allri þjónustu sem við höfum fengið á öllum þrem meðgöngunum. Við fengum yndislega ljósmóðir í mæðraverndinni á fyrstu meðgöngu sem hefur svo fylgt mér í gegnum allar þjár meðgöngurnar og sængurleguna. Þegar Haukur Leo greinist með hjartagalla snemma á meðgöngu þá áttum við varla til orð yfir það hversu vel var hugsað um okkur. Vorum í reglulegum skoðunum niðrá kvennadeild alla meðgönguna ásamt því að okkur var boðin allskonar fræðsla og viðtöl við lækna og hjúkrunarfræðingar niðrá barnaspítala. „Kreivaði“ mat úr æsku Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni?Fékk rosalegt „crave“ í alls konar mat sem ég borðaði í æsku eins og grillað brauð með kokteilsósu, Honey nut cheerios, núðlusúpur og spaghetti með tómatsósu. Subway og ostaslaufur voru oftar en ekki á kvöld matseðlinum. Svo fékk ég mér Maikai skálar svona 5x í viku. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Erfiðast við meðgönguna er að hún er níu mánuðir. Aldrei hefði mig grunað hvað þessir níu mánuðir geta liðið hægt og biðin erfiðust sérstaklega í lokin. Ég hef aldrei náð að „gleyma” mér á meðgöngu ég hef alltaf verið með öll „öppin“ að fylgjast með. Ég er rosalega óþolinmóð týpa almennt þannig niðurtalning hófst snemma. Erfiðast við síðustu meðgönguna var óvissan tengd hjartagallanum hans Hauks og svo var orðið þreytt að rogast og reyna halda á tveimur börnum, þriggja ára og 18 mánaða. Það var orðið ansi þröngt í fangi í undir lokin. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Ætli það sé ekki bara undirbúningurinn eða „nesting“. Svo grunar mig að á minni fyrstu meðgöngu hafi ég slegið Íslandsmetið í sónar þannig ætli ég verði ekki að segja mér hafi fundist skemmtilegast að fara í sónar og kíkja á krílið. Ég hafði miklar áhyggjur að missa á fyrstu meðgöngu þannig mér fannst ég róast mikið við það að fara og kíkja, við vorum farin að verða eins og hvert annað húsgagn hjá 9 mánuðum. Varstu í mömmuklúbb? Fyrsta barnið kom á hápunkti Covid en ég hef verið ótrúlega heppin að nánar vinkonur hafa verið að eiga börn á sama tíma og því hef ég alltaf haft góðan félagsskap í orlofinu. Ótrúlega dýrmætt að geta farið í gegnum þetta með góðum vinkonum. Fannst þér það skipta máli að umgangast mæður sem voru á svipuðum stað? Alveg 100 prósent. Það er svo gott að geta hent pælingum og spurningum á milli þegar við erum allar í svipuðu sporum. Ég hef í raun fengið öll bestu ráðin frá góðum og reyndum mæðrum í kringum mig og hef því getað sleppt því að festast of lengi á Google. Fengu þið að vita kynið? Já í öll þjú skiptin. Það kom aldrei neitt annað til greina. Mér fannst þetta stytta biðina aðeins. Yfirnáttúruleg tilfinning Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Fyrir fyrstu fæðinguna fór ég á fæðingarnámskeið og brjóstagjafanámskeið. Ég keypti svo einhverjar bækur sem ég og maðurinn minn þóttumst lesa. Fyrir seinni tvær meðgöngurnar ákvað ég að ofhugsa þetta ekkert og bara vona það besta. Hvernig gekk fæðingin? Þær voru mjög misjafnar. Fyrstu tvær mun erfiðari og enduðu með sogklukku. Þriðja fæðingin var góð og án alls inngrips, hann var mættur 3 til 4 tímum eftir fyrsta verk. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Algjörlega óútskýranleg og yfirnáttúruleg tilfinning sem yfirtekur mann. Algjör klisja en þetta eru alveg nýjar og svo miklu sterkari tilfinningar en maður hefur fundið áður fyrir. Ég væri til í endurupplifa þessar stundir milljón sinnum. Svo magnað að á einni millisekúndu fer maður frá mesta sársauka sem ég hef upplifað yfir í bestu tilfinningu lífs míns. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Fyrstu dagarnir hafa verið mikill rússíbani í öll þrjú skiptin en ég hef fengið rosalegan stálma í brjóstin í öll skiptin og því fylgdi mikil vanlíðan og hitaköst. Við duttum í lukkupottinn með dásamlegustu ljósmóðir landsins sem átti stóran þátt í að í heildina litið var líðanin á sængurlegunni góð fyrir utan hel aum brjóst. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei ég get ekki sagt ég hafi fundið pressu frá samfélaginu. Mér finnst eins og það sé fullur skilningur gagnvart fólki sem kýs að kaupa sér allt nýtt og svo þeim sem vilja nýta sér loppurnar og fá lánað frá fólki í kringum sig. Ég hef verið dugleg að fá lánað og lána öðrum. Algjör snilld að geta nýtt hluti frá vinum og vandamönnum sem aðeins eru notaðir í nokkra mánuði. Móðurmál er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við mæður á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Móðurmálum á svavam@stod2.is. Móðurmál Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona á Stöð 2 eignaðist frumburð sinn, Andreu Kristnýju, þann 14. janúar síðastliðinn, eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár með aðstoð fyrirtækisins Livio. 11. október 2024 10:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Spurning vikunnar: Hver er helsta ástæða rifrildis við maka? Makamál Spurning vikunnar: Er fyrrverandi maki vandamál í núverandi sambandi? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Jóna Kristín og maðurinn hennar, Brynjar Benediktsson, eignuðust þrjú börn á þremur og hálfu ári, en fyrsta barnið þeirra, Andres Aron kom í heiminn árið 2020. „Við vorum því meira en tilbúin að fara í barneignir árið 2016 þegar ég hætti að spila fótbolta. En það gekk brösulega og við vorum greind með „óútskýrða“ ófrjósemi og prófum allskonar „lítil“ inngrip fram til ársins 2018 þegar við fórum á fullt í tæknifrjóvgunarferli, bæði hér á Íslandi og í Grikklandi. Ég fæ svo loksins jákvætt þungunarpróf í lok árs 2019,“ segir Jóna. Jóna segir að fljótlega eftir að hún hætti með Andres á brjósti varð hún óvænt ólétt, eins og hún orðar það, af dóttur þeirra, Andreu Lind sem kom í heiminn árið 2022. Sagan endurtók sig þegar hún varð ólétt af þriðja barni þeirra, Hauki Leo, sumarið 2023, sem kom í heiminn 1. mars síðastliðinn. Snemma á meðgöngunni kom í ljós að Haukur Leo væri með meðfæddan hjartagalla og að hann þyrfti að fara erlendis í aðgerð. „Við fórum í stóra opna hjartaaðgerð í Lundi í sumar og hefur allt gengið framar vonum í bataferlinu hans,“ segir Jóna. Átján ár af ást Jóna og Brynjar kynnust þegar þau voru á fyrsta ári í Verslunarskóla Íslands árið 2006 og hafa verið saman allar götur síðan. Þau eru bæði fyrrverandi knattspyrnufólk og reka saman fyrirtækin, Soccer and Education USA, sem sérhæfir sig í að aðstoða íþróttafólk við að komast á háskólastyrk til Bandaríkjanna, og ferðaskrifstofuna, Iceland Soccer Travel, þar sem þau sjá um skipulagningu íþrótta- og upplifunarferða á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hér fyrir neðan svarar Jóna Kristín spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk?Upplifanirnar hafa verið mjög mismunandi. Ótrúleg gleði í sambland við rosalega hræðslu við að missa þegar ég verð ófrísk af elsta stráknum okkar en hann verður til í fimmtu glasameðferðinni eftir langt ferli. Hin tvö koma „óvænt” og án allrar aðstoðar og því allt önnur upplifun og minna um hræðslu sem ég fann svo sterkt fyrir á fyrstu meðgöngunni. Maður trúði ekki að þetta væri hægt eftir allt sem á undan var gengið þannig maður fyllist að sjálfsögðu gríðarlegu þakklæti. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég hef átt góðar og í raun mjög svipaðar meðgöngur. Á fyrstu vikunum verð ég rosalega syfjuð og með mikið „crave“ í allskonar fæðu frá barnæsku ásamt því að fá ótrúlega sterkt lyktarskyn. Mér fannst sterk óþefja af öllu kjöti og ég gat með engu móti borðað eða eldað fisk og kjúkling. Nú á síðustu meðgöngu var ég enn með dóttur mína í orlofi á fyrstu vikum meðgöngunnar en hún er rosalega orkumikil og ég man hvað ég var oft nálægt því að sofna hreinlega út á róló með henni. Svo hef ég endurheimt orkuna í kringum 13.-14. viku og haldið henni út meðgönguna sem betur fer. Yndislegar ljósmæður í öll skiptin Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Mér leið ótrúlega vel með stækkandi bumbu og hluta til kannski af því mér leið svo rosalega vel líkamlega á öllum meðgöngunum. Náði að hreyfa mig vel og sofa vel sem hefur eflaust átt þátt í því að taka öllum breytingum svona vel. Biðin á fyrstu meðgöngu hafði verið löng þannig maður var svo ótrúlega tilbúinn að takast á við þessar breytingar og öllu sem því getur fylgt. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður?Ég á ekkert nema ótrúlega jákvæða upplifun á allri þjónustu sem við höfum fengið á öllum þrem meðgöngunum. Við fengum yndislega ljósmóðir í mæðraverndinni á fyrstu meðgöngu sem hefur svo fylgt mér í gegnum allar þjár meðgöngurnar og sængurleguna. Þegar Haukur Leo greinist með hjartagalla snemma á meðgöngu þá áttum við varla til orð yfir það hversu vel var hugsað um okkur. Vorum í reglulegum skoðunum niðrá kvennadeild alla meðgönguna ásamt því að okkur var boðin allskonar fræðsla og viðtöl við lækna og hjúkrunarfræðingar niðrá barnaspítala. „Kreivaði“ mat úr æsku Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni?Fékk rosalegt „crave“ í alls konar mat sem ég borðaði í æsku eins og grillað brauð með kokteilsósu, Honey nut cheerios, núðlusúpur og spaghetti með tómatsósu. Subway og ostaslaufur voru oftar en ekki á kvöld matseðlinum. Svo fékk ég mér Maikai skálar svona 5x í viku. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Erfiðast við meðgönguna er að hún er níu mánuðir. Aldrei hefði mig grunað hvað þessir níu mánuðir geta liðið hægt og biðin erfiðust sérstaklega í lokin. Ég hef aldrei náð að „gleyma” mér á meðgöngu ég hef alltaf verið með öll „öppin“ að fylgjast með. Ég er rosalega óþolinmóð týpa almennt þannig niðurtalning hófst snemma. Erfiðast við síðustu meðgönguna var óvissan tengd hjartagallanum hans Hauks og svo var orðið þreytt að rogast og reyna halda á tveimur börnum, þriggja ára og 18 mánaða. Það var orðið ansi þröngt í fangi í undir lokin. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Ætli það sé ekki bara undirbúningurinn eða „nesting“. Svo grunar mig að á minni fyrstu meðgöngu hafi ég slegið Íslandsmetið í sónar þannig ætli ég verði ekki að segja mér hafi fundist skemmtilegast að fara í sónar og kíkja á krílið. Ég hafði miklar áhyggjur að missa á fyrstu meðgöngu þannig mér fannst ég róast mikið við það að fara og kíkja, við vorum farin að verða eins og hvert annað húsgagn hjá 9 mánuðum. Varstu í mömmuklúbb? Fyrsta barnið kom á hápunkti Covid en ég hef verið ótrúlega heppin að nánar vinkonur hafa verið að eiga börn á sama tíma og því hef ég alltaf haft góðan félagsskap í orlofinu. Ótrúlega dýrmætt að geta farið í gegnum þetta með góðum vinkonum. Fannst þér það skipta máli að umgangast mæður sem voru á svipuðum stað? Alveg 100 prósent. Það er svo gott að geta hent pælingum og spurningum á milli þegar við erum allar í svipuðu sporum. Ég hef í raun fengið öll bestu ráðin frá góðum og reyndum mæðrum í kringum mig og hef því getað sleppt því að festast of lengi á Google. Fengu þið að vita kynið? Já í öll þjú skiptin. Það kom aldrei neitt annað til greina. Mér fannst þetta stytta biðina aðeins. Yfirnáttúruleg tilfinning Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Fyrir fyrstu fæðinguna fór ég á fæðingarnámskeið og brjóstagjafanámskeið. Ég keypti svo einhverjar bækur sem ég og maðurinn minn þóttumst lesa. Fyrir seinni tvær meðgöngurnar ákvað ég að ofhugsa þetta ekkert og bara vona það besta. Hvernig gekk fæðingin? Þær voru mjög misjafnar. Fyrstu tvær mun erfiðari og enduðu með sogklukku. Þriðja fæðingin var góð og án alls inngrips, hann var mættur 3 til 4 tímum eftir fyrsta verk. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Algjörlega óútskýranleg og yfirnáttúruleg tilfinning sem yfirtekur mann. Algjör klisja en þetta eru alveg nýjar og svo miklu sterkari tilfinningar en maður hefur fundið áður fyrir. Ég væri til í endurupplifa þessar stundir milljón sinnum. Svo magnað að á einni millisekúndu fer maður frá mesta sársauka sem ég hef upplifað yfir í bestu tilfinningu lífs míns. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Fyrstu dagarnir hafa verið mikill rússíbani í öll þrjú skiptin en ég hef fengið rosalegan stálma í brjóstin í öll skiptin og því fylgdi mikil vanlíðan og hitaköst. Við duttum í lukkupottinn með dásamlegustu ljósmóðir landsins sem átti stóran þátt í að í heildina litið var líðanin á sængurlegunni góð fyrir utan hel aum brjóst. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Nei ég get ekki sagt ég hafi fundið pressu frá samfélaginu. Mér finnst eins og það sé fullur skilningur gagnvart fólki sem kýs að kaupa sér allt nýtt og svo þeim sem vilja nýta sér loppurnar og fá lánað frá fólki í kringum sig. Ég hef verið dugleg að fá lánað og lána öðrum. Algjör snilld að geta nýtt hluti frá vinum og vandamönnum sem aðeins eru notaðir í nokkra mánuði. Móðurmál er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við mæður á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Móðurmálum á svavam@stod2.is.
Móðurmál Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona á Stöð 2 eignaðist frumburð sinn, Andreu Kristnýju, þann 14. janúar síðastliðinn, eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár með aðstoð fyrirtækisins Livio. 11. október 2024 10:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Spurning vikunnar: Hver er helsta ástæða rifrildis við maka? Makamál Spurning vikunnar: Er fyrrverandi maki vandamál í núverandi sambandi? Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Einhleypan: „Kynvilla og kampavín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona á Stöð 2 eignaðist frumburð sinn, Andreu Kristnýju, þann 14. janúar síðastliðinn, eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár með aðstoð fyrirtækisins Livio. 11. október 2024 10:01