„Stjórnmálaferill minn var víst stuttur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 19:08 Jasmina hlaut ekki brautargengi hjá Viðreisn í Suðurkjördæmi en hún sóttist eftir oddvitasæti. Jasmina Vajzović Crnac, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sem sóttist eftir oddvitasæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi segir að sér hafi verið hafnað af uppstillingarnefnd. Höfnunin hafi byggst á fjölbreytileikasjónarmiði. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag. „Stjórnmálaferil minn var víst stuttur. Mér barst símtal í kvöld frá formanni uppstillinganefndar þar sem mér var hafnað á lista Viðreisnar. Ég tek því og heyri að það er ekki þörf á minni rödd í flokknum,“ sagði hún í tilkynningunni. „Ég er svekkt enda búin vera í flokknum siðan 2018 og unnið í stefnum flokksins í gegnum árin, stutt og unnið fyrir flokkinn í öllum kosningum, en svona eru stjórnmál. Ég fylgdi mínu hjarta og fer sátt með þá ákvörðun,“ sagði hún einnig. Þyrfti að horfa til breiddarinnar Fréttastofa hafði samband við Jasminu til að heyra í henni hljóðið eftir þessi tíðindi. Þú fékkst símtal frá formanni uppstillingarnefndar. Hvað sagði hann? „Mér var hafnað. Þau vildu hafa óbreyttan oddvita og af því ég sóttist eftir fyrsta sæti fannst þeim rétt að láta mig vita af því,“ sagði Jasmina. „Það þurfi að horfa til aldurs og að hafa breiðan hóp. Þau sáu því ekki fram á að geta boðið mér sæti ofarlega, allavega ekki í efstu sex sætum. Það var niðurstaðan. Rökin fyrir höfnuninni voru þá að það þyrfti að halda fjölbreytileika? „Já, rökin voru í raun og veru að það þyrfti að horfa til breiddar og heildarinnar.“ Mætt á marga fundi og búið til margar stefnur Jasmina viðurkennir að hún sé sár yfir niðurstöðunni enda sé hún metnaðarfullur einstaklingur. „Ég er búin að vera í Viðreisn síðustu sex ár, hef setið í uppstillingarnefnd, stofnaði Viðreisn í Reykjanesbæ ásamt öðrum, ég sat í Suðurráði í öll þessi ár og hef setið í stjórn Viðreisnar. Ég hef búið til margar stefnur, mætt á marga fundi og búin að eyða miklum tíma. Þannig það er svekkjandi að fá svona svar en að þessu sinni er ekki óskað eftir því að mín rödd fái hljómgrunn. Það verður bara að hafa það.“ Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag. „Stjórnmálaferil minn var víst stuttur. Mér barst símtal í kvöld frá formanni uppstillinganefndar þar sem mér var hafnað á lista Viðreisnar. Ég tek því og heyri að það er ekki þörf á minni rödd í flokknum,“ sagði hún í tilkynningunni. „Ég er svekkt enda búin vera í flokknum siðan 2018 og unnið í stefnum flokksins í gegnum árin, stutt og unnið fyrir flokkinn í öllum kosningum, en svona eru stjórnmál. Ég fylgdi mínu hjarta og fer sátt með þá ákvörðun,“ sagði hún einnig. Þyrfti að horfa til breiddarinnar Fréttastofa hafði samband við Jasminu til að heyra í henni hljóðið eftir þessi tíðindi. Þú fékkst símtal frá formanni uppstillingarnefndar. Hvað sagði hann? „Mér var hafnað. Þau vildu hafa óbreyttan oddvita og af því ég sóttist eftir fyrsta sæti fannst þeim rétt að láta mig vita af því,“ sagði Jasmina. „Það þurfi að horfa til aldurs og að hafa breiðan hóp. Þau sáu því ekki fram á að geta boðið mér sæti ofarlega, allavega ekki í efstu sex sætum. Það var niðurstaðan. Rökin fyrir höfnuninni voru þá að það þyrfti að halda fjölbreytileika? „Já, rökin voru í raun og veru að það þyrfti að horfa til breiddar og heildarinnar.“ Mætt á marga fundi og búið til margar stefnur Jasmina viðurkennir að hún sé sár yfir niðurstöðunni enda sé hún metnaðarfullur einstaklingur. „Ég er búin að vera í Viðreisn síðustu sex ár, hef setið í uppstillingarnefnd, stofnaði Viðreisn í Reykjanesbæ ásamt öðrum, ég sat í Suðurráði í öll þessi ár og hef setið í stjórn Viðreisnar. Ég hef búið til margar stefnur, mætt á marga fundi og búin að eyða miklum tíma. Þannig það er svekkjandi að fá svona svar en að þessu sinni er ekki óskað eftir því að mín rödd fái hljómgrunn. Það verður bara að hafa það.“
Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira