Lætur sig aldrei vanta á opnanir á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. október 2024 10:03 Steinar Svan hefur verið viðstaddur meira og minna allar opnanir á þekktum verslunar- og veitingastaðakeðjum á Íslandi undafarin ár. Stöð 2 „Almenningur allur, hann er tilbúinn að koma og kaupa ef þú færð rétta æðið af stað,“segir Steinar Svan Birgisson en það má segja að hann sé nokkurskonar atvinnumaður í opnunum á Íslandi. Hann lætur sig aldrei vanta þegar þekktar verslunar-og veitingastaðakeðjur opna hér á landi og er ávallt fremstur í röðinni. Á síðustu árum hefur það gerst nokkrum sinnum að allt ætli um koll að keyra þegar stórar verslunarkeðjur og veitingastaðir opna á Íslandi. Fólk bíður heilu og hálfu dagana í röð og tjaldar jafnvel næturlangt. Fjölmiðlar hafa verið með beinar útsendinga og tekið viðtöl við óþreyjufulla Íslendinga. En af hverju elska Íslendingar opnanir og eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að vera fyrstir í röðinni? Er þetta séríslenskt? Eða er þetta bara í eðli mannsins? Í nýjasta þætti Eftirmála eru rifjaðar upp eftirminnilegar opnanir þekktra verslunar-og veitingastaðakeðja en opnun Mcdonalds, Bauhaus, H&M, Costco, Lindex og Dunkin Donuts á Íslandi fengu allar gríðarlega athygli í fjölmiðlum og voru mikið í umræðunni í samfélaginu. Rætt er við Steinar Svan, auk þess sem rætt er við Kolbein Tuma Daðason fréttastjóra Vísis, og Jakob Birgisson grínista. Fyrstur allra inn í Costco „Mér finnst einhvern veginn röðin mest spennandi. Og með árunum þá hefur skapast röð og hér og þar og þessi menning er að kvikna og vaxa og dafna,“ segir Steinar Svan í samtali við Eftirmál en aðspurður segist hann hafa verið viðstaddur sex af þeim stóru opnunum sem átt hafa sér stað hér á landi undanfarin ár. Í þættinum er meðal annars rifjað upp þegar bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Garðabæ í maí 2017 en annað hundrað manns biðu í röð fyrir utan þegar verslunin opnaði. Vísir var með útsendingu frá Kauptúni til að fanga stemninguna og heyra í fólkinu en Steinar Svan var fremstur í röðinni þennan morgun og var þar af leiðandi með fyrstu Íslendingunum sem stigu fæti inn í verslun Costco á Íslandi. Í samtali við Eftirmál segir Steinar að Costco opnunin sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Það einhvern veginn bara stormaði fólk inn í búðina. Ekki næsta dag, ekki daginn þar á eftir, heldur fleiri og fleiri daga.Búðin var stömpuð af fólki sem kom og verslaði, þetta var ótrúlega magnað,” segir Steinar en aðspurður segist hann ekki hafa svekkt sig á því að hafa ekki fengið gjafabréf frá Costco þrátt fyrir að hafa staðið klukkutímum saman í biðröðinni. „Mér fannst bara svo spennandi að vera fyrstur í röðinni og fá að skoða búðina fyrstur,“ segir Steinar og bætir við á öðrum stað: „Af því að ég var fyrstur, þá fannst mér svo mikilvægt að gera sem mest úr þessu og skapa smá gleði meðal almennings.“ Múgæsingur vegna kleinuhringja Í þættinum er rifjuð upp stemningin sem skapaðist í kringum opnun kleinuhringjastaðarins Donkin Donuts á Íslandi í apríl árið 2015. Það myndaðist löng röð fyrir utan staðinn kvöldið og nóttina fyrir opnun þar sem fólk reyndi að komast yfir árskort af kleinuhringjum og Steinar var með þeim fremstu. „Ég fékk tvo Dunkin Donuts kort, ekki fyrstur í einni röð, en sannarlega fyrstur í Keflavík. Ég held ég hafi aldrei gefið jafn marga kleinuhringi á ævinni,“segir Steinar. Steinar var sömuleiðis fremstur í röðinni þegar fatarisinn H&M opnaði tvær verslanir á Íslandi, í ágúst og í semptember árið 2018. Hann beið næturlangt í fyrri röðinni. „Ég vissi það að ef ég myndi halda plássinu mínu þá fengi ég gulrót. Ég fékk tékka fyrir 25 þúsund kall fyrir að bíða í röðinni.“ Spenna og gleði að bíða í röð „Þetta var rosalega spenna hjá mér, ég alveg uppveðraðist og hristist inni í mér af kátínu,“segir Steinar aðspurður um hvað það er sem dragi hann að þessum röðum aftur og aftur. Hann segist jafnframt skilja vel þá sem hneyksla sig á því að fólk skuli flykkjast í raðir vegna opnana. „Ég skil það bara fullkomlega vel, því fólk er ólíkt og fólk er allskonar. Það að mér finnist eitthvað skemmtilegt og áhugavert, það er minn réttur. Alveg eins og það er þinn réttur að finnast eitthvað allt annað,“segir Steinar en hann lýsir upplifuninni af því að standa í röðinni við opnun á nýjum stað við nokkurskonar dópamínflæði. „Ef ég á að uppskera eitthvað þá finnst mér ég þurfa að taka þátt í baráttunni. Það gerist ekkert nema maður geri það sjálfur, taki virkan þátt og sé með. Og við megum vera með. Og það er svo fallegt.“ Verslun Eftirmál Costco Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Á síðustu árum hefur það gerst nokkrum sinnum að allt ætli um koll að keyra þegar stórar verslunarkeðjur og veitingastaðir opna á Íslandi. Fólk bíður heilu og hálfu dagana í röð og tjaldar jafnvel næturlangt. Fjölmiðlar hafa verið með beinar útsendinga og tekið viðtöl við óþreyjufulla Íslendinga. En af hverju elska Íslendingar opnanir og eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að vera fyrstir í röðinni? Er þetta séríslenskt? Eða er þetta bara í eðli mannsins? Í nýjasta þætti Eftirmála eru rifjaðar upp eftirminnilegar opnanir þekktra verslunar-og veitingastaðakeðja en opnun Mcdonalds, Bauhaus, H&M, Costco, Lindex og Dunkin Donuts á Íslandi fengu allar gríðarlega athygli í fjölmiðlum og voru mikið í umræðunni í samfélaginu. Rætt er við Steinar Svan, auk þess sem rætt er við Kolbein Tuma Daðason fréttastjóra Vísis, og Jakob Birgisson grínista. Fyrstur allra inn í Costco „Mér finnst einhvern veginn röðin mest spennandi. Og með árunum þá hefur skapast röð og hér og þar og þessi menning er að kvikna og vaxa og dafna,“ segir Steinar Svan í samtali við Eftirmál en aðspurður segist hann hafa verið viðstaddur sex af þeim stóru opnunum sem átt hafa sér stað hér á landi undanfarin ár. Í þættinum er meðal annars rifjað upp þegar bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Garðabæ í maí 2017 en annað hundrað manns biðu í röð fyrir utan þegar verslunin opnaði. Vísir var með útsendingu frá Kauptúni til að fanga stemninguna og heyra í fólkinu en Steinar Svan var fremstur í röðinni þennan morgun og var þar af leiðandi með fyrstu Íslendingunum sem stigu fæti inn í verslun Costco á Íslandi. Í samtali við Eftirmál segir Steinar að Costco opnunin sé í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Það einhvern veginn bara stormaði fólk inn í búðina. Ekki næsta dag, ekki daginn þar á eftir, heldur fleiri og fleiri daga.Búðin var stömpuð af fólki sem kom og verslaði, þetta var ótrúlega magnað,” segir Steinar en aðspurður segist hann ekki hafa svekkt sig á því að hafa ekki fengið gjafabréf frá Costco þrátt fyrir að hafa staðið klukkutímum saman í biðröðinni. „Mér fannst bara svo spennandi að vera fyrstur í röðinni og fá að skoða búðina fyrstur,“ segir Steinar og bætir við á öðrum stað: „Af því að ég var fyrstur, þá fannst mér svo mikilvægt að gera sem mest úr þessu og skapa smá gleði meðal almennings.“ Múgæsingur vegna kleinuhringja Í þættinum er rifjuð upp stemningin sem skapaðist í kringum opnun kleinuhringjastaðarins Donkin Donuts á Íslandi í apríl árið 2015. Það myndaðist löng röð fyrir utan staðinn kvöldið og nóttina fyrir opnun þar sem fólk reyndi að komast yfir árskort af kleinuhringjum og Steinar var með þeim fremstu. „Ég fékk tvo Dunkin Donuts kort, ekki fyrstur í einni röð, en sannarlega fyrstur í Keflavík. Ég held ég hafi aldrei gefið jafn marga kleinuhringi á ævinni,“segir Steinar. Steinar var sömuleiðis fremstur í röðinni þegar fatarisinn H&M opnaði tvær verslanir á Íslandi, í ágúst og í semptember árið 2018. Hann beið næturlangt í fyrri röðinni. „Ég vissi það að ef ég myndi halda plássinu mínu þá fengi ég gulrót. Ég fékk tékka fyrir 25 þúsund kall fyrir að bíða í röðinni.“ Spenna og gleði að bíða í röð „Þetta var rosalega spenna hjá mér, ég alveg uppveðraðist og hristist inni í mér af kátínu,“segir Steinar aðspurður um hvað það er sem dragi hann að þessum röðum aftur og aftur. Hann segist jafnframt skilja vel þá sem hneyksla sig á því að fólk skuli flykkjast í raðir vegna opnana. „Ég skil það bara fullkomlega vel, því fólk er ólíkt og fólk er allskonar. Það að mér finnist eitthvað skemmtilegt og áhugavert, það er minn réttur. Alveg eins og það er þinn réttur að finnast eitthvað allt annað,“segir Steinar en hann lýsir upplifuninni af því að standa í röðinni við opnun á nýjum stað við nokkurskonar dópamínflæði. „Ef ég á að uppskera eitthvað þá finnst mér ég þurfa að taka þátt í baráttunni. Það gerist ekkert nema maður geri það sjálfur, taki virkan þátt og sé með. Og við megum vera með. Og það er svo fallegt.“
Verslun Eftirmál Costco Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira