Samþykktu naumlega að stefna að ESB-aðild Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2024 10:33 Maia Sandu, forseti Moldóvu, þegar hún greiddi atkvæði á sunnudag. Hún hlaut 42 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna. Það hefði verið mikill ósigur fyrir hana ef ESB-aðild hefði verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni. AP/Vadim Ghirda Naumur meirihluti kjósenda í Moldóvu samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem leggur grunninn að Evrópusambandsaðild fyrrum Sovétlýðveldisins. Niðurstaðan þykir koma á óvart þar sem talið var að breytingin yrði samþykkt með ríflegum meirihluta. Forseti landsins sakar Rússa um að reyna að hafa áhrif á úrslitin. Þegar 99,41 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 50,39 prósent hafa greitt atkvæði með tillögunni en 49,61 prósent gegn henni, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar Moldóvu. „Nei“ var með forystu í talningu þar til aðeins nokkur þúsund atkvæði voru enn ótalin, að sögn AP-fréttastofunnar. Maia Sandu, forseti Moldóvu, ítrekaði ásakanir sínar um stórfelld kosningasvik og önnur afskipti runnin undan rifjum stjórnvalda í Kreml. Stjórn hennar er fylgjandi Evrópusambandsaðildinni og studdi stjórnarskrárbreytingunni með ráð og dáð. Moldóva sótti um aðild að ESB eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 og hlaut stöðu umsóknarríkis þá um sumarið. Nú í sumar samþykkti sambandið að hefja aðildarviðræður við Moldóvu. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um að fjármagna andstöðuhópa, dreifa upplýsingafalsi og að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga, meðal annars með því að standa að atkvæðakaupum. Talsmaður Evrópusambandsins segir að kosningarnar hafi farið fram í skugga fordæmalausra afskipta og ógnana Rússa. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC urðu þó persónulega vitni að því að kona sem greiddi atkvæði á kjörstað fyrir íbúa Transnistríu, héraðs Moldóvíu sem er hernumið af Rússum, spurði kosningaeftirlitsmann hvar hún fengi greitt fyrir það. Hún viðurkenndi það fúslega fyrir fréttamönnunum að henni hefði verið lofað greiðslu fyrir að kjósa en sagði ekki hvað hún kaus. Greitt fyrir atkvæði og lagt á ráðin um ófrið Lögreglan í Moldóvu afhjúpaði umfangsmikil atkvæðakaup sem Ilan Shor, auðkýfingur sem er hallur undir Rússland, skipualagði. Shor er í sjálfskipaðri útlegð í Rússlandi en hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna fúlgna fjár sem hurfu úr moldóvskum bönkum árið 2014. Shor greiddi 130.000 manns alls fimmtán milljónir evra til þess að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni og Sandu í fyrri umferð forsetakosninga sem fóru fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá segjast moldóvsk yfirvöld hafa stöðvað ráðabrugg um ófrið sem átti að spilla fyrir atkvæðagreiðslunum tveimur. Fleiri en hundrað ungmenni eru sögð hafa hlotið þjálfun málaliðahópa í Moskvu í að efna til ófriðar. Moldóva Evrópusambandið Sovétríkin Rússland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þegar 99,41 prósent atkvæða höfðu verið talin reyndust 50,39 prósent hafa greitt atkvæði með tillögunni en 49,61 prósent gegn henni, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar Moldóvu. „Nei“ var með forystu í talningu þar til aðeins nokkur þúsund atkvæði voru enn ótalin, að sögn AP-fréttastofunnar. Maia Sandu, forseti Moldóvu, ítrekaði ásakanir sínar um stórfelld kosningasvik og önnur afskipti runnin undan rifjum stjórnvalda í Kreml. Stjórn hennar er fylgjandi Evrópusambandsaðildinni og studdi stjórnarskrárbreytingunni með ráð og dáð. Moldóva sótti um aðild að ESB eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 og hlaut stöðu umsóknarríkis þá um sumarið. Nú í sumar samþykkti sambandið að hefja aðildarviðræður við Moldóvu. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um að fjármagna andstöðuhópa, dreifa upplýsingafalsi og að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga, meðal annars með því að standa að atkvæðakaupum. Talsmaður Evrópusambandsins segir að kosningarnar hafi farið fram í skugga fordæmalausra afskipta og ógnana Rússa. Því hafna rússnesk stjórnvöld. Fréttaritarar breska ríkisútvarpsins BBC urðu þó persónulega vitni að því að kona sem greiddi atkvæði á kjörstað fyrir íbúa Transnistríu, héraðs Moldóvíu sem er hernumið af Rússum, spurði kosningaeftirlitsmann hvar hún fengi greitt fyrir það. Hún viðurkenndi það fúslega fyrir fréttamönnunum að henni hefði verið lofað greiðslu fyrir að kjósa en sagði ekki hvað hún kaus. Greitt fyrir atkvæði og lagt á ráðin um ófrið Lögreglan í Moldóvu afhjúpaði umfangsmikil atkvæðakaup sem Ilan Shor, auðkýfingur sem er hallur undir Rússland, skipualagði. Shor er í sjálfskipaðri útlegð í Rússlandi en hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í fyrra fyrir fjársvik og peningaþvætti vegna fúlgna fjár sem hurfu úr moldóvskum bönkum árið 2014. Shor greiddi 130.000 manns alls fimmtán milljónir evra til þess að kjósa gegn stjórnarskrárbreytingunni og Sandu í fyrri umferð forsetakosninga sem fóru fram samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá segjast moldóvsk yfirvöld hafa stöðvað ráðabrugg um ófrið sem átti að spilla fyrir atkvæðagreiðslunum tveimur. Fleiri en hundrað ungmenni eru sögð hafa hlotið þjálfun málaliðahópa í Moskvu í að efna til ófriðar.
Moldóva Evrópusambandið Sovétríkin Rússland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira