Spilaði í NFL fimmtíu dögum eftir að hann var skotinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 12:03 Ricky Pearsall í fyrsta leik sínum í NFL. getty/Ezra Shaw Nýliðinn Ricky Pearsall lék sinn fyrsta leik í NFL á sunnudaginn, aðeins fimmtíu dögum eftir að hann var skotinn í brjóstkassann þegar unglingur reyndi að ræna hann. Atvikið átti sér stað 31. ágúst síðastliðinn. Sautján ára strákur reyndi þá að ræna Pearsall úti á götu í Union Square. Þeir tókust á, skot hljóp úr byssu stráksins og .eir urðu báðir fyrir því. Kúlan fór í bringu Pearsall og út um bakið á honum. Pearsall slapp ótrúlega vel eftir skotárásina en engin líffæri sködduðust. Hann var útskrifaður af spítala degi eftir árásina og var mættur í lyftingasalinn tveimur dögum síðar. Eðlilega varð þó bið á því að Pearsall þreytti frumraun sína með San Francisco 49ers en stundin rann loks upp á sunnudaginn þegar Niners mætti meisturum Kansas City Chiefs. Niners töpuðu leiknum, 28-18, en Pearsall var sáttur eftir leikinn, þann fyrsta á ferlinum í NFL. „Þetta skipti öllu máli,“ sagði Pearsall sem Niners valdi í fyrstu umferð nýliðavalsins. „Í ljósi alls þess sem ég hef gengið í gegnum síðustu mánuði var gott að spila aftur með strákunum. Strax eftir árásina hugsaði ég til strákanna, þjálfaranna og alls starfsliðsins. Allir studdu við bakið á mér og fyrir það er ég þakklátur.“ Eftir leikinn sagðist Pearsall vera fullur af orku og leið eins og hann gæti spilað annan leik strax aftur. NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað 31. ágúst síðastliðinn. Sautján ára strákur reyndi þá að ræna Pearsall úti á götu í Union Square. Þeir tókust á, skot hljóp úr byssu stráksins og .eir urðu báðir fyrir því. Kúlan fór í bringu Pearsall og út um bakið á honum. Pearsall slapp ótrúlega vel eftir skotárásina en engin líffæri sködduðust. Hann var útskrifaður af spítala degi eftir árásina og var mættur í lyftingasalinn tveimur dögum síðar. Eðlilega varð þó bið á því að Pearsall þreytti frumraun sína með San Francisco 49ers en stundin rann loks upp á sunnudaginn þegar Niners mætti meisturum Kansas City Chiefs. Niners töpuðu leiknum, 28-18, en Pearsall var sáttur eftir leikinn, þann fyrsta á ferlinum í NFL. „Þetta skipti öllu máli,“ sagði Pearsall sem Niners valdi í fyrstu umferð nýliðavalsins. „Í ljósi alls þess sem ég hef gengið í gegnum síðustu mánuði var gott að spila aftur með strákunum. Strax eftir árásina hugsaði ég til strákanna, þjálfaranna og alls starfsliðsins. Allir studdu við bakið á mér og fyrir það er ég þakklátur.“ Eftir leikinn sagðist Pearsall vera fullur af orku og leið eins og hann gæti spilað annan leik strax aftur.
NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn