Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2024 13:32 Vladímír Pútín hefur hert tök sín á rússnesku samfélagi á undanförnum árum, meðal annars með því að skilgreina félagasamtök og fjölmiðla sem útsendara erlendra ríkja. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. Fleiri en hundrað félagasamtök, fjölmiðlafyrirtæki og einstaklingar höfðuðu málið gegn rússneska ríkinu vegna laganna um erlendra útsendara sem voru sett árið 2012. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hefur beitt lögunum til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum heima fyrir. Í hópi þeirra sem höfðuðu málið voru International Memorial, mannréttindasamtök sem voru stofnuð til þess að rannsaka mannréttindabrot í tíð Sovétríkjanna, blaðamenn, aðgerðasinnar og fræðimenn sem rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint sem útsendara erlendra ríkja. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að rússnesku lögin væru andstæð ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi og samkomufrelsi í tilfelli allra þeirra sem stóðu að málsókninni og gegn ákvæðum hans um friðhelgi einkalífs einstaklinganna. Lögin, eins og þeim sé beitt, setji smánarblett á þeim sem fyrir þeim verða, þau séu misvísandi og þeim sé beitt á of almennan og ófyrirsjáanlegan hátt, að mati dómstólsins. „Þetta leiddi dómstólinn að þeirri niðurstöðu að tilgangur laganna væri að refsa og ógna frekar en að taka á meinti þörf fyrir gegnsæi eða lögmætum áhyggjum af þjóðaröryggi,“ sagði dómstóllinn. Judgment Kobaliya and Others v. Russia - “Foreign agent” legislation in Russia is arbitraryhttps://t.co/BEz2Z21169#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/cppZ1gvJvp— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) October 22, 2024 Kælingaráhrif á opinbera umræðu og versnað með tímanum Verulega er þrengt að þeim sem þurfa að skilgreina sig sem útsendara erlendra ríkja á grundvelli laganna. Einstaklingar og samtök þurfa að merkja allt efni sem frá þeim kemur með þessari stöðu þeirra. Þeim er meinað að taka þátt í kosningum, möguleikar þeirra á að stunda kennslu takmarkaðir, þeim bannað að beina boðskap sínum að ungu fólki og að taka við auglýsingatekjum frá einkaaðilum. Þá gerði dómstóllinn athugasemd við þeir sem þurfa að beygja sig undir lögin geti þurft að sæta gerræðislegum sektum og að lögaðilar séu jafnvel leystir upp. „Slíkar takmarkanir höfðu kælingaráhrif á opinbera umræðu og þátttöku borgaranna. Þær sköpuðu andrúmsloft grunsemda og vantrausts gagngvart óháðum röddum og gráfu undan grundvelli lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði dómstóllinn. Lögin hefðu ennfremur orðið enn harðneskjulegri með tímanum. Mun fleiri félagasamtök, fjölmiðlar og einstaklingar verði nú fyrir áhrifum af lögunum sem dómstóllinn telur að hafi færst enn lengra frá gildum mannréttindasáttmálans. Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Fleiri en hundrað félagasamtök, fjölmiðlafyrirtæki og einstaklingar höfðuðu málið gegn rússneska ríkinu vegna laganna um erlendra útsendara sem voru sett árið 2012. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hefur beitt lögunum til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum heima fyrir. Í hópi þeirra sem höfðuðu málið voru International Memorial, mannréttindasamtök sem voru stofnuð til þess að rannsaka mannréttindabrot í tíð Sovétríkjanna, blaðamenn, aðgerðasinnar og fræðimenn sem rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint sem útsendara erlendra ríkja. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í dag að rússnesku lögin væru andstæð ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi og samkomufrelsi í tilfelli allra þeirra sem stóðu að málsókninni og gegn ákvæðum hans um friðhelgi einkalífs einstaklinganna. Lögin, eins og þeim sé beitt, setji smánarblett á þeim sem fyrir þeim verða, þau séu misvísandi og þeim sé beitt á of almennan og ófyrirsjáanlegan hátt, að mati dómstólsins. „Þetta leiddi dómstólinn að þeirri niðurstöðu að tilgangur laganna væri að refsa og ógna frekar en að taka á meinti þörf fyrir gegnsæi eða lögmætum áhyggjum af þjóðaröryggi,“ sagði dómstóllinn. Judgment Kobaliya and Others v. Russia - “Foreign agent” legislation in Russia is arbitraryhttps://t.co/BEz2Z21169#ECHR #CEDH #ECHRpress pic.twitter.com/cppZ1gvJvp— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) October 22, 2024 Kælingaráhrif á opinbera umræðu og versnað með tímanum Verulega er þrengt að þeim sem þurfa að skilgreina sig sem útsendara erlendra ríkja á grundvelli laganna. Einstaklingar og samtök þurfa að merkja allt efni sem frá þeim kemur með þessari stöðu þeirra. Þeim er meinað að taka þátt í kosningum, möguleikar þeirra á að stunda kennslu takmarkaðir, þeim bannað að beina boðskap sínum að ungu fólki og að taka við auglýsingatekjum frá einkaaðilum. Þá gerði dómstóllinn athugasemd við þeir sem þurfa að beygja sig undir lögin geti þurft að sæta gerræðislegum sektum og að lögaðilar séu jafnvel leystir upp. „Slíkar takmarkanir höfðu kælingaráhrif á opinbera umræðu og þátttöku borgaranna. Þær sköpuðu andrúmsloft grunsemda og vantrausts gagngvart óháðum röddum og gráfu undan grundvelli lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði dómstóllinn. Lögin hefðu ennfremur orðið enn harðneskjulegri með tímanum. Mun fleiri félagasamtök, fjölmiðlar og einstaklingar verði nú fyrir áhrifum af lögunum sem dómstóllinn telur að hafi færst enn lengra frá gildum mannréttindasáttmálans.
Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila