Tvöfölduðu launin á fjórum árum Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 17:32 Vipers frá Kristiansand unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð. EPA-EFE/Tibor Illyes Það er líklega engin tilviljun að norska handknattleiksfélagið Vipers frá Kristiansand hafi rambað á barmi gjaldþrots. Þetta stórveldi í handbolta kvenna hefur á síðustu fjórum árum tvöfaldað launakostnað vegna leikmanna. Frá þessu greinir norski miðillinn VG sem kafað hefur ofan í fjármál handknattleiksfélagsins. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er launakostnaðurinn. Á sunnudag var greint frá því að Vipers væri á leið í gjaldþrot og að allir leikmenn félagsins yrðu samningslausir, en á síðustu stundu virðist hafa tekist að afstýra því. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Þessum aukna launakostnaði fylgdi aukinn árangur og Vipers unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, árin 2021-23. Liðið féll hins vegar úr keppni í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð og gengur ekkert sérstaklega í ár – er í 5. sæti af átta liðum í B-riðli. „Getum ekki haldið áfram svona“ Peter Gitmark, stjórnarformaður hjá Vipers, var beðinn að útskýra þetta rosalega stökk í launum. „Laun í Evrópu hafa hækkað verulega á þessum tíma. Á sama tíma hefur Vipers orðið alþjóðlegra lið með leikmenn sem gætu farið í mörg önnur félög. Við höfum spjarað okkur býsna vel í þessari stöðu. Við höfum ekki bara boðið upp á samkeppnishæf laun heldur einnig aðra þætti sem leikmenn kunna að meta. En svo höfum við ekki náð að stýra fjárhagnum eins og við ættum að gera. Við verðum sem félag að taka sjálfsgagnrýni vegna þess. Við getum ekki haldið áfram að reka félagið svona,“ sagði Gitmark. Gitmark segir að ekki verði hægt að lækka laun leikmanna fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Frá þessu greinir norski miðillinn VG sem kafað hefur ofan í fjármál handknattleiksfélagsins. Á meðal þess sem mesta athygli vekur er launakostnaðurinn. Á sunnudag var greint frá því að Vipers væri á leið í gjaldþrot og að allir leikmenn félagsins yrðu samningslausir, en á síðustu stundu virðist hafa tekist að afstýra því. Árið 2019 voru meðalárslaun til leikmanna hjá Vipers 535.589 norskar krónur, sem í dag jafngildir rúmlega 6,7 milljónum króna. Fjórum árum síðar höfðu meðallaunin rúmlega tvöfaldast og námu tæplega 14 milljónum íslenskra króna. Þessum aukna launakostnaði fylgdi aukinn árangur og Vipers unnu Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð, árin 2021-23. Liðið féll hins vegar úr keppni í 8-liða úrslitum á síðustu leiktíð og gengur ekkert sérstaklega í ár – er í 5. sæti af átta liðum í B-riðli. „Getum ekki haldið áfram svona“ Peter Gitmark, stjórnarformaður hjá Vipers, var beðinn að útskýra þetta rosalega stökk í launum. „Laun í Evrópu hafa hækkað verulega á þessum tíma. Á sama tíma hefur Vipers orðið alþjóðlegra lið með leikmenn sem gætu farið í mörg önnur félög. Við höfum spjarað okkur býsna vel í þessari stöðu. Við höfum ekki bara boðið upp á samkeppnishæf laun heldur einnig aðra þætti sem leikmenn kunna að meta. En svo höfum við ekki náð að stýra fjárhagnum eins og við ættum að gera. Við verðum sem félag að taka sjálfsgagnrýni vegna þess. Við getum ekki haldið áfram að reka félagið svona,“ sagði Gitmark. Gitmark segir að ekki verði hægt að lækka laun leikmanna fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira