Áfall fyrir stórleikinn við Liverpool: „Ekki frábærar fréttir“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 08:32 Riccardo Calafiori á vellinum í gær eftir að hafa meiðst. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir það vissulega „ekki frábærar fréttir“ að ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori hafi meiðst í hné í leiknum við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Arsenal vann leikinn 1-0 en meiðsli Calafiori, sem varð að fara af velli í seinni hálfleik, vörpuðu skugga á leikinn. Þar með bætist enn á meiðslalistann hjá Arsenal en liðið á fyrir höndum algjöran stórleik við Liverpool á sunnudaginn, í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Táningurinn Myles Lewis-Skelly kom inn á fyrir Calafiori í gærkvöld en óvíst er hve alvarleg meiðsli Ítalans eru. „Hann varð að koma af velli því hann fann fyrir einhverju. Ég veit ekki hve alvarlegt það er svo það má segja að þetta séu ekki frábærar fréttir,“ sagði Arteta. 🔴⚪️⚠️ Arsenal staff already assessing Riccardo Calafiori after being subbed off with possible knee injury.Get well soon 🤍🤞🏻 pic.twitter.com/LvnY97uDLc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 22, 2024 Arteta er í ákveðinni varnarkrísu því Arsenal verður einnig án William Saliba, vegna leikbanns, og Jurrien Timber hefur ekki spilað síðan í byrjun mánaðarins vegna meiðsla. Þá eru Takehiro Tomiyasu og Kieran Tierney enn frá vegna meiðsla. Segir ólíklegt að Saka spili Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard er einnig frá vegna meiðsla og Bukayo Saka hefur misst af síðustu tveimur leikjum Arsenal eftir að hafa meiðst í læri í landsleikjatörninni með Englandi. Arteta virtist ekki sérlega vongóður um að geta teflt Saka fram á sunnudaginn: „Ég veit það ekki. Hann hefur ekki enn getað æft svo það er ólíklegt.“ Ben White var tekinn af velli eftir fyrri hálfleikinn gegn Shaktar en Arteta útskýrði eftir leik að það hefði ekkert með meiðsli að gera. „Hann var kominn með gult spjald og við höfum spilað nógu marga leiki manni færri undanfarið. Þeir voru fjölmennir á hans kanti og ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Arsenal vann leikinn 1-0 en meiðsli Calafiori, sem varð að fara af velli í seinni hálfleik, vörpuðu skugga á leikinn. Þar með bætist enn á meiðslalistann hjá Arsenal en liðið á fyrir höndum algjöran stórleik við Liverpool á sunnudaginn, í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Táningurinn Myles Lewis-Skelly kom inn á fyrir Calafiori í gærkvöld en óvíst er hve alvarleg meiðsli Ítalans eru. „Hann varð að koma af velli því hann fann fyrir einhverju. Ég veit ekki hve alvarlegt það er svo það má segja að þetta séu ekki frábærar fréttir,“ sagði Arteta. 🔴⚪️⚠️ Arsenal staff already assessing Riccardo Calafiori after being subbed off with possible knee injury.Get well soon 🤍🤞🏻 pic.twitter.com/LvnY97uDLc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 22, 2024 Arteta er í ákveðinni varnarkrísu því Arsenal verður einnig án William Saliba, vegna leikbanns, og Jurrien Timber hefur ekki spilað síðan í byrjun mánaðarins vegna meiðsla. Þá eru Takehiro Tomiyasu og Kieran Tierney enn frá vegna meiðsla. Segir ólíklegt að Saka spili Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard er einnig frá vegna meiðsla og Bukayo Saka hefur misst af síðustu tveimur leikjum Arsenal eftir að hafa meiðst í læri í landsleikjatörninni með Englandi. Arteta virtist ekki sérlega vongóður um að geta teflt Saka fram á sunnudaginn: „Ég veit það ekki. Hann hefur ekki enn getað æft svo það er ólíklegt.“ Ben White var tekinn af velli eftir fyrri hálfleikinn gegn Shaktar en Arteta útskýrði eftir leik að það hefði ekkert með meiðsli að gera. „Hann var kominn með gult spjald og við höfum spilað nógu marga leiki manni færri undanfarið. Þeir voru fjölmennir á hans kanti og ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira