Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch skrifar 23. október 2024 13:02 Það var ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í gær, en Carbfix hlaut verðlaun ársins í ár. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri og er gott dæmi um það hvernig vísindastarf og grunnrannsóknir við háskóla geta leitt til nýsköpunar. Árangur Carbfix minnir okkur á hversu tímafrekt það getur verið að skapa tekjur úr hugviti og mikilvægi þess að gefast ekki upp á leiðinni. Það sama á reyndar við um mörg önnur fyrirtæki sem spretta upp úr vísindastarfsemi. Auk Carbfix má nefna bæði Kerecis og Oculis. Öll þessi félög hafa gengið í gegnum sigra og ósigra, hafa þurft að berjast fyrir lífi sínu á einhverjum tímapunkti, hafa sýnt hugrekki og tekið áhættu. Ekki er víst að ótrúlegur árangur þeirra hefði verið tryggður hefði ekki komið til stuðnings frá ríki, iðnaði og fjárfestum. Það er einnig óvíst hvort þessi fyrirtæki hefðu orðið til ef ekki hefði verið fyrir rannsóknarverkefni sem upphaflega voru styrkt í gegnum íslenska samkeppnissjóði. Nýsköpunarstuðningur ætti ekki eingöngu að snúast um að styðja við sprotafyrirtæki sem komin eru með hagnýtanlega hugmynd, þó það sé vissulega líka mjög mikilvægt. Það þarf að hugsa stærra og tryggja einnig öflugan stuðning við vísindastarfsemi og grunnrannsóknir. Þaðan spretta oft ótrúleg tækifæri sem skila sér margfalt til baka og leggja grunninn að öflugum fyrirtækjum. Orðið grunnarannsóknir vísar einmitt til þess grunns sem byggt er á. Ef hugvit á raunverulega að vera grunnur að fjórðu stoð íslensks efnahags, þarf að hugsa stuðningsumhverfi vísinda og grunnrannsókna sem mikilvægan hluta af nýsköpunarstuðningi. Það lýsir skammsýni að draga úr stuðningi við vísindi og nýsköpun. Sé jarðvegurinn rýr er ekki hægt að búast við góðri uppskeru og hætta er á að Ísland verði af tækifærum sem gætu haft mikil áhrif á íslenskt samfélag og efnahag. Það getur vissulega tekið tíma að hagnýta hugvit úr grunnrannsóknum, en það margborgar sig þegar árangur næst. Fjárfestingar í slíkum verkefnum eru mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Um þessar mundir eru að fæðast fjölmargir sprotar sem eiga uppruna sinn að rekja til íslenskra háskóla og grunnrannsókna. Núna er rétti tíminn til að styðja þessi verkefni því það er of seint að ætla að vera vitur eftir á. Ég óska Carbfix innilega til hamingju með verðlaunin og þakka þeim fyrir að skapa sérfræðistörf í íslensku samfélagi, auðga þekkingu heimsins og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Ég óska ykkur alls hins besta. Höfundur er frumkvöðull og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í gær, en Carbfix hlaut verðlaun ársins í ár. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri og er gott dæmi um það hvernig vísindastarf og grunnrannsóknir við háskóla geta leitt til nýsköpunar. Árangur Carbfix minnir okkur á hversu tímafrekt það getur verið að skapa tekjur úr hugviti og mikilvægi þess að gefast ekki upp á leiðinni. Það sama á reyndar við um mörg önnur fyrirtæki sem spretta upp úr vísindastarfsemi. Auk Carbfix má nefna bæði Kerecis og Oculis. Öll þessi félög hafa gengið í gegnum sigra og ósigra, hafa þurft að berjast fyrir lífi sínu á einhverjum tímapunkti, hafa sýnt hugrekki og tekið áhættu. Ekki er víst að ótrúlegur árangur þeirra hefði verið tryggður hefði ekki komið til stuðnings frá ríki, iðnaði og fjárfestum. Það er einnig óvíst hvort þessi fyrirtæki hefðu orðið til ef ekki hefði verið fyrir rannsóknarverkefni sem upphaflega voru styrkt í gegnum íslenska samkeppnissjóði. Nýsköpunarstuðningur ætti ekki eingöngu að snúast um að styðja við sprotafyrirtæki sem komin eru með hagnýtanlega hugmynd, þó það sé vissulega líka mjög mikilvægt. Það þarf að hugsa stærra og tryggja einnig öflugan stuðning við vísindastarfsemi og grunnrannsóknir. Þaðan spretta oft ótrúleg tækifæri sem skila sér margfalt til baka og leggja grunninn að öflugum fyrirtækjum. Orðið grunnarannsóknir vísar einmitt til þess grunns sem byggt er á. Ef hugvit á raunverulega að vera grunnur að fjórðu stoð íslensks efnahags, þarf að hugsa stuðningsumhverfi vísinda og grunnrannsókna sem mikilvægan hluta af nýsköpunarstuðningi. Það lýsir skammsýni að draga úr stuðningi við vísindi og nýsköpun. Sé jarðvegurinn rýr er ekki hægt að búast við góðri uppskeru og hætta er á að Ísland verði af tækifærum sem gætu haft mikil áhrif á íslenskt samfélag og efnahag. Það getur vissulega tekið tíma að hagnýta hugvit úr grunnrannsóknum, en það margborgar sig þegar árangur næst. Fjárfestingar í slíkum verkefnum eru mikilvægar fyrir framtíð Íslands. Um þessar mundir eru að fæðast fjölmargir sprotar sem eiga uppruna sinn að rekja til íslenskra háskóla og grunnrannsókna. Núna er rétti tíminn til að styðja þessi verkefni því það er of seint að ætla að vera vitur eftir á. Ég óska Carbfix innilega til hamingju með verðlaunin og þakka þeim fyrir að skapa sérfræðistörf í íslensku samfélagi, auðga þekkingu heimsins og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Ég óska ykkur alls hins besta. Höfundur er frumkvöðull og fyrrverandi framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar HÍ.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun